AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 88
TEIKNIBORÐINU
>-
TORG I LITLA SKERJAFIRÐI
teikniborði Margrétar Þormar á Borgar-
skipulagi Reykjavíkur liggur nú hugmynd
að torgi í Litla Skerjafirði.
í skipulagi Litla Skerjafjarðar, samþykktu
1985 og 1988, er gert ráð fyrir flutningshúsum á svæði því,
þar sem áður stóð Tívolí. Vestan hverfisins er lóð Háskóla
íslands, en að austan er flugvöllurinn.
Nú hefur öllum lóðum verið úthlutað, en þær voru alls 18,
þar af 3 fyrir stærri hús. I einu þeirra, Skerplugötu 1, sem
flutt var af Tjarnargötu 11, er leikskólinn Mýri til húsa.
Önnur hús eru íbúðarhús, flest einbýlishús, sem eiga hvert
um sig sína sögu frá ýmsum stöðum í borginni.
I miðju hverfisins, við Skerplugötu, er gert ráð fyrir litlu
torgi.
86