Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Page 31

Skessuhorn - 14.12.2022, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2022 31 Hamar og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik sl. fimmtu- dagskvöld og fór leikurinn fram í Hveragerði. ÍA byrjaði betur í leiknum og komst í 2:8 en þegar leið á fyrsta leikhluta voru heima- menn komnir með tíu stiga for- ystu, 26:16, og við lok hans var staðan svipuð, 32:24 fyrir Hamar. Um miðjan annan leikhluta var for- skot Hamars komið í 14 stig, staðan 50:36 og útlitið ekki gott fyrir gestina. En ÍA náði síðan í fram- haldinu mjög góðum kafla þar sem þeir skoruðu 17 stig gegn aðeins sex stigum Hamarsmanna og munur- inn aðeins þrjú stig þegar flautað var til hálfleiks, 56:53 Hamar í vil. ÍA byrjaði af krafti í þriðja leik- hluta og skoraði fyrstu níu stigin en þegar rúmar fimm mínútur voru liðnar var Hamar kominn með for- ystuna á ný, 70:67. Þeir juku síðan enn meira við forskotið fram að lokum leikhlutans og voru komnir í vænlega stöðu við flautið, 83:71. Í fjórða og síðasta leikhluta gáfu þeir gestunum engin grið, bættu við forystuna jafnt og þétt og uppskáru að lokum öruggan sigur, lokatölur 108:84 Hamarsmönnum í vil. Stigahæstur hjá ÍA var Jalen Dupree með 17 stig og þeir Marko Jurica og Gabriel Adersteg voru með 16 stig hvor. Hjá Hamar var Jose Aldana með 26 stig, Elías Bjarki Pálsson með 20 stig og Ragnar Nathanaelsson var með 17 stig og 17 fráköst. Næsti leikur ÍA er á móti Selfossi næsta föstudagskvöld í íþróttahús- inu við Vesturgötu og hefst klukkan 19.15. Síðan fer deildin í jólafrí og hefst á nýju ári föstudaginn 6. jan- úar. vaks Stjarnan og Skallagrímur mætt- ust í 8-liða úrslitum VÍS bikars karla í körfuknattleik sl. sunnudag og var leikurinn í Umhyggjuhöll- inni í Garðabæ. Fyrstu deildar lið Skallagríms kom úrvalsdeildarliði Stjörnunnar vel á óvart í fyrstu leik- hluta því í stöðunni 9:10 eftir sex mínútna leik skoraði Skallagrímur 15 stig gegn aðeins sjö stigum heimamanna og staðan 16:25 Sköll- unum í hag. Eftir fjórar mínútur í öðrum leikhluta var staðan eins, Skallagrímur með níu stiga forskot og í góðum málum, 25:34. En innan þriggja mínútna hafði Stjarnan jafnað metin, 37:37. Skallagrímur setti þá niður sex stig í röð áður en Stjarnan gerði svo hið sama og enn jafnt. Skallagrímur átti hins vegar síðasta orðið fyrir hálfleik og leiddi með fjórum stigum, hálfleikstölur 43:47 fyrir Skallagrími. Skallagrímur gaf ekkert eftir í þriðja leikhluta og náði tíu stiga forystu þegar rúmar fimm mínútur voru liðnar, 51:61. Stjarnan var ekki á því að missa gestina lengra frá sér og náði að jafna metin fyrir síð- asta fjórðunginn, staðan 69:69 og allt á suðupunkti. Í fjórða leikhluta byrjaði Stjarnan betur og skoraði fyrstu sjö stigin en Skallagrímur svaraði strax með tveimur þriggja stiga skotum. Eftir fimm mín- útna leik var Stjarnan komin með sex stiga forystu, 84:78, og leiddi með tíu stigum á lokamínútu leiks- ins. Í stöðunni 96:92 þegar um hálf mínúta var eftir hitti Keith Jordan Jr. leikmaður Skallagríms ekki úr þriggja stiga skoti sínu og í kjöl- farið var brotið á Adama Darbo sem tryggði sigurinn á vítalínunni, lokastaðan 98:92 fyrir Stjörnuna og bikardraumur Skallagríms úr sögunni á þessu tímabili. Keith Jordan Jr. var stigahæstur hjá Skallagrími með 30 stig og 12 fráköst, Milorad Sedlarevic var með 21 stig og Björgvin Hafþór Ríkharðsson með 16 stig og 11 frá- köst. Hjá Stjörnunni var Robert Turner með 29 stig, Julius Jucikas með 26 stig og þeir Adama Darbo og Júlíus Orri Ágústsson með 12 stig hvor. vaks Ármann og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik sl. miðvikudag og fór viðureignin fram í Kennaraháskólanum í Reykjavík. Leikurinn fór rólega af stað og eftir rúmar fjórar mínútur var staðan 5:9 fyrir Snæfelli. Þá skelltu Snæ- fellskonur í lás fram að lokum fyrsta leikhluta, skoruðu níu stig gegn engu frá Ármanni og staðan 5:18. Í öðrum leikhluta