Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 31

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 31
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á þessu máli ættu fyrirtæki á eft- irtöldum sviðum að hafa áhuga: í rafeindaiðnaði; hugbúnaðariðnaði; líftækniiðnaði; efnaiðnaði; fínmálmsmíði. Víða erlendis er algengt að bæjarfé- lög, í tengslum við stærri verktaka- fyrirtæki, byggi upp iðngarða, sem síðan eru leigðir út til rann- sóknastofnana og iðnaðarfyrirtækja á hagkvæmu verði. 8. ÞJÓNUSTU- OG RÁÐGJAFA- FYRIRTÆKI f vísinda- og tækniiðnaðarhverfi er nauðsynlegt að hafa fjölmörg þjón- ustufyrirtæki: Veitingahús með ráðstefnusali. Banka. Pósthús. Lögfræðiskrifstofu, t.d. með einka- leyfi og framleiðslusamninga. Endurskoðunar- og bókhaldsþjón- ustu. Tölvuteikniþjónustu. Sérstök framleiðslufyrirtæki eins og fyrir rafeindaiðnað, prentrásagerð og forplötugerð. Auglýsingaþjónustu, t.d. fyrir kynningabæklinga á erlendum tungumálum. Ferðaskrifstofu. Flutningsþjónustu fyrir inn- og út- flutning með tollafgreiðslumögu- leika. Fjölritunarþjónustu. Þá ætti að vera grudvöllur fyrir ýmis ráðgjafafyrirtæki að hafa skrif- stofur í slíku hverfi og kemur þá vel til greina að hafa sérstaka skrifstofu fyrir sjálfstætt starfandi ráðgjafa, sérstaklega þá sem stunda kennslu við Háskólann og Tækniskólann. Iðnhönnun (Industrial Design), teiknistofa, rekstrarráðgjöf, mark- aðsráðgjöf, o.fl., ættu einnig að vera á svæðinu. Þá er hugsanlegt að Félag íslenskra iðnrekenda og Ut- flutningsmiðstöð iðnaðarins vildu hafa starfsaðstöðu í þessu iðnaðar- hverfi, svo og Stjórnunarfélagið og Endurmenntunarnefnd Háskólans. 9. UMHVERFISMÁL Vandalaust er að skapa fallegt og gróðursælt umhverfi á Keldnasvæð- inu. sem gæti verið í tengslum við Náttúrufræðistofnunina. íþrótta- vellir, íþróttahús, og sundlaug ættu að vera á slíku svæði til að örva starfsfólk og nemendur til lík- amsræktar. 10. SAMGÖNGUMÁL Ef Keldnasvæðið verður byggt upp sem vísinda- og tækniiðnaðar- hverfi, þá verður að sjálfsögðu að skipuleggja samgöngur hverfisins við miðborgina með föstum áætlun- arferðum og einnig mætti nota stóra leigubíla sem væru sérstak- lega ætlaðir fyrir hverfið, og reynt væri að samnýta til ferða í miðborg- ina. 11. BOÐMIÐLUNARMÁL Mikilvægt er að vísinda- og iðnað- arhverfið verði frá upphafi skipu- lagt með tilliti til upplýsingatækni framtíðarinnar eða boðmiðlunar- tækni, eins og margir vilja nefna þessa nýju tækni. Þannig að gert verði ráð fyrir ljósleiðarakerfi og tölvupósti á rannsóknastofnunun- um. 12. SKÖPUN HUGMYNDA OG KRÖFUR UM AÐSTÖÐU OG SKIPULAGNINGU HVERFISINS Skipulagsnefnd Keldnasvæðisins fyrirhugar að efna til sérstakrar ráð- stefnu í maí 1984, til að fá nýjar og áhugaverðar hugmyndir um upp- byggingu svæðisins, svo og kröfur einstakra aðila sem áhuga hafa á að flytja að Keldum. 13. SKIPULAGNING HVERFISINS Næstkomandi haust verður líklega mögulegt að hefja nákvæma skipu- lagningu Keldnasvæðisins og verð- ur jafnvel efnt til samkeppni um heildarskipulag þess. Mikilvægt er að stuðla að sem greiðustum samskiptum milli manna og taka þá tillit til verður- fars hérlendis í því sambandi. Víðast erlendis er reynt að hafa vísinda- og tæknigarða sambyggða eftir megni. 14. FRAMKVÆMD Það fer eftir áhuga stjórnvalda, forsvarsmanna Reykjavíkurborgar, rannsóknastofnana, menntastofn- ana og atvinnulífsins hve hefja má framkvæmdir með skömmum fyrir-* vara og má benda á fjölmörg dæmi um hraða uppbyggingu slíkra vís- inda- og tækniiðnaðarhverfa er- lendis. 15. NIÐURLAGSORÐ Á tiltölulega skömmum tíma hafa Islendingar byggt upp þróað þjóð- félag með allgott menntunar- og heilbrigðiskerfi. Til að þau lífskjör sem teljast með þeim bestu sem til þekkjast megi haldast, þá er al- mennur áhugi á að efla iðnaðar- greinar framtíðarinnar. Aukinn áhugi ungs fólks á háskóla- námi og fjöldi velmenntaðra sér- fræðinga sem snúið hafa aftur til Islands erlendis frá að námi loknu, ásamt aukinni reynslu okkar á sviði stjórnunar, vöruþróunar og alþjóð- legra viðskipta gefur möguleika á að efla nokkuð hratt háþróaðan iðnað. Erlendis hefur það sýnt sig, að vís- inda- og tækniiðngarðar í tengslum við menntastofnanir efla mjög há- þróaðan iðnað. Það er því fyllsta ástæða til að kanna vandlega hvort stjórnvöld, íbúar og forsvarsmenn höfuðborgarsvæðisins vilji ekki hraða uppbyggingu öflugs vísinda- og tækniiðnaðarhverfis í þessu skyni. Á undanförnum árum hefur verið Iagt í umfangsmikla fjárfestingu hérlendis til að byggja upp þróað starfsumhverfi fyrir atvinnulífið, eins og t.d. hafnarmannvirki, vegi, flugvelli, virkjanir, stóriðjuver, brú yfir Borgarfjörð og fyrirhugaðar eru framkvæmdir eins og ný flug- stöð í Keflavík. Telja má víst, að fjárfesting opinberra aðila og at- vinnulífsins í bættu starfsumhverfi. eins og lýst er hér að framan og er nú til umræðu, ásamt bættum stjórnunaraðferðum, vöruþróunar- og markaðsaðgerðum, muni skila sér aftur í fjölgun atvinnutækifæra og útflutningi á nýjum háþróuðum iðnaðarvörum, en um leið munum við aukast að þekkingu, sem mun koma að haldi við áframhaldandi eflingu atvinnulífs í landinu. (Jón H. Magnússon, verkfrœðingur er ráðgjafi Atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar um eflingu há- þróaðs iðnaðar og ráðgjafi Háskóla íslands um eflingu tengda við at- vinnulífið).

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.