Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 21

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 21
SKIPULAGSMAL HOFUÐBORGARSYÆÐISINS 21 Til þess að þetta geti gerst þarf stjórnun að vera mjög opin. Þeir starfsmenn sem afla þekkingar og nota hana á mismunandi sviðum í fyrirtækinu verða að vera þátttak- endur í stefnumótun og markmiða- setningu. Allir starfsmenn verða að vera virkir í endurbótum og fram- þróun. Þetta þýðir að það verður að fjárfesta í fólki en ekki aðeins í húsnæði og vélum, kosta til starfs- þjálfunar og menntunar og sjá til þess að starfsmenn séu eins fjölhæf- ir og framast er unnt. Tímar vinnu- afls án þekkingar eru liðnir og í staðinn þarf starfsfólk með getu til að leysa hvers kyns úrlausnarefni. Fyrirtækið þarf einnig að láta starfs- menn njóta góðs af árangrinum Laun þurfa að einhverju leyti að byggjast á ábataskiptum eða árang- urskiptum þar sem starfsmenn fá hlutdeild í árangri fyrirtækisins. Framtíðarfyrirtækið þarf að vera í stöðugri sókn til að bæta árangur sinn. Það verður að vera best á sinu sviði. HVAÐ ÞARF TIL? Mikilvægast er að fyrir hendi sé þekking sem auðveldar að byggja upp framtíðarfyrirtæki. Hér á landi stendur höfuðborgarsvæðið lang best að vígi vegna þeirrar fjöl- breytni sem þar er fyrir hendi. Margskonar fyrirtæki eru þegar með grundvöll sem hægt er að byggja á. Þar eru vísinda og rann- sóknarstofnanirnar og Háskólinn. Þaðan eru auðveldastar samgöngur og samskipti við útlönd. Höfuð- bo;garsvæðið getur tekið forystu í atvinnuuppbyggingu sem síðan get- ur breiðst út til annarra landshluta. Það er atvinnustarfseminni mikil- vægt að hafa góðar aðstæður, að hlúð sé að henni. Samskiptakerfi eins og tölvunet, greið afgreiðsla á vörum erlendis frá, jafnvægi í at- vinnu og hagstætt fjárhagslegt um- hverfi hjálpar allt til. Það sem ræður þó úrslitum er ekk- ert af þessu, heldur að sætta sig ekki við neitt minna en að okkar bestu fyrirtæki séu fremst í heimi hvert í sinni grein. Ingjaldur Hannibalsson, FORSTÖÐUMAÐUR IÐNTÆKNISTOFNUNAR ÍSLANDS FRAMTÍÐ TÆKNIVÆDDS IÐNAÐ- AR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Undanfarin ár hefur oft heyrst, að iðnaðurinn eigi að taka við því unga fólki, sem koma mun út á vinnu- markaðinn á næstu áratugum. Til að gera sér grein fyrir, hvort þessi staðhæfing eigi við rök að styðjast, er gagnlegt að kanna hver mann- aflaþróun helstu atvinnuveganna hefur orðið undanfarna áratugi. í töflu I 1963-1979 kemur í ljós, að starfsmönnum í landbúaði fækkar bæði að raungildi og hlutfallslega. Starfsmönnum í sjávarútvegi fjölg- ar um rúm 3000, en hlutur sjávarút- vegs minnkar um 2,3%. Starfs- mönnum í iðnaði fjölgar um 6000, en hlutfallslega stendur iðnaður í stað. Fiskvinnsla og byggingariðn- aður eru þarna ekki talin með til iðnaðar. í töflunni sést, að opinber- um störfum fjölgar um tæp 14 þús- und, hlutur opinberra starfa fer úr 22% í 25%. Hlutur þjónustu er svo til óbreyttur, en þar fjölgar störfum um tæp 13 þúsund. í töflu II er sýnd dreifing vinnuafls á greinar í nokkrum löndum á árunum 1955 og 1975. Þar kemur í ljós, að hlutur upplýsingamiðlunar og þjónustu hefur farið vaxandi í öllum þessum löndum á tímabilinu. Hlutur þess- ara greina er í Bandaríkjuum 65.2%, Svíþjóð 64.7% en 52.3% í Japan. Á íslandi er aðeins 50.5% vinnuaflsins starfandi við upplýs- ingamiðlun og þjónustu. Hlutur iðnaðar hefur farið minnkandi hjá öllum þessu þjóðu nema í Japan. Hlutur iðnaðar á íslandi er óeðli- lega hár miðað við hlut iðnaðar hjá öðru þróuðum þjóðum. Hlutur landbúaðar og fiskveiða hefur einn- ig farið minnkandi í öllum þessum löndum og er kominn í 3.8% í Bandaríkjunum. Þessar tölur sýna, að hlutur land- búnaðar, fiskveiða og iðnaðar er hlutfallslega meiri á íslandi en hjá flestum þróuðum þjóðum. Má segja, að hér sé um að ræða ein- kenni vanþróaðs atvinnulífs. Iðn- væddar þjóðir gera ráð fyrir, að hlutur framleiðslugreina fari stöðugt minnkandi á næstu árum, en hlutur þjónustu og upplýsinga- miðlunar muni aukast að sama skapi. Hafa komið fram spár í Bandaríkjunum þar sem gert er ráð fyrir, að hlutur framleiðslugreina verði kominn niður fyrir 5% af heildarmannafla um næstu alda- mót. Þessar þjóðir virðast ekki telja aukningu atvinnutækifæra í fram- leiðslugreinum vera forsendu bætt- ra lífskjara í framtíðinni. Enda eru lífskjör einna best íþví landi, þar sem Iægst hlutfall vinnuafls er við framleiðslustörf, þ.e. í Bandaríkj- unum. Af þessu er ljóst, að ekkert bendir til, að nauðsynleg forsenda bættra lífskjara á íslandi sé fjölgun starfa í framleiðslugreinum. Það er ljóst, að aukning verður lítil ef nokkur í landbúnaði og sjávarútvegi þannig, að ef um einhverja aukningu í fram- leiðslugreinum verður að ræða, verður það í iðnaði. Þó er ólíklegt, að hlutfallsleg aukning verði þar.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.