AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 63

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 63
 Úr Bjarnaneskirkju í Nesjum, A. Skaftafellssýslu. Hannes Kr. Davíðsson. 1957. Kjarvalsstaðir. Hannes Kr. Davíðsson. 1967. kaþólska söfnuðinn. Síðasta verk mitt er svo bygging Húsgagnahallarinnar sem nú er að komast á lokastig. Húsgagnahöllin er byggð út frá því viðhorfi, að það eina sem maður veit fyrir víst um verslunarhús er að manni er eiginlegast að hreyfa sig á láréttum fleti.“ Hannes segir aðspurður að mikil gróska hafi verið í faginu fyrr á árum. Arkitektar hafi hittst og rætt verk sín og starfsbræðra sinna og leitað eðlilegra lausna á hönnun húsa. „Það mátti yfirleitt sjá hver hafði hannað hvaða hús ólíkt því sem nú er. En nú má hins vegar oft sjá hvaða tímarit lá til grundvallar - þó ekki alltaf. En vissulega sér maður einnig góð hús nú til dags sem ekki verða heimfærð upp á tiltekin tímarit, jafnt frá eldri mönnum sem yngri.“ Hvernig var að hasla sér völl sem arkitekt og afla verkefna? „Yfirleitt held ég að verkefnin hafi komið til manna, en sumir fóru í pólitík og þá virtist sem flokkurinn skaffaði eða þá flokkssamböndin. Því þeim mun meiri fengur var í arkitekti num fy rir flokkinn sem hann hafði meira umleikis og naut meira umtals. Einnig fóru menn í ýmis félög sem sköpuðu tengsl en hvort það var beint til verkefnaöflunar veit ég ekki. Trúlega hefur það nú oft verið upp á félags- skapinn þó að oft fylgdu verkefni í kjölfarið. 61

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.