Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 23

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 23
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 23 TAFLA I MANNAFLAÞRÓUN 1963 - 1979 1963 % 1970 % 1979 % LANDBÚNAÐUR 9.254 13.7 9.773 12.1 6.665 6.9 SJÁVARÚTVEGUR 11.143 16.5 11.792 14.5 14.373 14.2 IÐNAÐUR 12.040 17.8 14.114 17.4 18.109 17.9 OPINBER STÖRF 11.635 17.2 17.707 21.8 25.287 25.0 ANNAÐ 23.445 34.7 27.716 34.2 36.238 35.8 SAMTALS 65.517 100.0 81.102 100.0 101.002 100.0 TAFLA II DREIFING VINNUAFLS Á GREINAR (1955-1975) UPPLÝSINGAR ÞJÓNUSTA IÐNAÐUR (I.M.T. BYGCíINGARIÐN. OG FISKIÐN.) LANDBÚNAÐUR OG FISKVEIÐAR JAPAN 17.9 29.6 18.4 22.7 31.3 33.8 32.4 13.9 SVÍÞJÓÐ 26.0 34.9 26.8 29.8 36.5 30.6 10.7 4.7 BRETLAND 26.7 35.6 27.5 27.0 40.4 34.2 5.4 3.2 BANDARÍKIN 30.5 41.1 19.1 24.1 38.4 31.5 12.0 3.3 V-ÞÝSKALAND 18.3 33.3 20.9 25.9 38.3 35.1 22.5 5.8 FRAKKLAND 20.3 32.1 24.1 28.1 36.9 29.9 24.7 9.9 ÍSLAND (1975) 47.5 37.7 14.8 (1981) 50.9 36.8 12.3 (1982) 52.7 34.2 13.1 Ekki er nokkur vafi á því, að- mögulegt er að byggja upp hátækni- iðnað á íslandi. Á sama tíma og Japanir þróa sjálfvirka fataverks- miðju, gætu íslendingar þróað sjálf- virka fiskvinnslustöð, sem síðan væri unnt að selja víða um heim. Slíkt gæti verið upphafið að öf- lugum rafeindaiðnaði hér á landi. íslendingar gætu gerst sérfræðingar í nýtingu jarðvarma, bæði við iðn- aðarframleiðslu, fiskeldi og ylrækt, svo eitthvað sé nefnt. Við ættum að geta þróað margvíslegar vöruteg- undir, heil kerfi og einfaldlega þekkingu, sem mögulegt væri að flytja út. Höfuðborgarsvæðið væri að ýmsu leyti heppilegasti staðurinn fyrir slíkan iðnað. Á þessu svæði eru Háskóli íslands, Tækniskóli ís- lands, iðnskólar og fjölbrautaskólar auk rannsóknastofnana atvinnuveg- anna og ættu þar því að vera að- stæður til öflugrar rannsókna- og þróunarstarfsemi, sem er nauðsyn- legur grundvöllur að öflugum há- tækniiðnaði. Hér kemur á móti, að mun auðveldara er að fá áhættufj- ármagn, séu fyrirtæki staðsett utan höfuðborgarsvæðisins vegna þeirr- ar byggðastefnu, sem hér hefur ver- ið fylgt. Kominn er tími til, að at- vinnustefna íslendinga verði endur- skoðuð þannig, að sókn í atvinnu- málum verði möguleg. Ljóst er, að lífskjör þjóðarinnar munu halda áfram að versna verði ekki byggt upp atvinnulíf, sem byggist á há- tekjugreinum. Búa verður þannig um hnútana, að þessar greinar geti þróast, og uppbygging þeirra má ekki vera undir byggðastefnu kom- in. Það er nægjanlegt fé til fjárfest- ingar á íslandi. Undanfarna áratugi hafa íslendingar eytt hærra hlutfalli þjóðartekna í fjárfestingu en flestar aðrar þjóðir heims. Þessi fjárfesting hefur einfaldlega ekki nýst sem skyldi. Nú verður að snúa við blaði og meta alla fjárfestingarvalkosti á sama grundvelli án tillits til þess, hvort um sé að ræða landbúnað, sjávarútveg eða iðnað og án tillits til staðsetningar. Sé þetta gert má búast við, að hér rísi mörg lífvænleg fyrirtæki, sem byggja afkomu sína á þekkingu og tækni í framtíðinni.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.