AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 76
umhverfisáhrifum fyrir tiltekna framkvæmd úrskurðar
umhverfisráðherra að fenginni umsögn skipulagsstjóra.
A vegum umhverfisráðuneytisins er nú unnið að samningu
reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og hjá Skipulagi
ríkisins er unnið að leiðsögureglum um það hvemig standa
beri að mati og hvað og hvernig þar beri að skoða. I þeirri
vinnu er m.a lögð áhersla á að skilgreina vel hvaða þættir
það eru sem lagðir eru til grundvallar ákvörðun um það
hvort tiltekin framkvæmd hafi umtalsverð áhrif á umhverfið
eða lítil áhrif.
Áður en ráðist er í framkvæmdir sem eru háðar mati þarf
framkvæmdaraðili að senda skipulagsstjóra tilkynningu
um fyrirhugaða framkvæmd. I þeirri tilkynningu er
mikilvægt að sem haldbestar upplýsingar komi fram til að
auðvelda og flýta ákvörðun um það hvort frekara mats sé
þörf en koma fram í tilkynningunni. Áhersla verður m.a.
lögð á að eftirfarandi komi fram:
■ Lýsing á framkvæmdinni og upplýsingar um stað,
hönnun og umfang verkefnisins.
■ Upplýsingar um það hvemig fyrirhuguð framkvæmd
fellur að gildandi skipulagi.
■ Markmið með framkvæmd og samræmi við
stefnumörkun stjómvalda.
■ Lýsing á náttúrlegu umhverfi á svæðinu.
■ Lýsing á hugsanlegri umhverfisröskun og ráðstöfunum
sem gerðar verða til að forðast eða draga úr röskun.
■ Gögn sem nauðsynleg eru til að meta hvaða umhverfis-
þættir verði að líkindum fyrir röskun vegna fram-
kvæmdanna.
■ Lýsing á þeim kostum sem kannaðir vom við forhönnun
framkvæmdar.
■ Urdráttur á skiljanlegu máli.
Á gmndvelli þeirra upplýsinga sem fram koma í tilkynningu
framkvæmdaraðila fer fram svokölluð frumathugun hjá
Skipulagi ríkisins. Að henni vinna starfsmenn stofnunar-
innar með aðstoð sérfræðinga á ýmsum sviðum sem verða
tilkallaðir eftir eðli máls hverju sinni. Urdráttur úr til-
kynningu framkvæmdaraðila er birtur með auglýsingu þar
sem fram kemur tegund framkvæmdar og hvar nálgast
megi frekari gögn um málið. Samráð er haft við leyfis-
veitendur og öðrum þeim sem telja sig hagsmuna hafa að
gæta, er gefinn kostur á því að senda inn skriflegar
athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.
Leiði frumathugun í ljós, að fengnum athugasemdum, að
ekki verði um að ræða umtals verð óæskileg umhverfisáhrif
eða mótvægisaðgerðir til að draga úr óæskilegum áhrifum
taldar fullnægjandi, er gefin út tilkynning um það og hægt
að hefja framkvæmdir að fengnum tilskildum leyfum, s.s.
byggingarleyfi sveitarstjórnar og starfsleyfi Hollustu-
vemdar.
Leiði fmmathugun í ljós, að tilteknir þættir framkvæmdar
hafi umtalsverð áhrif sem ekki eru gerð skil í tilkynningu,
fer framkvæmd í mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmd-
araðila ber þá að sjá um matið samkvæmt nánari leiðsögn
embættis skipulagsstjóra og ber kostnað af því og ábyrgð
á því að fjallað sé um öll þau atriði sem krafist er.
í skýrslu framkvæmdaraðila um mat á umhverfisáhrifum
þarf að koma fram heildarmynd af umhverfisáhrifum
framkvæmdar með sérstakri áherslu á þeim þáttum sem
bent var á í frumathugun að þyrftu frekari skoðunar við.
Niðurstöður mats þurfa að vera studdar haldbærum rökum.
Koma þarf skýrt fram til hvaða ráðstafana verði gripið til
að vega á móti alvarlegri umhverfisröskun.
Að lokinni auglýsingu, samráði við leyfisveitendur og
tekinni afstöðu til athugasemda sem kunna að hafa borist
við fyrirhugaða framkvæmd úrskurðar skipulagsstjóri um
það hvort:
■ Krafa er gerð um frekari könnun einstakra þátta.
■ Fallist er á viðkomandi framkvæmd með eða án skilyrða.
■ Lagst er gegn viðkomandi framkvæmd.
Fallist framkvæmdaraðili ekki á úrskurðinn getur hann
kært hann til umhverfisráðherra.
Eins og gefur að skilja er engin reynsla komin á það
hvemig mat á umhverfisáhrifum fer fram hér á landi þótt
ýmsar tilraunir hafi verið gerðar. Á það er eftir að reyna.
Hér á landi er hins vegar fyrir hendi öll þekking sem til
þarf. Skipulag ríkisins er nú að búa sig undir þetta stóra
verkefni meðal annars með því að skoða hvernig því verði
best komið við að mat á umhverfisáhrifum verði fastur
liður í gerð skipulagsáætlana. Þá er einnig verið að ráða
tvo sérfræðinga sem munu í samvinnu við þá starfsmenn
sem fyrir eru og sérfræðinga annarra stofnana annast
umfjöllun um tilkynningar framkvæmdaaðila.
I nóvember stendur Skipulag ríkisins í samvinnu við
Endurmenntun Háskóla Islands fyrir eins dags grunnnám-
skeiði í mati á umhverfisáhrifum og seinni hluta febrúar
1994 verður fjögurra daga námskeið á vegum sömu aðila.
Til að kenna á því námskeiði höfum við m.a. fengið tvo
sérfræðinga frá Skotlandi sem hafa langa reynslu í
umhverfismati. Þegar námskeiðið verður haldið verður að
líkindum búið að setja nýjareglugerð og leiðsögureglumar
munu verða tilbúnar.
Það verður svo að koma í ljós hvemig til tekst með
framkvæmd laganna, hvort tilky nningar sem berast árlega
verði 10 eða 100 og hvemig framkvæmdaaðilar bregðast
við breyttum aðstæðum.
Starfsfólk Skipulags ríkisins mun leggja áherslu á kynn-
ingar- og fræðslustarf og reyna að koma því til skila að
markmið nýrra laga um umhverfismat er ekki að tefja eða
draga úr framkvæmdum og skapa sérfræðingum á hinum
ýmsu sviðum umhverfismála ómælda vinnu. Markmiðið
er að undirbúningurinn verði vandaður og áhrifin séð fyrir.
Til lengri tíma litið mun betri undirbúningur skila sér í
auknum framkvæmdahraða og spamaði. ■
74