Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 17
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
17
Ég nefni þetta hér til þess að undir-
strika hversu stutt er í að hefðbund-
ið handverk í framleiðsluiðnaði víki
fyrir sjálfvirkni. Mér sýnist augljóst
að sjálfvirkni af þessu tagi verði
fyrr en varir möguleg í fiskiðnaði
þar sem nú starfa þúsundir verka-
fólks.
Ef við göngum út frá því að þessi
framtíðarsýn sé rétt er ljóst, að
verkalýðshreyfingunni og þjóðfé-
laginu í heild er mikill vandi á
höndum. Kostirnir sem við stönd-
um frammi fyrir eru:
1. Gera ekkert og sporna gegn
tækniþróun.
2. Gera ekkert og verða þiggjendur
tækninnar þegar aðrir eru
tilbúnir til þess að selja okkur hana.
3. Taka frumkvæði á sviði sjálf-
virkni í fiskvinnslu og selja
hana öðrum.
Fyrsti kosturinn er ef til vill auð-
veldastur. Fólk óttast tæknina og
einhverjir kunna að halda að við
getum haldið henni frá okkur. Til
lengdar getum við það engan veg-
inn, nema því aðeins að við séum
reiðubúin til þess að búa við
stöðugt versnandi lífskjör, hlutfalls-
lega lakari en í samkeppnislöndum
okkar. Þessi leið er engin leið frá
vandamálunum. Tæknin myndi
koma yfir okkur fyrr eða síðar.
Við getum líka beðið og þegið
tæknina frá öðrum. Þetta er þó
sýnu verri kostur en að við sjálfir
tökum frukvæðið á þessu sviði. Nú
þegar er til í landinu vísir að raf-
eindaiðnaði. Nokkur fyrirtæki hafa
þegar haslað sér völl á þessum vett-
vangi með allgóðum árangri. Að
þessum vaxtarbroddi verðum við
að hlúa. Sjáfvirkni í fiskiðnaði er
sérhæft svið. Við eigum stóran
heimamarkað í greininni sem er
æskilegasti grudvöllur tækniþróuar.
Við eigum tæknimenn sem skara
fram úr og við eigum hæfara og
hreyfanlegra verkafólk en flestar
aðrar þjóðir. Þessa yfirburði eigum
við að nýta okkur og gerast útflyt-
jendur þekkingar og sjálfvirkni á
sviði fiskiðnaðar.
Samhliða átaki í þessum efnum
verðum við á einn eða annan veg að
“lengja færibandið“ í úrvinnslu og
nýtingu sjávarafla. Hér vil ég telja
lífefnaiðnað og aukna nýtingu úrg-
angs t.d.til ræktunar loðdýra.
Takist okkur vel að aðlaga okkur
að breyttri tækni í fiskiðnaði óttast
ég ekki framtíð annarra greina. Þá
munu tækifæri í almennum iðnaði
og í verslun- og þjónustugreinum
verða næg. Takist það ekki er hætt
við að hér gæti skapast upplausnar-
ástand atvinnuleysis og hrikalegrar
búseturöskunar.
AAiiA AAAAA AAAAA AAAAA
flTW HIIV ?•••¥ •••••
Sjávarútvegur er helsta undirstaða
atvinnulífsins víðs vegar um land.
Stærð greinarinnar og nálægð við
fiskimið skapar okkur forsendur til
þess að standa öðrum framar á
þessu sviði. Þess vegna hefi ég kos-
ið að fjölyrða nokkuð um þær
breytingar sem ég tel fyrirsjáan-
legar í þessari grein og viðbrögð
okkar við þeim. Þau viðbrögð
verða að grudvallast á öflugu rann-
sóknarstarfi sem enn er því miður í
hálfgerðu fjársvelti.
Menntakerfið er í meginatriðum
byggt upp til framleiðslu á embætt-
ismönnum. Ófaglært iðnverkafólk
gengur til starfa án nokkurs undir-
búnings á skólabekk og jafnvel án
allrar starfsþjálfunar. Það á ekki
kost á neinni starfsmenntun. Þann-
ig mætti áfram telja aðrar greinar.
Á þessu verður að verða breyting.
Á stundum virðist atvinnurekstur-
inn líta svo á, að honum komi lítt
við hvað verður um það fólk sem
missir atvinnuna af einhverjum
ástæðum. Menn firra sig ábyrgð.
Mikilsverðasta forsenda þess að
okkur takist að laga þjóðfélagið að
þeim breytingum, sem ný tækni
hefur í för með sér er að okkur
takist að vinna saman. Engin sam-
vinna er þýðingarmeiri en sam-
vinna stjórnvalda, atvinnurekenda
og verkalýðshreyfingar um að
tryggja arðbær atvinnutækifæri.
Skilningur á þessu verður að
aukast. Fólk án vinnu er ófrjálst og
ófullnægt. Slíkt þjóðfélagsumhverfi
getur ekki af sér framfarir á sviði
atvinnumála eða í öðrum greinum.
Gegn slíkri öfugþróun verðum við
öll að vinna.
Fram undan eru tímar örra breyt-
inga. Mikilsvert er að atvinnulífið
verði búið udir þessar breytingar
með almennum aðgerðum og með
endurskoðun menntakerfisins.