Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Side 7
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
7
Þorleifur Jónsson,
FRAMKVÆMDASTJÓRI LANDSSAMBANDS IÐNAÐARMANNA
ÞRÓUN ATVINNULÍFS Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU OG
HLUTVERK SVEITARSTJÓRNA í
ATVINNULÍFINU
1. Þörf á atvinnuuppbyggingu
Öllum hugsandi mönnum er ljóst
hve gífurlega mikil þörf er fyrir
átak til uppbyggingar iðnaði í
landinu, eigi þjóðin að halda því
lífskj arastigi, sem hún hefur búið
við, að ekki sé minnst á að bæta þar
nokkru við. Þessi þörf hefur raunar
blasað við um margra ára skeið, þar
sem lengi hefur verið ljóst, að
gömlu framleiðsluatvinnuvegir
þjóðarinnar, sem byggjast á tak-
mörkuðum náttúruauðæfum,
megna ekki að standa undir umtals-
verðri aukningu verðmætasköpun-
ar. Þörfin verður þó ennþá meira
knýjandi, þegar aflabrestur og aðrir
erfiðleikar herja á þjóðarbúskap-
inn. Auk þess hafa athuganir leitt í
ljós, að stóriðja, sem margir höfðu
bundið vonir við að mundi yfirtaka
hlutverk sjávarútvegs sem aðaldrif-
kraftur í atvinnuuppbyggingu
landsmanna, virðist ekki eins arð-
vænlegur kostur og áður hafði verið
álitið. Það þarf því ekki að orð-
lengja um, að það er lífsspursmál,
að allir leggist á eitt um að stuðla að
uppbyggingu almenns iðnaðar í
landinu. þar gegna vitaskuld
stærstu hlutverki forsvarsmenn og
starfsmenn iðnfyrirtækja í landinu,
en þeir þurfa einnig á að halda vel-
vilja og aðstoð opinberra aðila,
bæði ríkis og sveitarfélaga. með
þetta að leiðarljósi mun hér á eftir
verða reifað stuttlega á hvern hátt
sveitarstjórnir gætu best stuðlað að
eflingu iðnaðar í landinu.
2. Almennt um hlutverk
sveitarstjórna
í nútíma þjóðfélagi gegna öll stærri
sveitarfélög mjög fjölþættu þjón-
ustuhlutverki bæði við heimilin og
atvinnulífið. Deilt er um það á póli-
tískum vettvangi, hversu víðtækt
slíkt hlutverk opinberra aðila ætti
að vera, hver skuli vera verkaskipt-
ing milli ríkis og sveitarfélaga,
hvernig ráðstöfunarfé sveitarsjóða
skuli skipt milli málaflokka (ekki
síst vægi félagslegrar þjónustu),
hvort þjónustustofnanir skuli miða
gjaldtöku við að þær standi undir
sér o.s.frv. Hvað sem slíkum
deilum líður hljóta allir að geta ver-
ið sammála um, að mjög mikilvægt
er, að öll slík þjónusta sé sem ódýr-
ust og ýtrustu hagkvæmni sé gætt í
öllum rekstri á vegum sveitarfé-
laga. Rekstur sveitarsjóða snertir
fyrirtækin nefnilega beinlínis á
þann hátt, að ýmis gjaldtaka
sveitarsjóða af atvinnurekstrinum
(aðstöðugjald, lóðagjöld o.fl.)
ræðst af því, hvernig þeir eru rekn-
ir, og svo óbent í gegnum þau
gjöld, sem einstaklingar þurfa að
standa sveitarsjóðum skil á, en þar
getur gjaldstigið t.a.m. haft áhrif á
launakröfur starfsfólks fyrirtækj-
anna. Ekki verður skilið við skatt-
stofna sveitarsjóða, án þess að
benda á, hve óheppilegt og óréttlátt
skattform aðstöðugjaldið er. Bæði
er, að gjaldið er mishátt milli at-
vinnugreina, og hærri á iðnað en
aðrar framleiðslugreinar, og einnig
hitt, að það leggst á veltu fyrir-
tækja, sem þýðir, að veruleg tví-
sköttun á sér stað og því meir, sem
verkaskipting er meiri milli fyrir-
tækja, en aukin verkaskipting er
einmitt eitt af einkennum efnahags-
legra framfara.
Þegar rætt er almennt um hlutverk
sveitarstjórna er rétt að benda á, að
sveitarstjórnir hafa mikil afskipti af
fræðslumálum, ekki síst verk-