Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 19

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 19
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 19 Gunnar H. Guðmundsson, REKSTRARVERKFRÆÐINGUR, REKSTRARSTOFUN NI FRAMTÍÐARFYRIRTÆKIÐ FORTIÐIN ER LIÐIN Heimurinn í kringum okkur er að breytast, iðnaðarþjóðfélagið er að verða að upplýsingaþjóðfélagi. Hefðbundin framleiðsla er að flytj- ast til láglaunasvæða. í staðinn eru iðnaðarríkin að flytjast yfir á upp- lýsingaöldina þar sem tækniþekk- ing og vísindi skipta æ meira máli. í landbúnaðarþjóðfélaginu var megináhersla lögð á að læra af for- tíðinni. Bóndinn þurfti að muna alla dynti náttúrunnar og kunna að bregðast við þeim. Breytingar voru ákaflega hægfara. í iðnaðarþjóðfé- laginu gilti að læra af nútíðinni. Að- alatriðið var að velta fjármagninu sem hraðast og framleiða og selja sem mest af sömu vöru. í upplýs- ingaþjóðfélaginu þarf hinsvegar að spá í framtíðina og haga sér í sam- ræmi við það hvernig menn búast við að heimurinn verði eftir 5-10 ár. Þar sem velmegun ríkir þarf fram- leiðni að vera mjög há og framleiða þarf vörur eða þjónustu sem taka fram því sem kemur frá láglauna- svæðunum. í upplýsingaþjóðfé- laginu munu menn geta sest við tölvuskjá heima hjá sér og unnið þar sína vinnu, greitt sína reikninga, leitað frétta, pantað far- miða og fengið hverskonar upplýs- ingar hvaðan sem er úr heiminum. Tölvur með gerfigreind munu geta leiðbeint mönnum við störf sín og upplýsingaleit. Með bættum samskiptum sem byggjast á tölvutækni og gervitungl- um og með endurbótum í flutning- um hefur heimurinn breyst í eitt markaðssvæði. Fyrirbæri eins og gámaflutningar og fjölhæfniskip hafa gert flutningaþjónustu svo miklu öruggari og fljótlegri að það er stöðugt viðráðanlegra að flytja vörur á milli markaða. Fyrir fáum árum þurfti skip, sem var í förum milli íslands og Evrópu, kannski 4 daga í lestun, 6 daga í siglingu til eða frá íslandi og 4 daga í losun eða tvær vikur alls. Nú tekur flutningur- inn ekki nema viku. Fjarlægðin hef- ur þar með styst um helming mælt í dögum. Aukin fjarskiptatækni og daglegar flugferðir auðvelda sam- skipti og vöruflutningar með flug- vélum eru umtalsverðir. Einangrun landsins er því miklu minni en áður og við eigum möguleika sem ekki voru fyrir hendi. Fjarlægir markað- ir eru nú allt í einu innan seilingar og við verðum að hagnýta okkur þá. Okkur er gjarnt að hugsa til fortíðarinnar og við þurfum vissu- lega að varðveita okkar menningar- arf. í viðskiptum verður hinsvegar að hugsa fram á við. Svörin við því hvað við eigum að taka okkur fyrir hendur finnast ekki í fortíðinni og ekki með því að gera eins og aðrir. Við verðum að finna okkar eigin leiðir og gera betur en aðrir. HAGNÝTUM SÉRSTÖÐU Til að selja vöru á erlendum mörk- uðum þarf að hafa eitthvað að bjóða sem uppfyllir þarfir markað- arins, en er þó sérstakt og sker sig úr. Þess vegna er um að gera að velja viðfangsefni sem tengjast okk- ar sérstöðu eða reynslu á einhvern hátt þannig að vörurnar séu betri af því þær koma frá íslandi. íslenskur fiskur og íslensk ull eru dæmi þar sem vel hefur tekist til við að byggja upp markaðshugmynd. Þetta hefur ekki gerst sjálfkrafa, heldur hefur verið að því unnið árum saman að vekja athygli á þess- um vörum og gera þær sérstakar og seljanlegar fyrir hátt verð. Það sem við framleiðum getur verið lágtæknivara eins og húsgögn eða hátæknivara eins og tölva, sem byggir á gerfigreind, fyrir skipstjóra fiskiskipa. Við getum þurft að veita ráðgjöf sem kennir mönnum nýjar aðferðir til að nota vélar eða tölvur sem við seljum. Viðfangsefni okkar geta verið nær hvað sem er. Aðalat- riðið er að hugmyndin sé fullkomn- uð, og ekki hálfkæringur látinn duga. Nýjungar krefjast þess að menn hafi svör við öllu er varðar það að nota hlutinn, framleiða hann og koma honum á markað. Til að geta þetta verðum við að stunda þekkingarinnflutning. Lík- legt er að stærstur hluti þeirrar þekkingar sem við þurfum sé að- fenginn. Þekking er víða aðgengi- leg bæði ókeypis, ef maður veit hvar hana er að finna, eða til sölu. Við þurfum að hafa vel menntað fólk sem stöðugt vinnur að því að leita að nýjum upplýsingum og þekkingu. Það er hinsvegar ekki nóg að læra beint af öðrum. Við verðum að endurbæta það sem við lærum. Það dugar ekki lengur að vera með eftiröpun, það geta lág- launasvæðin ein leyft sér. Við verðum að vera í fararbroddi í því sem við gerum. FRAMTÍÐARFYRIRTÆKIÐ Mikilvægustu stjórnunarþættirnir í framtíðarfyrirtækinu þurfa að vera stefnumörkun og markaðsmál. Þar þarf að vera mjög öflug vöruþróun sem gerir viðskiptahugmyndina að veruleika. Jafnframt þarf að vera fyrir hendi mikil kjölfesta í gæðum og aðferðum sem tryggja að hlut- irnir séu gerðir á auðveldasta máta og séu í fullkomnu lagi. Markaðs- þekkingin þarf að beinast nær jafn mikið að útvegun aðfanga bæði í formi vöru og þekkingar og því að geta komið vörunni á framfæri. Fyrirtækið mun ekki endilega þurfa mikið húsnæði eða aðstöðu heldur fyrst og fremst fólk með hugmyndir og getu til framkvæmda.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.