AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Qupperneq 54

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Qupperneq 54
Mynd 3. Til að auka þéttleika innan núverandi byggðar er mögulegt að byggja íbúðarhúsnœði ofan á verslunar- eða þjónustuhúsnœði. Mynd 4. Þeirri stefnu sem mörkuð er í aðalskipulagi um landnotkun og þéttleika byggðar verður að fylgja eftir við deiliskipulagningu. 9) Að samvinna á milli þeirra er vinna aðalskipulagið (Borgarskipulag og Borgarverkfræðingur) og þeirra er reka almenningsvagnaþjónustuna (SVR) sé mikil og virk. 10) Að leiðakerfi almenningsvagna sé hannað samhliða því sem stefna er mörkuð um landnotkun og þéttleika byggðar. UMHVERFI FÓTGANGANDI UMFERÐAR OG NOTENDA ALMENNINGSVAGNA Hönnun borgarumhverfis sem tekur tillit til þarfa almenn- ingsvagnaþjónustu setur hinn gangandi vegfaranda í önd- vegi. Þetta er auðskiljanlegt því notandi almennings- vagnaþjónustunnar er gangandi vegfarandi áður en hann stígur upp í vagninn og eftir að hann stígur út úr vagninum. Jafnframt þvf sem gönguvegalengdir frá heimili að biðstöð og frá endastöð að vinnustað, verslun eða þjónustumega ekki vera of langar, verður umhverfi hins gangandi veg- faranda að vera notalegt. Það er ekki nægilegt að bjóða upp á tíðar ferðir almenningsvagna og öryggi þegar inn í vagninn er komið. Þjónustan verður 1 íka að vera aðgengileg, notanda þjónustunnar má ekki vera ógnað af bílaumferð á göngu sinni að biðstöðinni og hann verður að hafa skjól frá 200m Mynd 5. Við hönnun leiðakerfis almenningsvagna og skipulagningu íbúðarhverfa verður að gœta þess að gönguvegalengdir frá hverju heimili að nœstu biðstöð séu ekki meiri en 400 m. veðri og vindum meðan beðið er eftir vagninum. Umhverfið verður að vera þess eðlis að hinum gangandi vegfaranda og notanda almenningsvagnaþjónustunnar líði vel á ferð sinni um borgina. Að öðrum kosti er einkabíllinn tekinn fram yfir almenningsvagninn, hvað sem ferðatíðni eða kostnaði við þjónustuna líður. Hér að neðan eru nefnd nokkur atriði sem hafa þarf í huga við hönnun borgarumhverfis sem setur hinn gangandi vegfaranda og notanda almenningsvagnaþjónustu í öndvegi: 1) Að þeirri stefnu um landnotkun og þéttleika byggðar sem mörkuð er í aðalskipulagi (og tekur tillit til atriða 1- 10 að ofan) sé fylgt eftir í deiliskipulagi. Sjá mynd 4. 2) Að við hönnun leiðakerfis almenningsvagna og skipu- lagningu íbúðarhverfa og gatnakerfis sé þess gætt að gönguvegalengdir frá hverju heimili að næstu biðstöð verði ekki meiri en 400 m. Sjá mynd 5. Slík skilyrði er hægt að setja í deiliskipulagsskilmála. 3) Að vel sé búið að gangandi vegfarendum meðfram öllum tengi- og stofnbrautum, þó sérstaklega meðfram þeim er almenningsvagnar aka um. 4) Að við skipulagningu og hönnun borgarhluta- og hverfamiðstöðva sé sköpuð götumynd þar sem hinn gangandi vegfarandi er hafður í fyrirrúmi. Slíkar borgar- hluta- og hverfamiðstöðvar verður að þjónusta vel með almenningssamgöngum og gæta verður þess að skiptistöð almenningsvagnanna sé í miðju miðstöðvarinnar en ekki í jaðri hennar. 5) Að sköpuð sé notaleg götumynd fyrir gangandi vegfarendur þar sem byggingar snúi að götunni og séu ekki aðskildar frá henni með bílastæðum. Það sem ávinnst með þessu er betra skjól við götuna og hinn gangandi vegfarandi og notandi almenningsvagna þarf ekki að ganga yfir miklar breiður bflastæða áður en komið er að þjónustunni. Sjá mynd 6. Mögulegt er að staðsetja bfla- stæði á bak við byggingar eða á milli þeirra, í stað þess að hafa þau framan við byggingamar. Sjá mynd 7. 6) Að við þjónustu- og verslunargötur sem almennings- 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.