AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 55

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 55
Mynd 6. Eitt mikilvœgasta atriðið við hönnun „vingjarn- iegrar" götumyndar er að byggingar séu ekki aðskildar fró götunni með bílastœðum. vagnar aka um séu breiðar gangstéttar og þess gætt að skýli sé við hverja biðstöð. FRAMTÍÐ ALMENNINGSSAMGANGNA í REYKJAVÍK Breytingar á áherslum í borgarskipulagi, sem boðaðar eru í þessari grein, eru forsendur þess að hægt sé að efla almenningssamgöngur af einhverju viti í Reykjavík og á Höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðir, sem lúta að því að bæta núverandi þjónustu með því að auka ferðatíðni, lækka fargjöld, samræma og bæta leiðakerfi og auka forgang almenningsvagna í gatnakerfinu, eru að sjálfsögðu af hinu góða. Hins vegar geta slíkar aðgerðir orðið ómarkvissar í borgarumhverfi sem skipulagt hefur verið með einkabílinn í huga. Reynslan hefur sýnt að það er mjög erfitt að fá ökumenn einkabíla til að nota almenningsvagna jafnvel þó þjónustan sé bætt og fargjöld lækkuð. Slíkar aðgerðir myndu tæplega auka farþegatjölda almenningsvagna, mikið og myndu því ekki ná að sporna við einkabílismanum. Að leggja mikið fjármagn í eflingu almenningsvagna- þjónustu er þá og því aðeins raunhæft að samhliða því séu boðaðar aðgerðir um breyttar áherslur í borgarskipu- lagningu. En eru einhver merki um að áherslur séu að breytast í skipulagi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu? I fljótu bragði virðis't svo ekki vera. Þau svæði sem skipulögð hafa verið í Grafarvogi einkennast almennt af minni þéttleika og einhæfari landnotkun en er á öðrum svæðum í Reykjavík. Skipulag og hönnun á einstökum verslunar- og þjónustusvæðum á Höfuðborgarsvæðinu gefaheldurekki vonirumaðmiklarbreytingarséuígangi varðandi hönnun umhverfis fyrir hinn gangandi vegfaranda og notanda almenningsvagna. I þessu sambandi nægir að nefna versl- unar- og þjónustusvæðið í Faxafeni og skipulag miðhverfa í Kópavogsdal og Hafnarfirði. En eru slíkar áherslubreytingar sem boðaðar eru í þessari grein, raunhæfar og ásættanlegar? Er það skipulag sem við höfum í dag á Höfuðborgarsvæðinu ekki nákvæmlega það skipulag sem við viljum? Nýlegar kannanir sýna að viljierámeðalalmenningstilað dragaúrumferðeinkabíla. Með öðrum orðum, almenningur er ekki fullkomlega sáttur við núverandi skipulag. Ef sýnt er fram á að þéttari byggð og efldar almenningssamgöngur séu leiðir til að draga úr umferð einkabíla án þess að minnka velferð, verða slíkar áherslubreytingar ásættanlegri meðal almenn- ings og stjórnmálamanna. Eftir því sem byggð er þéttari og landnotkun blandaðri minnkar allur kostnaður við gatna- og veitukerfi. Sú staðreynd ætti einnig að sannfæra al- menningumgildibreytingaíborgarskipulagi.Þáerauðvelt að sýna fram á að aukið tillit til hins gangandi vegfaranda við hönnun borgarumhverfis þarf ekki að hafa aukinn kostnað í för með sér (sjá t.d. 7. mynd). Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010 er stefna borgaryfirvalda að tryggja góðar almennings- samgöngur í eldri og nýrri hverfum. Sú stefna, sem boðuð er í aðalskipulaginu um landnotkun og þéttleika byggðar, gefur hins vegar tilefni til efasemda um að borgar- yfirvöldum takist að tryggja góðar almenningssamgöngur í öllum hverfum borgarinnar í framtíðinni. Fækkun farþega með SVR á undanförnum árum og áform um lækkun framlags Reykjavíkurborgar til SVR ýta enn frekar undir þessar efasemdir. Raunhæfasta leiðin til að tryggja góðar almenningssamgöngur í öllum hverfum í framtíðinni er að breyta áherslum við skipulag nýrra hverfa hvað varðar landnotkun og þéttleika jafnframt því að auka þéttleika innan núverandi byggðar í Reykjavík. ■ Mynd 7. Mögulegt er að staðsetja bílastœðí á bak við byggingar eða á milli þeirra, í stað þess að hafa þau framan við byggingarnar. 53

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.