Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 11

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 11
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 11 Úlfur Sigurmundsson, útflutningsmiðstöð iðnaðarins ÚTFLUTNINGUR Á IÐNAÐARVÖRUM Árið 1971 þegar Útflutningsmið- stöð iðnaðarins hóf starfsemi sína voru útflytjendur iðnaðarvara 29 samkvæmt skrá Hagstofu íslands. Af þessum 29 hafa 12 hætt starf- semi, en á árinu 1983 voru útflytj- endur 71 talsins. Það er því ljóst að á síðast liðnum 12 árum hafa 54 fyrirtæki bæst í hóp útflytjenda. Af þessum 71 fyrirtækjum eru ca. 55 á höfuðborgarsvæðinu. Helstu útflutningsafurðir á árinu 1983 eru ál og álmelmi, kísilgúr, ullar- og skinnavörur, niðurlagðar sjávarafurðir og tæki til sjávarút- vegs. Útflutningur nokkurra ann- arra vöruhópa hefur aukist mikið síðustu ár,þar má nefna vikur og gjall, húsgögn, málningavörur og harðfeiti. Öll útflutningsfyrirtæki þurfa á mikilli þjónustu að halda. Gott samband við umheiminn er nauð- synlegt til að geta stundað útflutn- ing. Þess vegna verða góðar sam- göngur til vöruflutninga á sjó og í lofti að vera fyrir hendi. Segja má að frá höfuðborgargarsvæðinu séu nú fyrir hendi öruggar og áreiðan- legar samgöngur, bæði til fólks- og vöruflutninga. Ekki er síður mikilvægt fyrir út- flutningsiðnaðinn að boðskipta- miðlun sé góð. Þar gegnir póstur og sími mikilvægu hlutverki. Góður áfangi náðist þegar komið var á beinu sambandi talsíma við útlönd. Póstþjónusta er afar mikilvæg sem og telexþjónusta og aðrar hrað- gengar boðleiðir. Þau fyrirtæki sem stundað hafa útflutning í nokkrum mæli og í einhvern tíma hafa komið á fót markaðsdeildum innan fyrir- tækjanna, eða hafa starfsmenn sem þjálfaðir eru í að sinna samskiptum fyrirtækjanna við erlenda markaði. En eins og fram kom í upphafi greinarinnar eru mörg útflutnings- fyrirtæki ung að árum og stöðugt bætast nýir útflytjendur í hópinn. Mörg þessara fyrirtækja stunda út- flutning í litlu magni og hafa hvorki fjárhagslegt bolmagn né starfslið til að koma upp eigin markaðsdeild. Þá er að gera sér grein fyrir hversu þungt útflutningsskjalagerð og allt í því sambandi hvílir á fyrirtækjun- um. Nýjar tölur eru ekki fyrir hendi en síðast þegar þessi mál voru könnuð voru fleiri mannár bundin útflutningsskjalagerð en í markaðs og sölustarfssemi og er hér átt við útflutninginn í heild. Fyrir slík fyrirtæki þarf að gera átak í þjónustu. Mætti hugsa sér að kom- ið væri á fót í Reykjavík, þjónustu- miðstöðvum sameiginlegum fyrir nokkur útflutningsfyrirtæki í senn. Þar gæti verið starfsfólk sem annað- ist ýmsar útréttingar, svo sem út- vegun útflutningspappíra og útfyll- ingu þeirra og önnur störf í sam- bandi við sendingar til útlanda. Þar gæti verið deild sem annaðist boð- skiptamiðlun, svo sem telexþjón- ustu, upplýsingasöfnun bæði hér heima og erlendis og miðlun upp- lýsinga. í slíkri þjónustumiðstöð mætti vera markaðsdeiid sem sæi um að leita nýrra tækifæra fyrir ís- lenskar iðnaðarvörur og benda á nýjar leiðir til iðnaðarframleiðslu. Síðast en ekki síst þyrfti að vera fyrir hendi söludeild, þar sem væri starfsfólk sem gæti starfað beint að sölumálum fyrir íslenskar vörur. þessi leið hefur t.d. verið valin þar sem menn hafa lagt sig fram við að koma upp rafeindaiðnaði í ná- grannalöndunum. Segja má að í heild sé markaðsmál- um íslenskra fyrirtækja ábótavant. þar þarf að byrja á vöruþróuninni, þ.e. íslendingar þurfa að vinna út frá markaðinum. Hvernig vörur er

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.