skoruðu heima- konur fyrstu fimm stigin en Snæfell svaraði þá með tíu stigum án svars frá Ármanni og staðan 10:28 fyrir Snæfell eftir tæplega þriggja mín- útna leik. Fram að hálfleik breyttist staðan ekki mikið og munurinn var 19 stig þegar klukkan lét vita af sér, hálfleikstölur 23:42 Snæfelli í hag. Í þriðja leikhluta skoraði Ármann sín fyrstu stig ekki fyrr en eftir tæpan níu mínútna leik á meðan Snæfell skoraði hverja körfuna á fætur annarri og gerði út um leik- inn, staðan 29:63. Í fjórða leikhluta var þetta einungis spurning hve sigurinn yrði stór, Snæfell gat leyft sér að hvíla lykilmenn og lokatölur 46:83 Snæfelli í vil. Cheah Rael Whitsitt var atkvæðamest hjá Snæfelli með 20 stig og 24 fráköst, Minea Takala var með 19 stig og Preslava Koleva með 12 stig. Hjá Ármanni var Hildur Ýr Káradóttir með 14 stig og 12 frá- köst, Ingunn Erla Bjarnadóttir með 6 stig og Telma Lind Bjarkadóttir með 5 stig. Nú er deildin komin í jólafrí og fyrsti leikur Snæfells eftir áramót verður á móti liði Hamars/Þórs laugardaginn 7. janúar í Hvera- gerði og hefst klukkan 17. vaks Það var ljóst síðasta laugardag að fyrstu deildar lið Snæfells er komið í undanúrslit annað árið í röð í VÍS bikar kvenna í körfuknattleik eftir sigur á úrvalsdeildarliði Fjölnis í 8-liða úrslitunum. Það sást strax í leiknum að Snæfellskonur báru enga virðingu fyrir Fjölniskonum þó þær væru einni deild ofar því Snæfell skoruðu fyrstu tíu stigin í leiknum áður en heimakonur náðu að svara fyrir sig. Fjölnir náði síðan að minnka muninn í þrjú stig eftir rúman sex mínútna leik, 12:15, en gestirnir gáfu bara aftur í og skor- uðu næstu ellefu stig án nokkurs svars frá Fjölni fram að lokum fyrsta leikhluta, staðan 12:26 Snæfelli í vil. Í öðrum leikhluta náði Fjölnir aftur að saxa á forskot Snæfells og munurinn aðeins eitt stig um rúman miðjan leikhlutann, 34:35. En þá skellti Snæfell enn á ný í lás í vörn- inni, skoraði 14 stig gegn aðeins fimm stigum frá Fjölni og leiddi með tíu stigum í hálfleik, 39:49. Fjölniskonur voru ekkert á því að gefast upp en voru að elta nánast allan þriðja leikhlutann og komust ekki nálægt Snæfelli að neinu ráði fyrr en undir lokin þegar þær náðu að minnka muninn í fimm stig, staðan 62:67 fyrir Snæfelli og allt útlit fyrir æsispennandi baráttu síð- asta fjórðung leiksins. En Snæfell sá til þess innan tveggja mínútna í fjórða leikhluta að sú varð alls ekki raunin og kunnugleg yfir tíu stig í röð litu dagsins ljós hjá Snæfelli í þriðja sinn í leiknum, staðan 62:77. Í þetta skiptið náði Fjölnir ekki að koma til baka heldur jók Snæfell við forskotið fram að leikslokum og lokastaðan afar öruggur og glæsi- legur sigur Snæfells, 77:92. Cheah Rael Whitsitt var frábær í liði Snæfells með 28 stig, 14 frá- köst og 9 stoðsendingar, Preslava Koleva var með 17 stig og 14 frá- köst, Adda Sigríður Ásmunds- dóttir var með 16 stig og 5 frá- köst og fyrirliðinn Rebekka Rán Karlsdóttir með 13 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Fjölni var Taylor Jones með 31 stig, Borgnes- ingurinn Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir með 17 stig og 11 fráköst og Heiður Karlsdóttir með 13 stig. Undanúrslitin í VÍS bikar kvenna verða leikin þriðjudaginn 10. janúar á næsta ári. Þar verða toppliðin tvö úr fyrstu deild, Snæfell og Stjarnan og tvö lið úr efstu deild, Subway deildinni, en það eru lið Keflavíkur og Hauka sem eru einnig í tveimur fyrstu sætunum þar. vaks Snæfell er komið í undanúrslit VÍS bikarsins. Ljósm. sá Snæfell komið í undanúrslit í VÍS bikar kvenna Skallagrímur úr leik í VÍS bikar karla eftir naumt tap gegn Stjörnunni Skallagrímur er úr leik í VÍS bikarnum þetta árið. Ljósm. glh Snæfell fór létt með Ármann Það gengur vel hjá Rebekku Rán og stöllum hennar í Snæfelli þessa dagana. Ljósm. af FB síðu Snæfells Skagamenn með tap á móti Hamri Skagamenn urðu að sætta sig við tap á móti Hamri. Ljósm. glh

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.