AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 13
dæmi um hiö gagnstæða, en reglan er sú að þær breytingar sem venjulegt hús verður fyrir eru svo hægar miðað við æviskeið mannsins að þær verða ekki skynjaðar sem samfellt ferli á meðan þær eiga sér stað. Þegar hús hefur hins vegar náð t.d. 100- 200 ára aldri og litið er til baka yfir notkunarskeið þess, þá er þeim mun auðveldara að skilja það sem samfellt byggingarferli. Skýrasta dæmi sem við eigum um þetta er torfhúsið. Tökum Laufásí Eyjafirði sem dæmi. Endurfyrir löngu, fyrir um 1100 árum, var þar reist hús í fyrsta sinn. Húsið var stórt, byggt eftir þeim hefðum sem norskir landnámsmenn höfðu tekið í arf eftir forfeður sína og byggt úr erfiðu byggingarefni sem entist ekki lengi. Ekki leið á löngu þar til þörf var á viðbyggingu við húsið. Skömmu síðar var upphaflega húsið orðið lélegt. Það var endurbyggt í tveimur til þremur áföng- um og jafnframt var því skipt í tvö minni hús. Um svipað leyti var önnur viðbygging reist. Næst þegar endurbyggja þurfti hluta hússins var bætt við göng- um milli einstakra hluta þess. Svona var haldið áfram öld eftir öld og smám saman þróaðist bærinn á þann veg að hann var samsettur úr mörgum húsum sem innangengt var á milli um bæjargöngin. Hvert hús stóð í sjálfstæðri tóft úr torf- og grjótveggjum. Húsið var gert af timburgrind með torfþaki. Að innan voru sum húsin þiljuð, önnur ekki. Hvert hús mátti endur- bæta, endurhlaða eða breyta að vild án mikillar trufl- unar á notkun annarra húsa bæjarins. Á hverju vori var dyttað að bænum, eitt, tvö eða fleiri hús endur- byggð eða bætt við nýju húsi allt eftir efnahag búsins. Form torfbæjarins og byggingarefni ásamt þjóð- félagsháttum leiddu til þess að bærinn var aðeins byggður einu sinni frá grunni. Eftir það tók við samfellt byggingarferli sem stóð yfir jafnvel í 1000 ár eða fram á 20. öldina og endurspeglaði á hverjum tíma alla þætti samtíðar sinnar, efnahag búsins, nýjar tískur, stjórnmálaástandið, metnað bóndans o.s.frv. Auðveldast er að sjá þetta í torfbæjunum vegna þess að þar hefur samfellan í byggingarhefðum og bygg- ingarefni verið lengst, öldum saman. (öðrum húsum, Grunnmynd torfbæjarins í Laufási. bæði timburhúsum og steinhúsum sem náð hafa um- talsverðum aldri, er einnig hægt að sjá sambærilegt ferli og yfirleitt er þetta því skýrara þeim mun eldra sem húsið er. SVO KOMU ARKITEKTARNIR TIL SÖGUNNAR Með tilkomu stéttar hinna akademískt menntuðu arki- tekta, rofnar hefðin. Arkitektarnir voru menntaðir til þess m.a. að líta stórt á sjálfa sig. Hvert eitt inngrip þeirra í þróun hvers húss skyldi veraverðugt listrænt viðfangsefni og bera vott um snilligáfu þeirra. Þar með var viðbyggingin sem þeir teiknuðu ekki lengur aðeins afleiðing af þörf fyrir aukið húsrými, heldur töldu þeir sér einnig skylt að tjá með henni þá staðreynd að hann var kominn til sögunnar (þ.e.a.s. viðkomandi arkitekt) og hann tjáði sig með sínum sérstaka hætti í þeim viðbygg- ingum sem hann teiknaði. Skyndilega kom til sögunnar það sjónarmið að við- byggingin skyldi greinast sem skýrast frá aðalbygg- ingunni. Hún skyldi tjá sérstöðu síns tíma eins og það var kallað. Það var beinlínis eftirsóknarvert að menn sæju sem gleggst að viðbyggingin væri seinni tíma viðbót. Það varð keppikefli í sjálfu sér. Auðvitað var hægt að leysa viðfangsefnin misvel inn- an þessarar meginstefnu. Eitt þekktasta dæmi af þessu tagi hérlendis er viðbyggingin við Landsbanka íslands, sem Gunnlaugur Halldórsson teiknaði í sam- Um 1892. Um 1896.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.