Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Page 12

Skessuhorn - 14.12.2022, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 202212 Samkvæmt þeim lögum sem taka gildi um áramót er varða flokkun sorps við heimili á Íslandi þarf að flokka sorp í fjóra flokka og skulu vera ílát fyrir hvern flokk við öll heimili. Bæjarstjórn Akraness hefur sent frá sér tilkynningu um ákvörðun sína í þeim efnum. Þar segir að það fyrirkomulag sem hafi fengið mestan meðbyr samanstandi af fjórum tunnum, þ.e. einni tunnu fyrir hvern flokk. Í dag eru við hvert heimili á Akranesi tvær 240 lítra tunnur og segir í tilkynn- ingunni að þær verði áfram og skuli flokka í þær annars vegar plast og hins vegar pappa/pappír. Við flór- una munu svo bætast tvær 140 lítra tunnur, önnur fyrir lífrænan úrgang og hin fyrir almennt heimilissorp. Þá segir að stefnt sé að því að tæma 140 lítra tunnurnar á tveggja vikna fresti en hinar stærri verði tæmdar á fjögurra og sex vikna fresti. Við fjölbýlishús verður notast við 240 lítra tunnur fyrir lífrænan úrgang og sitthvert 660 lítra karið undir hina flokkana þrjá. Þessar breytingar taka að öllum líkindum gildi í ágúst 2023, segir jafnframt í tilkynningu. Þá er stefnt að því að koma upp a.m.k. þremur grenndarstöðvum í bænum sem verða opnar almenn- ingi og taka á móti pappa/pappír, plasti, málmum, gleri og textíl. gbþ Seinni part síðasta miðvikudags var vígsla á nýjum köldum potti í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Hrönn Ríkharðsdóttir formaður ÍA ávörpuðu viðstadda og síðan klipptu þau á borðann ásamt þeim Líf Lárusdóttur, Jónínu Mar- gréti Sigmundsdóttur og Ragnari Baldvini Sæmundssyni úr bæjar- stjórn Akraneskaupstaðar. Nýi potturinn kemur í staðinn fyrir fiskikar sem hefur verið notað sem kaldur pottur í mörg ár en hita- stigið í nýja pottinum verður á bil- inu fjórar til sex gráður. Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, Jón Arnar Sverrisson, garðyrkju- stjóri Akraness og Bryndís Ólöf Guðjónsdóttir, frá Sjóbaðsfélagi Akraness, fengu þann heiður að fara fyrst ofan í pottinn og fóru létt með. Undirbúningur verksins hófst árið 2021 og framkvæmdir hófust vorið 2022. Heildarkostnaður er um 18 milljónir. Hönnuðir eru Basalt arkitektar sem hönnuðu einnig heitu pottana og vaðlaugina í Jaðarsbakkalaug, Liska sá um lýsingarhönnun og Mannvit um verkfræðihönnun. Hörður Kári Jóhannesson sá um verkefnastjórn og eftirlit ásamt starfsmönnum Akraneskaupstaðar. Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar sá um jarðvinnu og uppsteypu, sami verktaki og var með heitu pottana í lauginni. Um er að ræða flókna mótavinnu og voru mótin smíðuð á verkstæðinu og flutt á staðinn. Þá þurfti á meðan á fram- kvæmdum stóð að byggja skýli yfir pottinn til að hafa rétt hitastig við flísalögnina. Pípó sá um lagnir og Vogir og lagnir sáu um raflagnir, Viðar Svavars son múrarameistari sá um flísalögn og Steðji smíðaði handriðið á hinum nýja potti. vaks Mánudaginn 5. desember var haldinn íbúafundur á Amts- bókasafninu í Stykkishólmi. Þar voru meðal annars kynntar umfangsmiklar lagabreytingar sem Alþingi samþykkti í júní 2021 um flokkun og endurvinnslu sorps, hollustuhætti, mengunarvarnir, úrvinnslugjald og fleira. Þessar breytingar koma flestar til fram- kvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs. Forsvarsmenn Íslenska gáma- félagsins mættu til íbúafundarins og kynntu þær breytingar sem fyrir höndum eru. Breytingarnar fela m.a. í sér að heimilum verður skylt að flokka í fjóra