Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 5

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 5
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 5 Magnús L. Sveinsson, FORMAÐUR ATVINNUMÁLANEFNDAR HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS BÆTT STARFSSKILYRÐI ÖRVA VÖXT NÝRRA IÐNGREINA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Undanfarna mánuði hafa starfsskil- yrði atvinnulífsins batnað verulega, vegna samvinnu stjórnvalda við forsvarsmenn sveitarfélaga og at- vinnulífsins um markvissar aðgerðir til að minnka verðbólguna. Þó svo að fyrirsjáaniegir séu erfiðleikar hjá mörgum útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum vegna minnk- unar helstu fiskistofna við landið, þá líta menn björtum augum á möguleika á sviði fiskeldis og verið er að vinna að stofnun nýrra fyrir- tækja á þessu sviði. Nokkur þessara fyrirtækja eru fyrirhuguð í sam- starfi við erlenda aðila, sem geta lagt fram fjármagn, þekkingu og starfsreynslu á sviði fiskiræktunar og markaðsmála. Þá má álíta að áframhaldandi tæknivæðing í landbúnaði og ný- sköpun í framleiðslu landbúnaðar- vara, og loðdýraræktunar eigi að geta bætt afkomu landbúnaðarins, þannig að lækka megi verulega nið- urgreiðslur til þessara framleiðslu- greina. Efling notkunar innlendra orku- gjafa til upphitunar og stór- iðjuframkvæmda, svo og nýjar leiðir til orkusparnaðar munu hafa jákvæð áhrif á viðskipti okkar við útlönd. Fjölmörg iðnaðarfyrirtæki eru núna að auka markaðshlutdeild sína hér innanlands, og eru að undirbúa út- flutning á framleiðsluvörum sínum á ýmsum mörkuðum. Það hefur sannast á síðastliðnum mánuðum, að með samvinnu má taka á vandamálum, finna lausn á þeim og snúa þeim upp í nýja möguleika til að viðhalda og bæta lífskjör þjóðarinnar. Atvinnumálanefnd Reykjavíkur og atvinnumálanefnd höfuðborgar- svæðisins hafa undanfarið verið að kanna ýmsa möguleika á sviði há- tækniiðnaðar. Hefur Atvinnumálanefnd Reykja- víkur í þessu sambandi gert sam- starfssamning við Háskóla íslands um athugun á eflingu framleiðslu- möguleika á sviði rafeinda- og tölvutækni, svo og líftækni. Nefndirnar hafa udanfarið fengið margar nýjar hugmydir og ábend- ingar frá einstaklingum, fyrirtækj- um og rannsóknarstofnunum um leiðir til að hraða uppbyggingu iðn- aðar á höfuðborgarsvæðinu. En eitt meginmarkmið nefndanna er að að- stoða við sköpun nýrra atvinnu- tækifæra í arðbærum iðnaðargrein- um framtíðarinnar. Nefndirnar munu eftir aðstæðum leita ráða hjá innlendum og erlend- um sérfræðingum til að meta þessar nýju hugmyndir og fá tillögur um, á hvern hátt nefndirnar geti aðstoðað við sköpun starfsskilyrða til að auð- velda framkvæmd áhugaverðra at- vinnuskapandi hugmynda. Þá eru áhugaverðir möguleikar á samstarfi við erlenda aðila, sem hafa fjár- magn, tækniþekkingu og sölukerfi til að auðvelda framleiðslu og út- flutning nýrra iðnaðarvara. Uppbygging fyrirtækja á sviði há- þróaðra iðnaðargreina er ekki frá- brugðin uppbyggingu annarra fyrir- tækja, hvað viðkemur kröfum til udirstöðumenntunar flestra starfs- krafta þeirra, nema að því leyti, að þessi svo kölluðu hátækniiðnaðar- fyrirtæki byggjast einkum á mennt- un og starfsreynslu nokkurra sér- fræðinga, sem hafa hæfileika til að skapa nýjar framleiðsluaðferðir og framleiðsluvörur. Þó svo að ákveðnir sérfræðingar í þessum hátækniiðnaðarfyrirtækjum geti skipt sköpum fyrir vöxt fyrir- tækisins, og sköpun nýrra atvinnu- tækifæra, þá þurfa þessi fyrirtæki einnig starfskrafta á mörgum svið- um, eins og við: sölustörf, lager- vinnu, pökkun sendinga, vélritun, innheimtu, bókhald og símvörslu. Allir þessir starfskraftar eru mikil- vægir hlekkir í velgengniskeðju fyrirtækjanna.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.