Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 16

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 16
16 SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Bjöm Bjömsson, alþýðusambandi íslands HUGLEIÐINGAR UM ATVINNUMÁL HH Hh Hh Um þessar mundir ríkir meiri óvissa í atvinnumálum en verið hef- ur um langt skeið. Þessi óvissa tekur ekki einungis til allra næstu framtíðar, heldur einnig og ekki síður ef litið er til lengri tíma. Ef litið er til baka álíka langt árabil og nú lifir af öldinni er ljóst, að í upphafi síðasta áratugs voru að- stæður í atvinnumálum mjög á ann- an veg en nú. Þá voru íslendingar í þann veg að ganga í EFTA. Við inngönguna í EFTA voru bundnar verulegar vonir við eflingu íslensks iðnaðar. Til þessa stóðu vonir manna ekki síst vegna þess, að erf- iðleikar í sjávarútvegi höfðu enn á ný minnt á nauðsyn þess að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf lands- manna. Á þessum tíma var einnig farið að ræða útfærslu landhelginn- ar, sem auðvitað varð lands- mönnum mestur búhnykkur á liðn- um áratug. Fram til þessa dags hefur ýmislegt farið á annan veg í atvinnumálum en menn gerðu ráð fyrir. Væntan- lega sáu flestir fyrir hversu mikill uppgangur yrði framanaf í sjávarút- vegi og á sviði byggingastarfsemi, einkum úti á landsbyggðinni. Efa- laust hafa björtustu vonir um iðn- þróun ekki ræst og uppbygging stóriðju orðið hægari en reiknað var með. Eftir stendur það megin- atriði, að atvinna hefur lengst af verið næg og á stundum yfrið næg. Enda þótt margt hafi farið úrskeiðis í efnahagsstjórn höfum við getað státað af því að vera lausir við at- vinnuleysi. \MMSu vJLÖMíLr Enn á ný eru iandsmenn minntir á að svikull er sjávarafli. Geigvæn- legur aflasamdráttur veldur því að fyrirsjáanlegt er að atvinna og tekj- ur sjómanna og landverkafólks dragast verulega saman á þessu ári. Því er eðlilegt að staldrað sé við og íhugað hvert við höfum stefnt á sviði atvinnumála, hvort stefnan hafi verið rétt eða hvort ástæða sé til þess að breyta um stefnu. Höf- undur þessa pistils er þeirrar skoð- unar, að þróun atvinnumála á höf- uðborgarsvæðinu sé svo órjúfan- lega tengd almennri þróun þessara mála, að eðlilegt sé að ræða þau frá almennu sjónarmiði fremur en sjónarhorni tiltekins landshluta. Á árunum fram til aldamóta munu 20-30 þúsund manns bætast á vinnumarkaðinn. Vandamálið er ekki hvar á landinu þetta fólk fær vinnu við sitt hæfi, heldur hvort það fær vinnu í þessu landi. í stuttu spjalli verður ekki gerð nein úttekt á stöðu einstakra greina atvinnulífsins. Nokkur atriði skulu þó nefnd. Á síðustu áratugum hefur fjárfest- ing í ríkum mæli beinst að sjávarút- vegi og vinnslusjávarafla. Fjárfest- ing í fiskiskipum hefur verið óhóf- leg. Fyrir sjö árum voru flest eða öll helstu hagsmunasamtök í sjávarút- vegi á einu máli um, að rétt væri að láta af frekari skipakaupum, en stjórnmálalegar ákvarðanir í þessu skyni létu mjög á sér standa. Við stöndum nú í þeim sporum, að þekkja betur takmörk þess afla sem skynsamlegt er að sækja úr sjó en við höfum nokkru sinni áður gert. Afli mun glæðast á nýjan leik, en þegar til lengri tíma er litið er ó- sennilegt að þorskafli verði umfram 400 þús. tonn á ári á íslandsmiðum. Sé þessi afli borinn saman við áætl- aðan 220 þús. tonna afla á árinu 1984 er vissulega um mikla aukn- ingu að ræða. Þetta er engu að síður minni afli en við höfum áður sótt. Reynslan kennir okkur að þessi aukni afli mun að óbreyttum verkunaraðferðum ekki kalla á mjög aukinn mannafla. Hann mun bæta úr tímabundnu atvinnuleysi og nýtingu fiskiskipastóls sem nú er bundinn við bryggju drjúgan hluta ársins. Á sviði landbúnaðar höfum við um langt árabil búið við óarðbæra framleiðslu umfram innanlands- neyslu. Úr þessari framleiðslu hef- ur verið dregið á undanförnum árum á kostnað framleiðni. Augljóst er að á þeirri braut er ekki unnt að halda áfram til langframa. Framleiðslan verður að laga sig að þörfum markaðarins og þeir fram- leiðendur búvöru sem við lakasta afkomu búa að hverfa til annarra starfa. í þessum tveimur greinum sem hér er vikið að er ástandið ekki mjög björgulegt. Hvað er þá framundan í atvinnumálum næstu 10-15 árin? Siglum við inn í langvarandi at- vinnuleysi, eða fáum við eitthvað að gert? lf If If * Svo margt hefur verið rætt og ritað um örtölvubyltinguna og áhrif hennar á atvinnulífið, að í bakka- fullan læk er að bera að leggja þar orð í belg. Þó virðist sem lítils skiln- ings gæti á því að áhrifa þessarar byltingar á atvinnulífið er þegar far- ið að gæta og mun gæta í auknum mæli á allra næstu árum, en ekki aðeins í fjarlægri framtíð. Á vegum japanskra stjórnvalda er nú unnið að því að gera þarlendan fataiðnað samkeppnishæfan við fataiðnað grannþjóða í Asíu sem búa við lægri launakostnað. í þessu skyni er unnið að hönnun alsjálf- virkrar saumastofu og ráð fyrir því gert að tilraunverksmiðja verði reist innan tveggja ára. Með þessari verksmiðju gera þarlendir ráð fyrir að ná framleiðslukostnaði niður um tugi prósenta. Þá er það forsenda verksins, að framleiðslurunur niður í 20 einingar verði hagkvæmar og sveigjanleiki því meiri en í mönnuð- um verksmiðjum.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.