AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Qupperneq 71
búnaðar í skipi, t.d. hve oft eru send staðsetningarskeyti.
FTS kerfið er sérstakt vegna sambyggðs samskiptabúnaðar
og staðsetningareftirlits í eitt kerfi og þess að geta spannað
stærð frá nokkrum skipum til tuga þúsunda skipa. Við
hönnun FTS kerfisins er nýtt grafísk tækni sem gerir það
mun öflugra en þau kerfi sem fyrir eru á markaðinum auk
þess sem sama kerfið er hægt að keyra á bæði litlum
einkatölvum og stórum nettengdum tölvukerfum sem eru
nauðsynleg fyrir stóra notendur með dreifða vinnslu.
Ýmis hjálpartæki til veiðieftirlits eru hönnuð inn í kerfið.
Grafíski notendahlutinn byggirá valseðlum og upplýsinga-
gluggum sem birtast á skjánum.
Hægt er að kalla upp upplýsingar um ákveðið skip sem
hægt er að velja með því að benda á það á skjánum, og
birtast upplýsingar þá í sérstökum upplýsingaglugga.
Gagnagrunnurinn getur einnig geymt ljósmyndir af skipinu
sem hægt er að kalla fram.
Auðvelt er að skrá ákveðin svæði inn í gagnagrunninn, t.d.
veiðihólf sem óskað er að hafa sérstakt eftirlitmeð. Kerfið
getur síðan sjálft gefið upplýsingar um þau skip sem eru á
leið inn í slíkt hólf eða hafa komið þangað. Af hraða
skipsins má ráða í mörgum tilfellum hvort það er að
veiðunr eða ekki. Þar sem stefna og hraði skips kemur fram
í skeyti er hægt að áætla staðsetningu skips fram í tímann.
Einn af þýðingarmestu hlutun kerfisins er val á veiðiskipum
sem skoða þarf hverju sinni. Öll skip eru í upphafi skráð
í ákveðna flokka og hópa, t.d. eftir tegund, eigendum,
heimahöfn eða kvótaréttindum. Á valseðli er hægt að velja
skip eftir nafni, flokki, eða staðsetningu áákveðnu tímabili.
Sömuleiðis er hægt að láta kerfið sýna skip sem hafa verið
eða eru á ákveðnu svæði á ákveðnum tíma, t.d. innan
einhvers veiðihólfs.
Hægt er að kalla upp glugga til að skrá inn skilaboð sem
kerfið sér um að senda til ákveðinna skipa eða hóps af
skipum sem valin eru. Þar getur t.d. verið um að ræða
upplýsingar um nýstofnað lokað svæði til allra skipa sem
eru á því svæði.
Hægt er að stýra tíðni sendinga skipa á staðsetningu frá
kerfinu. Þar getur t.d. verið um að ræða skip sem staðsett
eru á viðkvæmum svæðum. Sömuleiðis er t.d. hægt að
fækka sendingum skipa sem eru í höfn.
NÝIR VIÐSKIPTAHÆTTIR MEÐ SJÁVARFANG
Gera má ráð fyrir að í upphafi þróunar verði helsti drifkraftur
þess, að Inmarsat C MES stöðvar verði settar um borð í
veiðiskip, nýting til opinbers veiðieftirlits og vegna
slysavarna. Miklir framtíðarmöguleikar eru hins vegar á
að nota fjarskiptakerfið í viðskiptum með sjávarafurðir í
framtíðinni. Stærri útgerðarfélög með skip dreifð um
heimshöfin hafa þegar eygt þessa möguleika og sýnt
Marstar kerfinu áhuga með tilliti til þess.
Þegar veiðiskip eru hins vegar komin í stöðugt og öruggt
samband við land má breyta að nokkru skipulagi í við-
skiptum með fisk sérstaklega hvað varðar ferskfisk. Með
því að selja aflann strax úti á sjó þannig að kaupandi og
veiðiskip komi sér saman um verkun og geymslu aflans
má ná fram mikilli hagræðingu og verðmætaaukningu. I
framhaldi má þá skipuleggja flutninga á mun markvissari
hátt og stytta tíma sem líður frá því fiskur er veiddur þar til
hann kemst á disk neytanda, sem þýðir ferskari fisk sem
neytendur eru reiðubúnir að borga hærra verð fyrir. Með
því að samtengja fiskmarkaði mismunandi landa má fækka
til muna milliliðum í fisksölunni og það ætti að leiða til
hærra verðs til útgerðar og lægra verðs til neytenda. Önnur
áhrif sem slík samtenging fiskmarkaða hefði í för með sér
eru að framboð yrði stöðugra þar sem slæmt veður á einu
veiðisvæði yrði vegið upp með framboði frá öðrum
svæðum. Þannig ætti þetta að leiða til stöðugra verðlags
og betri nýtingar á aukategundum.
Nokkur vandamál þarf að yfirstíga til að slíkt samtengt
sölu- og upplýsingakerfi um ferskfisk geti orðið að
raunveruleika í Evrópu.
I fyrsta lagi þarf að staðla upplýsingar um fisktegundir,
meðhöndlun og ástand aflans þannig að ekki eigi sér stað
misskilningur milli kaupenda og seljenda um hver varan
er. í öðru lagi þarf að staðla meðhöndlun afla um borð með
því að afla veiðiskipum ISO-9000 gæðavottunar. í þriðja
lagi þarf að tengja inn á slíkt samræmt sölukerfi upplýsingar
um framboð flutningafyrirtækja, tryggja greiðslumiðlun
og gera kaupendum kleift að tryggja sjávarfang í
flutningum. Öllþessi tækni ertilognotuðíöðru samhengi,
raða þarf einstökum hlutum saman og aðlaga þörfum
sjávarútvegs. Ein mikilvæg hindrun fyrir þróun samræmds
sölukerfis sem hverfur að verulegu leyti með EES eru
tollar EB á sjávarfangi.
Hér er ekki verið að ræða um hugmyndir sem liggja í
fjarlægri framtíð. Nokkur verkefni í Evrópu eru þegar í
gangi til að þróa nýja viðskiptahætti byggða á nýrri tækni,
t.d. á Spáni, Hollandi og Frakklandi. Á Norðurlöndum
hefur Fang hf. haft forgöngu um slíkt verkefni innan
ramma EUREKA áætlunarinnar undirnafninu INFOM AR
og er INMARSAT fyrirtækið m.a; þátttakandi í því verk-
efni.
Með tilliti til mikilvægis sjávarútvegs fyrir íslenskt
þjóðarbú er afar mikilvægt að Islendingar séu ekki bara
áhorfendur að slíkri þróun annars staðar og kaupi svo
þjónustu og tækni erlendis frá þegar fram líða stundir,
heldurtaki virkan þáttog hafi forustu íslíku máli. Á þessu
sviði getur verið um verulega verðmætaaukningu að ræða
á sjávarfangi auk þess að hægt væri að byggja upp ýmsa
tækni og þjónustu til hliðar sem hægt væri að flytja út og
skapa með því nýjar stoðir undir einhæft atvinnulíf. ■
69