Skessuhorn - 29.03.2023, Síða 7

Skessuhorn - 29.03.2023, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2023 7 Viltu senda inn: ➢ Málað/teiknað myndefni o náttúra, fólk, annað? ➢ Ljósmyndir o t.d. dýr, hús eða uppáhalds-staðurinn þinn í heimabyggð? ➢ Ljóð o má líka myndskreyta með litlum myndum? ➢ Örsögur o birtar með mynd af höfundi sem þarf að senda með? ➢ Teiknimyndasögur o stuttar t.d. 3 myndir í röð? ➢ Annað efni sem á erindi í barnablað? OK Barnamenningarhátíð 2023 Kall eftir fjölbreyttu efni í barnablað Skessuhorns í tilefni hátíðarinnar ÞETTA VERÐUR OK Síðastliðinn miðvikudag, 22. mars, var alþjóðlegur dagur vatnsins sem ætlaður er til að minna okkur á mikilvægi vatns fyrir okkur og allt líf á jörðinni. Vatn er lífsnauðsyn­ legt öllum og flestir kannast einnig við róandi og heilandi áhrif þess að sitja á lækjarbakka eða við strönd og fylgjast með hreyfingum vatns­ ins og hlusta á árniðinn, öldugjálfur eða brimhljóð. Á degi vatnsins sem og aðra daga er vel við hæfi að fá sér göngutúr meðfram á, vatni eða ströndinni sem er í mestu uppá­ haldi hjá hverjum og einum. Setjast niður í rólegheitunum og velta fyrir sér þeim undrum sem búa undir yfirborðinu, og lífverunum sem þar hafa aðlagast aðstæðum, jafnvel í þúsundir ára. Vatnið er alla daga til umfjöllunar hjá Hafrannsóknastofnun. Á vef stofnunarinnar sagði á miðviku­ daginn að þegar tvö vetnisatóm og eitt súrefnisatóm tengjast saman myndast sameindin H2O, sem við í daglegu tali þekkjum sem vatn. Einföld sameind, en án efa sú mikil vægasta af þeim öllum. „Vatn er undirstaða lífsins en um 70% af yfirborði jarðarinnar er hulið vatni og lang stærsti hluti þess er sjór. Afgangurinn er fersk­ vatn í stöðuvötnum, ám, jöklum og íshellum heimskautanna. Allar lífverur jarðar, frá smæstu bakter­ íum til stærstu hvala, þurfa vatn til að lifa. Um 70% af þyngd manns­ líkamans er vatn og án vatns getum við aðeins lifað í um þrjá daga. Þrátt fyrir mikilvægi vatns fyrir allt líf, höfum við umgengist það af talsverðu virðingarleysi. Yfir millj­ arður jarðarbúa hefur ekki aðgang að hreinu vatni og tæplega 3 millj­ arðar búa við vatnsskort. Talið er að árið 2025 muni 3,5 millj­ arðar manna búa við vatnsskort og ástæðan er að stórum hluta vegna þess að mengun hefur gert vatn ódrykkjarhæft. Við erum rík af vatni Ísland er auðugt af vatni og oft þykir okkur nóg um þegar styttir ekki upp svo dögum skiptir! En það minnkar ekki mikilvægi þess að vernda vatnsauðlindina okkar því hún er viðkvæm fyrir mengun og hverskyns röskun. Settar hafa verið fram ýmsar reglur um hvernig á að umgangast vatnsauðlindina og nýverið voru sett lög á Íslandi (nr. 36/2011) sem hafa það markmið að vernda ferskvatn og strandsjó og vistkerfi sem í þeim þrífast. Í lögunum er auk þess kveðið á um að bæta skuli ástand vatns þar sem þess er þörf. Gerð hafa verið viðmið til að meta hvort ástand ferskvatns og strandsjávar uppfylli markmið laganna og hefur Haf­ rannsóknastofnun komið að þeirri vinnu ásamt Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun. Umhverfisþættir, svo sem hitastig, pH og efnasamsetning vatns, hafa mikil áhrif á þróun líf­ ríkis í vatni og er lífríkið góður mælikvarði á gæði vatns. Sumar líf­ verur eru þolnar fyrir mengun en aðrar mjög viðkvæmar og hverfa um leið og ástandi vatns hrakar. Rannsóknir á tegundum vatnalíf­ vera og hlutföllum viðkvæmra og þolinna tegunda geta gefið dýr­ mætar upplýsingar um ástand vatns.“ mm Aðalfundur Félags Sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði fór fram í sal fjárhúsanna á Hesti miðviku­ daginn 15. mars. Einn af há­ punktum fundarins var afhending Framfaraskjaldarins sem í þetta sinn kom í hlut bændanna í Bakka­ koti í Stafholtstungum, þeim Kristínu Kristjánsdóttur og Sindra Sigurgeirssyni. Á fundinum flutti Unnsteinn Snorri Snorrason, sérfærðingur Bændasamtakanna, erindi um horfur í sauðfjárbúskap auk þess að hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram. sþ Hlutu verðlaun fyrir framfarir í sauðfjárrækt Alþjóðadagur vatnsins Við Brynjudalsá í Hvalfirði. Við Úlfsvatnsá á Arnarvatnsheiði. Vatnsból Akurnesinga í Berjadalsá við rætur Akrafjalls.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.