AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Page 37

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Page 37
inguna sjónum eða grafa hana í jörðu er lögun hennar sniðin að því ákveðna form- stefi sem gefið var þegar skemman var reist. Þar sem gólf skemmunnar lá nokkru neðar en gólf íbúðarhússins var mögulegt að gera sýningarsal í tengibyggingunni með góðri lofthæð og ofanbirtu, án þess að áberandi yrði utan frá séð. Þar sem ný- byggingin snertir gamla húsið eru glerj- aðar hurðir í báðum útveggjum er árétta skilin milli húshlutanna og skapa aðgang út í garðinn. Innan við er lítil kaffistofa fyrir safngesti og þaðan liggursveigmyndaður stigi niður í sýningarsalinn. Nýbyggingin og skemman tengjast með breiðum dyrum fyrir miðjum boganum, þannig að til verða tvö samliggjandi rými með fjölbreytilegum möguleikum á uppstillingu sýninga. Litlir ferkantaðir Ijórar á endaveggjum opna safngestum sýn að höggmyndum í garðinum fyrir utan. Gólf í sýningarsölum eru lögð hvítum marmara en veggir og loft máluð í hvítum lit. í tengslum við smíði viðbyggingarinnar voru gerðar breytingar innan í elsta hluta hússins með hliðsjón af breyttri nýtingu þess. Tvær stofur voru sameinaðar I eitt rými til að skapa gönguleið í gegnum húsið. Upphaflegt trégólf í íbúð listamannsins fékk að halda sér, en nýr og endurbættur stigi var lagður upp í hvelfinguna. Tengi- byggingin var tekin í notkun árið 1991. ■ Grunnmynd l.hæð. . 35

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.