Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Page 4

Skessuhorn - 14.12.2022, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Jólagjafir með viti Þegar þetta er skrifað eru líklega flestir landsmenn vel á veg komnir ef ekki búnir að kaupa allar jólagjafir fyrir sitt fólk. Það er samt ekki úr vegi að velta steinum nú þegar neysla á heimsvísu hefur aldrei verið meiri. Hafa ekki allir heyrt um bláa fótanuddtækið? Hafa ekki allir heyrt um Ruslaeyj- una í Kyrrahafinu? Ekki? Það er eyja í Kyrrahafinu sem er búin til úr engu nema rusli. Það er samansafn af rusli sem flýtur um sjóinn sem ein heild og er að flatarmáli þrisvar sinnum stærri en Frakkland. Getur þú gefið jólagjöf í ár sem endar ekki í ruslinu með það sama? Getur þú ef til vill gefið jóla- gjöf sem er búin til á sjálfbæran hátt eða er umbúðalaus? Gefðu eitthvað sem viðkomandi getur borðað; handgerðan brjóstsykur, sælgæti úr íslensku hráefni, handverks salt, kaldpressaða ólífuolíu, eða sultu og kex frá Stellu í næsta húsi. Gefðu eitthvað sem viðkomandi getur notað. Kerti, reykelsi, sápu. Gefðu eitthvað sem viðkomandi vill eiga og getur átt um ókomna tíð. Fallegt handverk, vandaða flík eða jafnvel steikarfat! Og hvað á að gefa þeim sem á allt? Á heimasíðu UN Women er hægt að kaupa táknrænar jólagjafir, þar sem allur ágóði rennur til verkefna UN Women sem miða að því að uppræta kynbundið ofbeldi. Bæði er hægt að kaupa húfur, vettlinga og boli merkta samtökunum en líka ýmiss konar gjafakort til að styðja við konur víðs vegar í heiminum. Þar er m.a. hægt að styrkja stúlkur í Malaví til náms, veita konum í Palestínu aðgang að sálrænni aðstoð, tryggja konum og stúlkum í Líbanon aðgang að hreinlætisvörum á borð við dömubindi, nærbuxur og sápu og koma nauðsynjum til óléttra kvenna og nýbakaðra mæðra. Kaupir þú slíkt gjafakort rennur þinn peningur beint til málefnisins og þú færð sent gjafabréf í tölvupósti sem þú getur prentað út og látið fylgja með í jóla- korti eða gjöf til þíns ástvinar. Á vefverslun Unicef, sannargjafir.is, er slíkt hið sama í boði. Þar getur þú m.a. keypt bóluefni, fótbolta, jarðhnetumauk, hlý teppi og hlýjan vetr- arfatnað fyrir bágstödd börn en í mörgum flóttamannabúðum getur orðið mjög kalt á veturna, sérstaklega fyrir þau börn sem búa í tjöldum. Þá skiptir hlýr vetrarfatnaður sköpum. Gjöfunum sem þú kaupir er dreift til barna og fjölskyldna þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest. Þú færð svo gjafa- bréf þess efnis að þú hafi styrkt málefnið og slæðir því með í pakkann til vinar, sonar, dóttur, foreldra og þar fram eftir götunum. Slík gjafakort er einnig finna á vefsíðu Barnaheilla. Viljir þú heldur gefa ástvini áþreifanlega gjöf get ég til að mynda bent þér á vefverslun Krabbameinsfélags Íslands. Kaffi, eldhúsáhöld, eldvarnartæki, endurskinsmerki, kerti, veggspjöld, vandaðar gjafavörur og bækur. Allur ágóði af sölu í vefverslun rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Verum meðvituð um hvað við kaupum, við hverja við verslum og hvert peningarnir fara, þeir eru verðmæti. Hjálpumst að við að minnka það rusl sem til fellur á hverju ári og verum ábyrgir neytendur allt árið um kring, líka um jólin. Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir Lögreglunni á Vesturlandi barst útkall vegna bílslyss klukkan 15:43 síðastliðinn fimmtudag. Þá höfðu lent saman fólksbíll og vörubif- reið á Akrafjallsvegi neðan við bæinn Vestri-Reyni. Fjölmennt lið björgunarfólks var sent á vettvang en talið var í fyrstu að um alvar- legt slys væri að ræða. Betur fór þó en á horfðist. Að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðar- yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Vesturlandi, rákust saman fólks- bíll og vörubíll úr gagnstæðri átt. Einungis ökumenn voru í bílunum og hlutu þeir minniháttar meiðsli, gengu sjálfir út úr sínum bílum og inn í sjúkrabifreið. Þeir voru fluttir á bráðamóttökuna á Heilbrigðis- stofnun Vesturlands á Akranesi til aðhlynningar. Slökkvilið Akraness hreins- aði vettvanginn en fólksbíllinn var með öllu óökufær eftir áreksturinn. Rannsóknadeild Lögreglunnar á Vesturlandi mætti á staðinn. Vett- vangurinn var myndaður og er málið til rannsóknar. gbþ Heilbrigðisráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um heilbrigðis- starfsmenn. Með frumvarpinu er lögð til undanþága frá almennri reglu um 70 ára hámarksaldur ríkisstarfs- manna þannig að heilbrigðisstarfs- fólki sem vinnur við klínísk störf verði kleift að starfa til 75 ára aldurs á grundvelli ráðningarsamnings. Horft er til þess að með sveigjan- legum starfslokum og bættum réttindum þeim tengdum kjósi fleiri að starfa við heilbrigðisþjónustu eftir sjötugt en að óbreyttu. Frum- varpið er til þess fallið að stuðla að bættri mönnun heilbrigðis- þjónustunnar þannig að kraftar þeirra sem vilja og hafa heilsu til fái sín notið. Bætt mönnun getur aukið gæði heilbrigðisþjónustunnar og þar með öryggi sjúklinga. Samkvæmt gildandi lögum er heilbrigðisstofnunum ríkisins skylt að segja starfsfólki sínu upp störfum við 70 ára aldur. Kjósi viðkomandi að starfa áfram er það einungis mögulegt á grundvelli tímavinnu- samnings eða verktaka samnings. Með breytingunni verður unnt að bjóða sanngjörn kjör með ráðningar samningi og réttarstaða viðkomandi verður betri. Frestur til að skila umsögnum um frumvarpsdrögin er til 6. jan- úar 2023 mm Íbúar á Vesturlandi voru 17.497 þann 1. desember síðastliðinn, en það er sú dagsetning sem oft er miðað við í hagtölum. Fjölgun á árinu jafngildir 0,6% í landshlut- anum. Íbúum hefur á liðnu ári fjölgað hlutfallslega mest á Vestur- landi í Hvalfjarðarsveit, Eyja- og Miklaholtshreppi og í Borgar- byggð. Á Akranesi má vænta þess að íbúatalan sé við það að detta í átta þúsund, en íbúar voru 7.987 um mánaðamótin síðustu. Íbúum hefur fjölgað í öllum sveitarfélögum á árinu utan Skorradalshrepps og Dalabyggðar þar sem lítilsháttar fækkun varð á sl. tólf mánuðum. Íbúafjöldinn á Vesturlandi 1. desember 2022 Akraneskaupstaður, 7.987 Skorradalshreppur, 58 Hvalfjarðarsveit, 754 Borgarbyggð, 4.072 Grundarfjarðarbær, 864 Eyja- og Miklaholtshreppur, 113 Snæfellsbær, 1.684 Stykkishólmsbær og Helgafells- sveit, 1.308 Dalabyggð, 657. mm Báðir ökumenn gengu út úr sínum bílum Frá vettvangi slyssins í rökkurskiptunum sl. fimmtudag. Ljósm. mm Frumvarp um hækkun starfslokaaldurs heilbrigðisstarfsfólks Íbúum hefur fjölgað á árinu Íbúar á Akranesi eru nú að verða átta þúsund.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.