Skessuhorn - 29.03.2023, Qupperneq 30

Skessuhorn - 29.03.2023, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 202330 Spurning vikunnar Hvaða framandi dýr myndir þú helst vilja eiga? Spurt í Ólafsvík Einar Rúnar Ísfjörð „Ég myndi ekki vilja eiga neitt of framandi, held mig bara við hunda og ketti.“ Guðný María Bragadóttir „Letidýr, það þarf að hafa svo lítið fyrir þeim.“ Júníana Björg Óttarsdóttir „Er kind ekki nógu framandi?“ Ólafur Adolfsson „Ég á nóg með hundinn en væri alveg til í að eiga páfagauk til að rífast við, það nennir því enginn núorðið.“ Harpa Björnsdóttir „Tígrisdýr.“ Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vik­ unnar að þessu sinni er skák­ maðurinn Jóhann úr Ólafsvík. Nafn: Jóhann Steinsson Fjölskylduhagir? Giftur Erlu Hrönn Skagamær og eigum við fjögur uppkomin börn og barnabörnin eru 13 talsins. Hver eru þín helstu áhugamál? Sund, öll hreyfing og svo skipar skákin stóru hlutverki í mínu daglega lífi um þessar mundir. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Að sinna mínum áhugamálum og fjölskyldu. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Kostirnir eru að ég er jákvæður, mikill keppnismaður og hjálpsamur. Gallarnir eru myndi ég segja að ég er skapmik­ ill og mjög tapsár. Hversu oft æfir þú í viku? Mjög oft ef ég er í stuði, hvort sem það er að synda, labba eða tefla. Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Gylfi Scheving vinur minn. Af hverju valdir þú skák? Hún er skemmtileg, uppbyggileg fyrir hugann og góður félagsskapur. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Ég þekki marga fyndna menn, enginn einn sem skarar fram úr. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegast er að ná góðum árangri í skák en leiðinlegast er að leika af sér. En þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Mikill keppnismaður og mjög tapsár Íþróttamaður vikunnar Í Reykhólahreppi hefur undanfarið vaknað töluverður áhugi á bog­ fimi. Miðvikudaginn 15. mars síð­ astliðinn komu í heimsókn þau Guðmundur Guðjónsson og Val­ gerður Einarsdóttir Hjaltested frá Bogfimisambandi Íslands og voru þau að kenna undirstöðuatriði í bogfimi og meðferð og umhirðan búnaðarins. Stefnan er að allir sem hafa áhuga á bogfimi geti mætt á vikulegar æfingar í greininni og er hugsað bæði fyrir börn og full­ orðna. Fram kemur á vef Reyk­ hólahrepps að átta manns hafi sótt þjálfaraleiðsögn hjá þeim skötuhjúum en það voru þau Lóa á Kambi, Rebekka á Stað, Kol­ finna Ýr, Sjöfn Sæmundsdóttir, Sandra Rún, Jóhanna Ösp, Styrmir Sæmundsson og Eiður Rafn. Guðmundur og Valgerður höfðu meðferðis búnað til bogfimi­ iðkunar sem Þörungaverksmiðjan í Reykhólahreppi gaf Ungmenna­ félaginu Aftureldingu. Það eru tólf bogar af ýmsum gerðum sem henta fólki á mismunandi aldri, hellingur af örvum, skotmörk og ýmis aukabúnaður og verkfæri til viðhalds á græjunum. Hugsunin með því að hafa svona mikið úrval af bogum í stað þess að hafa bara eina gerð boga með­ ferðis er að gefa krökkunum færi á því að prófa allar mismunandi keppnisgreinar innan íþróttarinnar. Krakkar finna sig í mismunandi keppnisgreinum innan íþróttar­ innar, sumir kunna betur við „hráu“ gamaldags bogana eins og langboga en aðrir finna sig meira í „tæknibogum“ eins og trissu­ bogum o.s.frv. Með þessu móti eru krakkarnir mun líklegri til þess að halda áfram í íþróttinni. Fyrir þá sem eru bara að stunda íþróttina til dægradvalar þá er mun meira gaman að fá meira úrval af búnaði til þess að leika sér með og prófa. Eftir að þjálfarar og leiðbein­ endur höfðu fengið tilsögn hjá þeim Guðmundi og Valgerði voru prufutímar bæði fyrir krakka og fullorðna þar sem allir sem vildu fengu að prófa að skjóta af boga. Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar kom og afhenti Ungmennafélaginu bún­ aðinn og veitti Styrmir Sæmunds­ son honum viðtöku ásamt krökk­ unum. Finnur prófaði að sjálfsögðu að skjóta nokkrum örvum og gekk bærilega. segir í frétt á vef Reyk­ hólahrepps. vaks KH og ÍA áttust við í riðli 1 í C deild kvenna í Lengjubikarnum á mánudaginn og var leikurinn á Valsvellinum við Hlíðarenda. Selma Dögg Þorsteinsdóttir kom Skagakonum á blað með marki rétt fyrir hálfleik og staðan 0­1 fyrir ÍA. Birta Ósk Sigurjónsdóttir jafn­ aði metin fyrir KH í byrjun seinni hálfleiks áður en fyrirliðinn Bryn­ dís Rún Þórólfsdóttir kom Skaga­ konum aftur yfir eftir klukkutíma leik. Það var síðan Erna Björt Elías­ dóttir sem gulltryggði sigur ÍA með marki tíu mínútum fyrir leikslok, lokatölur 1­3 fyrir ÍA. ÍA vann þarna sinn þriðja sigur í röð í Lengjubikarnum og eru þær efstar í riðlinum með níu stig. Lokaleikur þeirra í riðlinum er á móti Sindra miðvikudaginn 5. apríl í Akraneshöllinni og hefst klukkan 18. Með sigri tryggja þær sig í und­ anúrslit Lengjubikarsins en þau hefjast laugardaginn 15. apríl og leikur ÍA við Hauka eða Völsung. vaks Bogfimiæfingar hafnar á Reykhólum Þjálfararnir ásamt þeim Guðmundi og Valgerði. Ljósm reykholar.is Krakkarnir voru áhugasamir að læra undirstöðureglurnar. Skagakonur með góðan sigur á KH í Lengjubikarnum Selma Dögg Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta markið í leiknum á móti KH. Ljósm. vaks

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.