Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 25
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
25
Jón H. Magnússon verkfræðingur
VÍSINDA- OG TÆKNI-
IÐNAÐARHVERFI ERLENDIS
Erlendis eykst það stöðugt að borg-
arfulltrúar og forsvarsmenn at-
vinnulífs og háskólastofnana, leitist
við að skapa gott starfsumhverfi í
tengslum við háskólastofnanir. Á
Norðurlöndunum hefur verið lögð
mikil áhersla á þessi mál, og nú eru
t.d. komnir vísinda- og tækniiðn-
garðar við flesta háskóla í Svíþjóð.
Meðfylgjandi mynd sýnir tækniiðn-
garð við Háskólann í Lundi en iðn-
garður þessi var reistur á síð-
astliðnu ári. Helstu kostirnir við
þessi vísinda- og tækniiðnaðar-
hverfi eru að þau bjóða upp á góða
starfsaðstöðu og sérfræðiaðstoð og
einnig möguleika á að nýta sam-
eiginlega vandaðan tækjabúnað
sem þarf oft að endurnýja nokkuð
ört.
Einnig er mikilvægt að gefa starfs-
mönnum og sérfræðingum við rann-
sóknastofnanir góða möguleika á
að fylgja eftir þróunarhugmyndum
sínum út í fyrirtæki sem fá að vaxa
upp í skjóli rannsóknastofnunarinn-
ar, þangað til öll helstu tæknileg
vandamál eru leyst og varan er til-
búin til sölu.
Hér á eftir eru nefnd nokkur helstu
dæmi um vísinda- og tæknibæjar-
hverfi eða svo kallaða “Science
Parks“ og “Research Parks“, og er
einkum stuðst við nýlega skýrslu
um höfuðborgirnar á Norðurlönd-
um og samstarf þeirra við atvinnulíf
og rannsóknastofnanir, “Huvud-
stader i omvandlig 6“ sem undirrit-
aður hefur tekið þátt í að skrifa.
SILICON VALLEY,
KALIFORNÍU
“Silicon Valley“ eða Kísildalurinn
fyrir utan San Fransisco liggur mið-
svæðis á vesturströnd Bandaríkj-
anna en það svæði er talið að verði
miðstöð iðnaðar og viðskipta í
framtíðinni. Á svæðinu báðum
megin við Norður Kyrrahafið, búa
núna um 60% íbúa jarðarinnar og
þar eiga um 40% af viðskiptum
o 0 J ► J
r ö I5
Flestar byggingar í rafeindaiðnaðarhverfinu verða 5-8 hæðir.
MTí
Myndin sýnir fyrirhugaða uppbyggingu hverfisins í áföngum.
K!ST>