Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Qupperneq 27
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
27
Digital equipment, Wang Labora-
tories og Data General.
Raython, eitt stærsta rafeindafyrir-
tækið í Boston, hefur þjónað sem
“menntastofnun“ fyrir mörg yngri
fyrirtækjanna.
Eftirtektarverð er samvinnan milli
MIT og nærliggjandi fyrirtækja, svo
og milli sjálfra fyrirtækjanna. MIT
Enterprise Forum styður ný fyrir-
tæki á sviði háþróaðs iðnaðar.
Tugir nýrra fyrirtækja geta kynnt
fyrirtæki sitt fyrir ráðgjafanefnd
sem er skipulögð af MIT Enterprise
Forum. F*á leggur MIT mikla
áherslu á námskeið hvernig á að
stofna ný fyrirtæki. Þá hefur verið
komið á fót ýmsum nefndum til að
stuðla.að nýsköpun og vöruþróun,
eins og t.d.:
Massachusetts High Technology
Development Council, The Presi-
dent Club, Venture Founders,
Venture Economics, o.s.frv.
Mikill hluti rannsókna- og þróunar-
starfsemi við MIT er starfræktur
við Lincoln rannsóknastofnunina
sem er sjálfstæð rannsóknastofnun í
eigu MIT. Þjónustuskrifstofa MIT
hefur um fimmtán ritara sem um
300 aðildarfyrirtæki hafa samband
við. Erlend fyrirtæki geta gerst
samstarfsaðilar við þessa þjónustu
MIT. Þjónustuskrifstofa þessi hefur
mjög umfangsmikla starfsemi:
- Skipuleggur um 40.000 fundiár-
lega,
- Gefur út verkefnalista og fjöl-
margar skýrslur,
- Gefur út MIT-skýrslu mánaðar-
'ega,
Skipuleggur ráðstefnur og
umræðufundi sem eru ókeypis fyrir
samstarfsfyrirtæki.
Á þessu svæði kringum MIT í Bost-
on sem kallast “Route 128“ eru nú
starfrækt fjölmörg fyrirtæki á sviði
rafeinda- og tölvutækni eins og í
Kísildalnum.
CAMBRIDGE
Trinity College í Cambridge hefur
undanfarin ár fjárfest stórar upp-
hæðir í vísindahverfi sem er það
stærsta sinnar tegundar í Englandi.
Það er von manna í Cambridge, að
þetta nýja umhverfi muni hvetja
vísindamenn og auðvelda þeim að
koma hugmyndum sínum í fram-
kvæmd í iðnaðarfyrirtækjum.
Fyrir um tíu árum var Pye eina
stóra rafeindatækjafyrirtækið í
Cambridge. Frá þessu fyrirtæki,
Tölvumiðstöð háskólans og stærð-
fræðideild hefur nú fjöldi aðila
stofnað ný fyrirtæki á undanförnum
árum, þannig að núna eru um 400
rafeindatækjafyrirtæki í Cam-
bridge, þar af eru minnst 10 fyrir-
tæki sem sérhæfa sig í framleiðslu á
örtölvum. Eitt af þessum örtölvuf-
yrirtækjum, ACORN, hefur nýlega
stofnað fyrirtæki' á sviði líftækni
sem heiti IQ Bio Cambridge Cons-
ultants. Þá hafa um tuttugu smáfyr-
irtæki myndast í kringum rann-
sóknaþjónustumiðstöð sem náms-
menn settu á stofn. PA Techno-
logy, önnur rannsóknaþjónustu--
miðstöð, hefur einnig þjálfað upp
stofnendur nýrra fyrirtækja, eins og
líftæknifyrirtækið Cambridge Life
Sciences.
Bankarnir í Cambridge eru í mikilli
samkeppni um að Iána fjármagn til
nýrra smáfyrirtækja á sviði háþró-
aðra iðnaðargreina.
TSUKUBA VÍSINDABORGIN í
JAPAN
Japanir hafa hratt og markvisst
byggt upp háþróaðan iðnað og telj-
ast nú með fremstu iðnaðarþjóðum
heimsins. Liður í vísinda- og rann-
sóknastefnu þeirra, er bygging
Tsukuba vísindaborgarinnar. Áætl-
að er að fimmtíu rannsókna- og
menntastofnanir eigi að flytja í ný-
byggingar í vísindaborginni sem er
staðsett um 60 kílómetra fyrir utan
Tókíó.
Áætlaður fjöldi starfsmanna í þess-
ari borg verður um 10.000, en með
námsmönnum, fjölskyldum, starfs-
mönnum í þjónustugreinum og
fleirum, þá munu um 200.000
manns búa í þessari nýju vísinda-
borg.
Talið er að ríkisstjórn Japans hafi
nú þegar sett fjármagn sem svarar
til 2,5 milljarða dollara í þessa vís-
indaborg.
RAFEINDAIÐNAÐARMIÐ-
STÖÐIN í KEFLAVÍKUR-
HVERFINU í STOKKHÓLMI
Svíar hafa ákveðið að byggja mið-
stöð fyrir rafeindaiðnað í Kefla-
víkurhverfinu í Kista sem er ein af
útborgum Stokkhólms. Hverfi
þetta verður fyrir mennta- og rann-
sóknastofnanir og fyrirtæki sem
framleiða rafeinda- og hugbúnað.
Fyrsti áfangi þessa hverfis verður
32.000 m2 og á að vera tilbúinn í
árslok 1986. Áætlað er að byggja
samtals um 130.000 m2 á þessu
svæði. Áætlaður kostnaður er um
600 miljónir sænskra króna, og
greiðist hann af Stokkhólmsborg,
sænska ríkinu og fyrirtækjum sem
flytja í þetta hverfi.
Athyglisvert er að hverfi þetta
verður mjög þéttbyggt og þar af
leiðandi náin tengsl milli mennta-
og rannsóknastofnana og fyrir-
tækja.