AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Qupperneq 37

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Qupperneq 37
Misstór hús og hóir brunagaflar vitna um eldri skipulög sem aldrei voru framkvœmd. Fjögur ólík þakform f sömu „skotlínunni". „Hver þjösnast sína leið af fullkomnu tillitsleysi, sem kallað er hótíðlegu móli hin ríka einstaklingshyggja íslendinga". Vönduð byggingarlist þarf ekki að vera dýr. lítið, satt er það. Við getum ekki með góðu móti framkvæmt lýtalækningu, með því að láta jarðýtur þurrka út þessa lélegu brandara í íslensku skipulagi og húsagerð. Við getum „bara reynt að gera betur næst“ sem er ef til vill hin íslenska leið. En til að það gangi betur næst er rétt að átta sig á því hvað veldur því að svo misheppnuð hverfi rísa. Öll vitum við að Islendingar búa við hvað mesta einstaklingshyggju allra þjóða (a.m.k. miðað við höfða- tölu!). Er þar fyrst að nefna að húsbyggjendur hafa flestir til að bera góðan skammt af þessari lyndiseinkunn, enda yrðu þeir varla húsbyggjendur ella. I öðru lagi er það nokkuð ljóst að arkitektar eiga velflestir góðan forða af þessum eiginleika, sem endist þeim að vísu misvel í „glímunni“ við byggingaryfirvöld, viðskiptavini og iðnaðarmenn. Auk þess koma arkitektar úr námi erlendis frá með ákveðnar skoðanir og vinnuaðferðir sem gera þá að sérvitringum í augum almennings. En hvers vegna eru afurðir arkitekta svo oftlega vanmetnar og misskildar? Ætli Hörður Agústsson hafi ekki farið nokkuð nærri um ástæðuna er hann skrifaði í Birting (árið 1960): „Það talar skýrustu máli um hve þjóðin er andvaralaus og skilningssljó á eðli byggingarlistar, að engin listasaga, stílsaga, listheimspeki, né fagurfræði er svo vitað sé kennd í nokkrum skóla á Islandi... Það er því engin furða að Islendingar standi illa að vígi, þegar þeir eiga að velja sér húsakost og híbýlabúnað. Afleiðingin er sú að hver þjösnast sína leið af fullkomnu tillitsleysi, sem kallað er á hátíðlegu máli hin ríka ein- staklingshyggja íslendinga." Meginástæða sundurgerðar í íslenskri húsagerð er sú staðreyndað margiraðilar ogmishæfir takaþáttíaðmóta hið byggða umhverfi okkar. Það er nefnilega langt frá því aðallir leiti til sérmenntaðrahúsameistara (arkitekta) til að láta hanna hús sín. Margir ráða sér aðra fagmenn í byggingar-„bransanum“, sem eru oft taldir „auðveldari“ viðfangs en þessir „með löggilda smekkinn“! Þannig telur húsbyggjandi gjarnan að hans „meðfæddi arkitekt“ fái betur notið sín skipti hann við auðveldari sérfræðing! Og trúlega er nokkuð til í því. Enda hafa arkitektar eytt fimm til tíu árum ævi sinnar í að þroska sinn „meðfædda innri arkitekt“ og tileinka sér aldagömul lögmál elstu listgrein- arinnar, sem stundum er nefnd „móðir allra lista“. Það hlýtur eitthvað að gerast á þeim tíma! Arkitektar eru ekki tilbúnir að kyngja því möglunarlaust að hús eigi bara að vera fjórir veggir og þak eða að byggingarlist felist í nógu mörgum súlum, bogum, ákveðinni gerð glugga og þakkanta eða einhverjum tískulitum. - „Að reisa hús telst til listar, efni og not hússins er sú mótstaða er listamaðurinn verður að sigra til að koma tilfinningumoghugsunumsínumáframfæri. Allt offáir gera sér grein fy rir þessum mikil vægu sannindum. Emerson kallar egoisma allt sem mótað væri án listar,“ ritaði Hörður Ágústsson listamaður og heiðursfélagi Arkitekta- félags íslands. (Birtingur árið 1960, 3. hefti.) 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.