Skessuhorn - 29.03.2023, Page 28

Skessuhorn - 29.03.2023, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 202328 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna GJ málun ehf málningarþjónusta Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Stafræn hönnunarstofa með fjölbreyttar lausnir sig@sig.is777 5533 S T U D I O S I G Grafísk hönnun og veflausnir Okkur hjá Listfélagi Akraness er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem komu að og tóku þátt í okkar fyrsta opinbera verkefni Björgum með list á Vetrardögum á Akra­ nesi. Björgum með list var styrktar­ sýning til handa og í samvinnu við Björgunarfélag Akraness. Einnig viljum við þakka þeim fjölmörgu sem sóttu viðburðinn kærlega fyrir komuna og ekki síst öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til styrktar Björgunar­ félaginu. Gestum sýningarinnar bauðst að styrkja Björgunarfélagið með því að bjóða í listaverk á hljóðlátu uppboði, kaupa ljóðabækur og gefa frjáls framlög vegna framkomu sviðslistafólks félagsins. Björgunarfélag Akraness setti af stað fjáröflunarverkefni í tengslum við þetta verkefni þar sem félagið er að safna fé fyrir nýjum harð­ botna bát sem kemur til með að efla tækjakost félagsins verulega. Það er gaman að segja frá því að alls safnaðist 730.501 króna sem er mjög góð byrjun fyrir þeirra söfnun. Björgunarfélaginu þökkum við fyrir gott samstarf, það var gaman að sjá hvað snyrtilegt húsnæði þeirra og tækjabúnaður skapaði skemmtilega umgjörð fyrir við­ burðinn, til að mynda var vagn snjóbíls notaður sem svið fyrir sviðslistafólkið. Við hjá Listfélagi Akraness þökkum kærlega fyrir okkur og hlökkum til að halda áfram að starfa sem félag til að efla menningarlíf á Akranesi og nágrenni. Stjórn Listfélags Akraness. Björgum með list lokið með góðum árangri Pennagrein Hugmyndasöfnunin „Opin og græn svæði“ á Okkar Akranes var haldin dagana 21. febrúar til 7. mars síðastliðinn. Þátttakan var mjög góð og alls bárust um 100 til­ lögur. Fram kemur á heimasíðu Akra­ neskaupstaðar að skipulags­ og umhverfisráð hafi ákveðið að senda 20 tillögur áfram í kosningu en nokkrum þeirra var steypt saman þar sem þær tengdust. Hægt er að skoða þær hugmyndir sem kosið er um á akranes.is. Þar er úr mörgum skemmtilegum hugmyndum að velja úr eins og til að mynda að setja upp ævintýragarð á Merkurtúni, stækka sleðabrekkuna á Mikka mús hólnum svokallaða í Jörundarholti, setja lítil úti skallatennisborð á ákveðnum leiksvæðum, bæta aðstöðu á núverandi hundasvæði og kaupa ungbarnaleiktæki fyrir ung­ barnaróló. Um helmingur af þeim hug­ myndum sem bárust uppfylltu ekki þau skilyrði sem sett voru til þess að hugmynd ætti möguleika á að kom­ ast áfram. Það voru meðal annars hugmyndir sem vörðuðu viðhald eða rekstur en ekki fjárfestingar. Þá voru margar hugmyndir sem áttu við annað en opin græn svæði. Hugmyndir þar sem kostnaður var of mikill en viðmiðið var tíu millj­ ónir króna í heildarkostnað, eða að hugmynd samrýmdist ekki skipu­ lagi eða stefnu bæjarins og var ekki innan bæjarmarka. Kosningin um bestu tillögurnar stendur yfir frá 28. mars til 11. apríl á akranes.is. vaks Söngleikurinn Syngdu í uppsetningu Leikfélags MB var sýndur síðastliðna helgi en alls voru fjórar sýningar sem rúlluðu á þremur dögum. Greinilegt er að í skólanum leynast miklir söng­ og leikhæfileikar en krakkarnir sungu hvert öðru betra og voru sannfær­ andi í sínum karakterum. Mikil orka og gleði ríkti á sviðinu út alla sýninguna sem endaði í kraft­ miklum samsöng. Söngleikurinn er byggður á teiknimyndinni Sing sem fjallar um tilraun dýra til að bjarga leikhúsinu sínu með söng­ keppni. Sýningin er samvinnuverk­ efni Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Leiklistarklúbbs MB og Mennta­ skóla Borgarfjarðar en Agnar Jón Egilsson sá um leikstjórn og upp­ setningu. sþ Leikfélag MB sýndi fjórar sýningar af söngleiknum Syngdu Orkumikill hópur menntskælinga söng, lék og dansaði í sal MB um helgina. Ljósm. sþ. Kosning hafin á Okkar Akranes Smári Jónsson formaður Listfélags Akraness afhendir Ásgeiri Kristinssyni frá Björgunarfélaginu afrakstur söfnunarinnar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.