AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 20

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 20
Hafnarstræti. Hér var fallegum kvistum í drekastíl breytt í núverandi horf um miðja öldina. Færi vel á því að þetta byggingasögulega mikilvæga hús yrði aftur fært í upprunalegt horf þar sem þannig yrði húsið virðulegra og fengi aftur sína eðlilegu ásjónu. Á þetta reyndar við um fjölmörg elstu timbur- húsin í Reykjavík, sem breytt hefur verið hin síðari ár. hugsanir. Algengt er að viðbyggingar séu einhvers konar moð úr hvoru tveggja og séu ekki á nokkurn máta yfirlýsing viðkomandi hönnuðar um skoðun hans varðandi það hvernig ber að byggja við eldri hús, eða byggja nýtt hús í eldri hverfum. Vissulega er það æskilegt í mörgum tilfellum að samræma á einhvern hátt þessa gagnstæðu póla, en það þarf að gera markvisst, þannig að útkoman verði bæði sterk í sjálfu sér og einnig styrkur fyrir það umhverfi sem átt er við. Víða erlendis eru gerðar mun meiri kröfur til hönnuða,- við gerð við- og nýbygginga í gömlum hverfum en hér. í þeim skilningi sem hér er lagður í orðið við- bygging rúmast ekki einungis að byggja við eldri hús heldur einnig að byggja við í víðara samhengi, þ.e. byggja nýtt hús við eldri götu eða hverfi. Hér á landi hefur það tíðkast að lítið sem ekkert tillit er tekið til þess umhverfis sem verið er að eiga við. Á þetta bæði við gerð skipulags og hönnun við- og nýbygg- inga. Þetta hefur verið að breytast hin allra síðustu ár og er nú farið að vinna deiliskipulag fyrir hvern þann reit sem óskað er breytinga á, hvort sem er í formi við- eða nýbygginga. Hefur sá háttur komist á að Borgarskipulag fer þess á leit við Árbæjarsafn að það fari á undan og geri sögulega úttekt og mat á varðveislugildi einstakra húsa, og svæðisins í heild. í framhaldinu notar Borgarskipulag þessi gögn, á- samt að sjálfsögðu mörgum fleirum, til að útbúa leið- beinandi skilmála, sem hönnuðum, sem hyggjast eiga við viðkomandi svæði, er bent á að æskilegt væri að þeir færu eftir. Þessir skilmálar hafa ekki reglugerðargildi heldur eru einungis til leiðbeiningar. Hér þarf að gera betur. Nýlega var skipuð Húsverndarnefnd Reykjavíkur, sem ætlað er að móta framtíðarstefnu Reykjavíkur borgar í húsverndarmálum. Eitt af markmiðum nefnd- arinnar er að kortleggja Reykjavík með tilliti til varð- veislugildis. Verða af því tilefni tekin fyrir einstök hús, götumyndir og að lokum svæði eða hverfi. Með slíkri vinnu er að sjálfsögðu ekki ætlunin að fara fram á stöðnun, heldur að skrásetja þá byggingararfleifð sem álitin er hafa sérstakt gildi til varðveislu. Þannig gætu hönnuðir gengið að því vísu til hvers er ætlast og hvaða áherslur ber að hafa í huga við hvers konar viðbætur. Það gefur að sjálfsögðu auga leið að það þarf að gera meiri kröfur til sögulegra skírskotana þegar byggterviðhúst.d. austan megin Lækjargötu, í Grjótaþorpi og Norðurmýri, eða timburhús frá síð- ustu öld, heldur en ef byggjaá við hús í nýrri hverfum. Það er í samræmi við breyttan hugsunarhátt um gildi byggingararfsins að fleiri og fleiri eru að gera sér grein fyrir því hversu mikil mistök hafa verið gerð í gömlu Reykjavík við fjöldamargar viðbyggingar. Það er, og hefur ávallt verið, álitamál hversu langt er hægt að ganga t að binda hendur hönnuða og þar 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.