AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Blaðsíða 24
PETUR H. ARMANNSSON ARKITEKT VIÐHORF TIL VIÐBYGGINGA Að byggja við eldra hús er með erfiðustu verkefnum sem arkitekt tekst á hendur. Fá viðfangsefni gera meir kröfur um dómgreind og listrænt innsæi höfund- arins. Taka þarf aðstöðu til grundvallarspurninga um eðli byggingalistar og tengsl fortíðar og samtíðar. Af þessari ástæðu eru viðbyggingar einkar áhugaverðar fyrir þá sem gaman hafa af að lesa hús. Það sést glöggt ef skoðaðar eru ýmsar sögufrægar byggingar í Evrópu, sem þróast hafa stig af stigi á ólíkum tlmabilum. Með elstu dæmum um merkar viðbygg- ingar er hækkun dómkirkjunar í Reykjavík á árunum 1846-47 eftir arkitektinn L.A. Winstrup og „Kringlan" við Alþingishúsið, reist árið 1908 eftir teikningu annars dansk húsameistara, Kjörboe, sem hingað kom sem eftirlitsmaður með byggingu Safnahússins. Þriðja dæmið, sem hér verður fjallað um, er endurbygging Landsbankans í Austurstræti á árun- um 1922 til 1924. Bankinn hafði upphaflega reist tvílyft steinhleðsluhús á lóðinni árið 1899, en það hafði eyðilagst að mestu í Reykjavíkurbrunanum mikla árið 1915. Útveggir hússins stóðu þó uppi og var ákveðið að nýta þá að hluta til í endurbyggingunni. Var upp- haflega byggingin lengd til vesturs og einni hæð bætt ofan á. Arkitekt endurbyggingarinnar, Guðjón Samú- elsson, hélt sig fast við ný-endurreisnarstíl gamla hússins, og það þótt komið væri til sögunnar nýtt byggingarefni, steinsteypa, sem í burðartæknilegu tilliti laut allt öðrum lögmálum en steinhleðslan, sem hin eldri stílgerð var eðlileg afleiðinga af. Árið 1934 var efnt til samkeppni arkitekta um stækkun Lands- bankabyggingarinnar til norðurs og austurs, með- fram Pósthússtæri vestanverðu. Þar stóð þá fyrir Ingólfshvoll á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis, eitt elsta steinsteypuhús í miðbænum. Hlaut tillaga ungs arkitekts, Gunnlaugs Halldórssonar, önnur verð- laun ásamt annarri tillögu, en engin fyrstu verðlaun voru veitt. (Þess má geta að Guðjón Samúelsson átti sæti í dómnefndinni). Bankinn ákvað að byggja sam- kvæmt tillögu Gunnlaugs, þó með nokkrum breyt- ingum. í samkeppnistillögunni var lagttil að Ingólfs- hvoll viki, en þess í stað var ákveðið að byggja einu- ngis tvær neðstu hæðirnar af þeim hluta, sem lá milli Ingólfshvols og bankahússins. Framkvæmdir hófust árið 1940. í þessu verkefni birtust skýrt hin andstæðu sjónarmið, er einkenndu íslenska húsa- gerð á kreppuárunum. Annars vegar voru fylgismenn fúnkisstefnunar sem flestir störfuðu sjálfstætt. Hins vegar var teiknistofa Húsameistara ríkisins, þar sem þjóðernisrómantískar hugmyndir í bland við sögustíl 19. aldar einkenndu flest verk. í hugmynd sinni að viðbyggingunni var Gunnlaugur trúr þeirri hugsjón fúnksjónalismans að öll sönn byggingarlist ætti að bera samtíð sinni vitni. Viðbyggingin var gerð úr járn- bentri steinsteypu líkt og aðalbyggingin, en í þessu tilviki nýtti höfundur sér úti í ystu æsar þá möguleika til opnari rýmisskipunar, sem hin nýja byggingar- aðferð bauð upp á. Það lá beint við að ytra útliti Gunnlaugur Halldórsson. Viðbygging við Landsbanka íslands, Austurstræti, Reykjavík (samkeppni 1934, byggt 1938 -1940). A4 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.