AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 50
YALI- HÚSIN VIÐ BOSFORUS Eitt það áhugaverðasta sem ferðamenn sjá í fjarlægum löndum er byggingarlist liðinna kynslóða. Oft vita menn ekki af stórfenglegum byggingum sem leynast „hinum megin við hornið“, en stundum er líka erfitt að finna merkilegar byggingar erlendis. Y ali- húsin við Bosforus eru dæmi um slíkar byggingar sem fáir vita af, þótt þeir hafi komið til Tyrklands. Með tilkomu Ottomana hættu Tyrkir sem bjuggu í Anatoliu að lifa hirðingjalífi. Þeir tóku upp fasta bústaði, bæði inni í landi og líka við sjávarsíðuna. Þau hús sem þeir byggðu við sjó eða vötn nefndust YALI (strandhús). Mörg fallegustu hús frá þessu tímabili voru byggð við Bosforus- sundið, og þar varð þessi húsagerð að sannkallaðri list. Árið 1453 lögðu Ottomanar borgina Istambul undir sig og gerðu hana að höfuðborg sinni. Þegar ríki þeirra var orðið nægilega voldugt til þess að þeir þyrftu ekki að óttast árássir annarra ríkja fóru framámenn að byggja sér sumarhús, garða og veiðihús við Bosforus-sundið. Á þessu s væði er að finna bestu dæmi um tyrknesk timburhús frá þessum tíma. Á 18. öld kynntust Ottomanar evrópskri byggingarlist og byggingum úr steini. Vera má að þeir hafi líka verið búnir að fá sig fullsadda af tíðum eldsvoðum sem eyddu heilum 48 Teikningar: Metin Keskin og Zafer Akademir'in,

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.