Skessuhorn - 29.03.2023, Qupperneq 8

Skessuhorn - 29.03.2023, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 20238 Eldur í sinu HVALFJ.SV: Hringt var í Neyðarlínuna á sunnu­ dagskvöldið og tilkynnt um gróður elda við Akrafjalls­ veg. Þar hafði kviknað eldur í sinu á fimm fermetra svæði og þegar lögregla kom á staðinn var slökkviliðið komið á vett­ vang og slökkti eldinn. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland 18. – 24. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 6 bátar. Heildarlöndun: 2.832.552 kg. Mestur afli: Svanur RE: 2.810.374 kg í tveimur lönd­ unum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 92.417 kg. Mestur afli: Bárður SH: 92.417 kg í sex róðrum. Grundarfjörður: 8 bátar. Heildarlöndun: 519.317 kg. Mestur afli: Drangey SK: 226.800 kg í tveimur lönd­ unum. Ólafsvík: 8 bátar. Heildarlöndun: 88.837 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 40.535 kg í einum róðri. Rif: 8 bátar. Heildarlöndun: 367.707 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 90.219 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 183.072 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 179.136 kg í þremur lönd­ unum. Topp fimm landanir á tímabilinu 1. Svanur RE – AKR: 1.572.458 kg. 21. mars. 2. Svanur RE – AKR: 1.237.916 kg. 20. mars. 3. Drangey SK – GRU: 188.965 kg. 19. mars. 4. Tjaldur SH – RIF: 90.219 kg. 18. mars. 5. Rifsnes SH – RIF: 86.058 kg. 20. mars. -sþ Stjórn UMFÍ ákvað í síðustu viku að hætta starfsemi Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni. Forsaga málsins er sú að starfsemi Ung­ mennabúðanna hafði verið hætt tímabundið um miðjan febr­ úar vegna myglu og rakaskemmda í þessum fyrrum húsi Íþrótta­ kennaraskólans. Í kjölfarið upp­ lýsti Bláskógabyggð, eigandi húss­ ins, UMFÍ um að sveitarfélagið hygðist ekki fara í þær framkvæmdir á húsinu sem nauðsynlegar eru til að halda mætti starfsemi í því áfram. Þess í stað opnaði sveitarfélagið á þann möguleika að UMFÍ myndi kaupa húsnæði Ungmennabúðanna af sveitarfélaginu og halda starf­ seminni áfram í kjölfar viðgerða. Stjórn og stjórnendur UMFÍ mátu framkvæmda­ og kostnaðar áætlanir í tengslum við það verk og töldu það af þeirri stærðargráðu að ekki væri skynsamlegt fyrir UMFÍ að takast eitt á hendur slíka skuldbindingu. „Stjórn UMFÍ þykir afar miður að þetta sé niðurstaðan og þar með til­ neydd til að ljúka starfsemi Ung­ mennabúðanna á Laugarvatni,“ segir í tilkynningu og upplýsa að þar með verði starfsemi búðanna hætt. UMFÍ hefur starfrækt Ung­ mennabúðir frá árinu 2005, í upp­ hafi á Laugum í Sælingsdal, en frá árinu 2019 á Laugarvatni. Í búð­ irnar hafa komið þúsundir nem­ enda úr 9. bekk grunnskóla af öllu landinu með kennurum og umsjónar fólki og dvalið þar fimm daga í senn. Markmiðið með dvöl í búðunum var að styrkja félagsfærni ungmennanna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt því að kenna þeim að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi. Þess má geta að UMFÍ rekur Skólabúðir á Reykjum í Hrúta­ firði og koma þangað nemendur 7. bekkjar úr grunnskólum af öllu landinu. Engar fyrirætlanir eru um lok þeirrar starfsemi. mm/ Ljósm. umfi.is Síðastliðið mánudagskvöld lauk þriggja kvölda páskamóti Bridge­ félags Borgarfjarðar í tvímenningi. Fyrirkomulag mótsins var þannig að besti árangur tveggja kvölda gilti til úrslita. Afgerandi forystu í upp­ hafi móts náðu þau Anna Heiða Baldursdóttir og Ingimundur Jóns­ son og héldu þau henni til enda. Uppskáru þau 128,1 stig. Í öðru sæti með 124,7 stig voru Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðs­ son. Í þriðja sæti urðu svo Skaga­ mennirnir Viktor Björnsson og Karl Alfreðsson með 114,4 stig. Allt fékk þetta heiðursfólk páska­ egg að launum. Næstkomandi mánudagskvöld 3. apríl verður einmenningskeppni félagsins. Allir eru velkomnir í Logaland, en spilamennska hefst stundvíslega klukkan 20. mm Snorri Jóhannesson veiðivörður á Arnarvatnsheiði birti meðfylgjandi mynd á FB síðu sinni á fimmtu­ daginn. Hún er af veginum sem liggur niður sneiðina á aksturs­ leiðinni frá Kalmanstungu og í Hallmundarhraun þar sem fjöl­ margir leggja leið sína til að skoða Surtshelli. Sneiðin liggur utan í felli og af henni er snarbratt niður í Norðlingafljót. Aflíðandi klakabunkar ná út af vegbrúninni. Snorri bendir á að þarna sé mjög varhugavert að aka við þessar aðstæður jafnvel þótt fólk sé vant akstri, jafnvel á vel búnum bílum á nagladekkjum. mm Mygla í húsi leiðir til þess að ungmennabúðum UMFÍ hefur verið hætt Varar við akstri í Surtshelli Urðu hlutskörpust í páskatvímenningi BB Sigurvegarar á páskamóti BB. F.v. Karl, Viktor, Ingimundur, Anna Heiða, Heiðar Árni og Logi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.