flokka en ekki þrjá eins og gert hefur verið í Hólminum undanfarin ár. Flokkarnir fjórir sem verða við heimilin eru pappi og pappír, plast, almennur úrgangur og svo lífrænn úrgangur. Flokk- unum fylgja samræmdar merkingar FENÚR sem munu gilda fyrir alla flokkun á Íslandi, allar tunnur fá því nýjar límmiðamerkingar. Græna tunnan hefur hingað til leikið marga grátt þar sem hún vill fyllast fljótt þar sem íbúar standa sig vel í flokkun. Fjórða tunnan er því fýsi- legur kostur þar sem íbúar geta þá flokkað í tvær tunnur það sem áður fór í eina græna. Fjórða tunnan bætist við Nýrri tunnu verður dreift í þessari viku en hún er ætluð undir plast. Hlutverk grænu tunnunnar breyt- ist því og í hana fer aðeins pappír og pappi. Íbúar geta einnig átt von á dreifibréfi þar sem skýrt verður frá þessari breytingu og farið yfir flokkunarleiðbeiningar. Íbúum á litlum heimilum sem ekki hugn- ast að hafa fjórar tunnur geta óskað eftir tvískiptri tunnu fyrir plast og pappa með því að hafa samband við Ráðhús sveitarfélagsins.Tvískipta tunnan er þó dýrari kostur og með henni gefst minna pláss til flokk- unar. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að með því að flokka pappa og plast í sitt hvora tunnuna næst betri flokkun en með tvískiptri tunnu þar sem hætt er við því að flokkarnir blandist saman. Umhverfisvænni og hagkvæmasti kosturinn er því að taka inn fjórðu tunnuna en með henni hafa íbúar einnig meira pláss til flokkunar. Innleiðing fjórðu tunnunnar er besta leiðin til að halda úrgangs- og efnisstraumum hreinum og lágmarka smit á milli flokka og skapa þannig hreinni og verðmætari efnisstrauma til endur- vinnslu. Fyrirkomulagið kemur jafnframt til með að skapa sveigjan- leika fyrir íbúa og hagkvæmni og með lægri álögum til skemmri og lengri tíma. Á íbúafundinum sköp- uðust jákvæðar umræður og var ekki annað að heyra en íbúar tækju breytingum á flokkun og endur- vinnslu vel. Nýjar grenndarstöðvar verða einnig settar upp í sveitarfélaginu. Þar geta íbúar losað sig við málma, gler og textíl. Grenndarstöðvarnar eru í smíðum og verða settar upp á næsta ári, en á meðan fara málmar og gler í Snoppu og textíl í gám Rauða krossins hjá B. Sturluson. Á fundinum var greint frá því að til stæði að innleiða breytingar og hefja notkun á fjórðu tunnunni 1. janúar 2023. Að loknum umræðum við íbúa var hins vegar ákveðið að flýta því til 21. desember nk. en þá verður græna tunnan tæmd næst. Fyrir þann tíma verða starfsmenn Íslenska gámafélagsins búnir að bæta fjórðu tunnunni við hjá íbúum. Eftir að græna tunnan verður tæmd 21. desember geta íbúar þá strax hafist handa við að flokka í fjórar tunnur. Þ.e. í stað þess að setja plast og pappa saman í tunnu fer plast í aðra og pappi í hina. Íbúar ættu því að hafa nóg pláss til að flokka plast og pappa eftir jólin. Stykkishólmsbær og Helgafells- sveit ætla því að þjófstarta inn- leiðingu hringrásarhagkerfis og byrja 21. desember nk. en ekki 1. janúar 2023 eins lög gera ráð fyrir. mm Þjófstarta innleiðingu hringrásarhagkerfis Jón Þórir Frantsson forstjóri Íslenska gámafélagsins, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir forseti sveitarstjórnar og Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri. Ljósm. jse Fjórar sorptunnur verða við hvert heimili á Akranesi Nýr kaldur pottur tekinn í notkun á Jaðarsbökkum Sævar Freyr, Hrönn, Líf, Margrét og Ragnar klippa kankvís á borðann. Ljósm. vaks Nýi kaldi potturinn á Jaðarsbökkum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.