Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Síða 27

Skessuhorn - 14.12.2022, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2022 27 Kynningarfundur um nýjan kjarasamning sem undirritaður var þann 3.desember sl. verður haldinn í Gamla Kaupfélaginu, fimmtudaginn 15. desember kl 17:00 Við hvetjum alla þá félagsmenn sem starfa eftir almenna samningnum á milli SGS og SA að mæta og kynna sér samninginn. Kosning um nýjan samning verður rafræn frá 9.-19. desember á www.vlfa.is Allar upplýsingar um nýjan samning er hægt að nálgast á heimasíðunni okkar: www.vlfa.is. Undanfarnar vikur hafa verið í gangi endurbætur á húsnæði Olís við brúarsporðinn í Borgarnesi. Veitingasalurinn hefur fengið nýtt útlit og stækkaður. Fleiri breytingar hafa einnig verið gerðar. Veitinga- staðurinn Lemon míní hóf starf- semi á Olísstöðinni síðastliðið sumar. Þá hefur nýr verslunarstjóri tekið til starfa; Borgnesingurinn Edda Fanney Guðjónsdóttir tók við starfinu í byrjun október en hún er nýflutt aftur á heimaslóðir. „Ég flutti aftur heim í Borgarnes síðastliðið sumar en ég er búin að starfa sem verslunarstjóri í Reykja- vík undanfarin ár og kláraði m.a. viðskiptafræði á Bifröst árið 2016. Við höfum staðið í endurbótum á húsnæði okkar hér á Olís en mat- salurinn hefur verið stækkaður og fengið nýtt og skemmtilegt útlit en við höfum einnig frískað vel upp á heildarútlit þjónustustöðvar- innar. Ný viðbót er síðan Lemon míní en þar bjóðum við upp á hollari valkosti fyrir viðskiptavini okkar. Lemon míní er aðeins minni útgáfa af Lemon en þar eru í boði fjórar vinsælustu tegundirnar af samlokum og djúsum frá Lemon. Á móti eru svo safaríkir hamborgarar frá Grill 66 eins og margir þekkja, en við erum t.d. með ljúffengan hreindýraborgara í boði í desember sem er jólarétturinn í ár, hér fá allir eitthvað við sitt hæfi,“ segir Edda Fanney og býður gamla og nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. sþ Níu tonn af hlýju frá Íslandi voru um borð í kanadískri herflutninga- vél sem flaug frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Úkraínu á mánudaginn. Um að ræða vetrarútbúnað fyrir varnarsveitir Úkraínu og almenn- ing sem er annars vegar afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendinga og hins vegar kaup utanríkisráðu- neytisins á margvíslegum vetrar- búnaði. Utanríkisráðuneytið auglýsti fyrr í haust eftir vetrarútbúnaði fyrir varnarsveitir Úkraínu. Gengið hefur verið frá kaupum á skjólfatn- aði og skóm frá Fjallakofanum, 66°N og Dynjanda fyrir tæpar 50 milljónir króna en raunvirði varningsins er um 140 milljónir. Þessi búnaður, auk sjúkragagna sem íslenskur aðili hefur gefið, var fluttur með kanadískri. Í farm- inum voru auk þess rúmlega 3.500 pör af lopasokkum sem íslenskur almenningur hefur prjónað fyrir Úkraínu í tengslum við verkefnið Sendum hlýju og aðrar ullarflíkur sem íslenskt og úkraínskt prjóna- fólk hefur ýmist prjónað eða gefið á svonefndum hannyrðahittingum. „Þungur hrammur vetrarins fær- ist nú hægt og bítandi yfir Úkra- ínu og eins og við höfum séð beita rússnesku innrásaröflin honum sem vopni í yfirstandandi átökum. Sem herlaus þjóð getur Ísland eðli máls samkvæmt ekki lagt úkraínskum varnarsveitum til hergögn en við getum hins vegar sent þeim hlýjan skjólfatnað, sem er ekki síður nauðsynlegur á ísköldum vígvell- inum en hefðbundin vopn,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir utanríkisráðherra af þessu tilefni. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar pakkaði varningnum um helgina og setti á bretti sem var síðan staflað um borð í kanadísku herflutninga vélina á öryggissvæðinu á Keflavíkurflug- velli. Auk utanríkisráðherra fylgd- ust fulltrúar Sendum hlýju og hannyrðahittingsins og Jeannette Menzies, sendiherra Kanada á Íslandi með því sem fram fór. „Það er rík ástæða til að þakka öllum þeim sem eiga þátt í að við sendum alla þessa hlýju til Úkraínu í dag. Þar vil ég nefna fyrirtækin sem við höfum átt í góðu sam- starfi við, Landhelgisgæsluna sem hefur annast umsýslu og kanadíska flugherinn sem flytur varninginn á áfangastað. Og síðast en ekki síst á hannyrða- og prjónafólk á Íslandi sérstakar þakkir skildar fyrir að sýna sinn hlýhug í verki með svo áþreifanlegum hætti,“ segir Þór- dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mm Níu tonn af hlýjum vetrarfatnaði fyrir varnarsveitir Frá öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn mánudag. Endurbætur gerðar á Olís í Borgarnesi Edda Fanney Guðjónsdóttir, nýr verslunarstjóri á Olís Borgarnesi. Veitingasalur Olís í Borgarnesi hefur fengið nýtt útlit. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Jólablað Skessuhorns 2022 Jólablað Skessuhorns kemur út þriðjudaginn 20. desember. Það verður jafnframt síðasta blað ársins. Sem fyrr verður það stútfullt af spennandi efni Auglýsingapantanir þurfa að berast í allra síðasta lagi fyrir kl. 14 föstudaginn 16. desember, í síma 433-5500 eða á netfangið auglysingar@skessuhorn.is www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.