AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Page 44
Ottó N. Þorláksson, smíðaður 1981 af Stálvík hf. Alfarið íslensk hönnun.
Ég sem skrifa þessa grein tók þátt í vegagerð við
Varmadalslæk ásamt Árna Böðvarssyni magister,
bræðrunum frá Austvaðsholti, þeim Sæmundi Jóns-
syni í Búnaðarbankanum og Ólafi Jónssyni fv. for-
stjóra VSÍ, ásamt fleirum. Við unnum að upþfyllingum
Þess þarf að gæta að nútímatækni útrými ekki
gömlum og góðum hefðum.
við brúarendana með þeim hætti að snidda var
stungin rétt utan vegar. Þar sem svo stutt var frá
stungupælunni var sniddunni kastað með göfflum
mann frá manni uns hún hafnaði á sfnum stað í upp-
fyllingunni. Ofan á þetta var svo ekið möl úr nágrenn-
inu á tveggja til 5 tonna vörubílum. Þá þótti lúxus ef
bíllinn var búinn vélsturtum, annars var mölin höfð
það aftarlega að hlassið lyfti pallinum að framan þeg-
ar hleypilokunni var sleppt með handfangi sem bíl-
stjórinn hafði vald á, þannig losnaði farmurinn af bíln-
um.
Fyrsta veginn með jarðýtu gerði Sigfús Öfjörð líklega
1945, um 6 km veg milli Loftstaða og Ragnheiðar-
staða í Flóa. Eftir það var þróunin hröð með afkasta-
miklum ámokstrartækjum og stærri bílum. Scraper
var tæki sem kom við sögu um tíma, hann getur tekið
upp nokkur tonn af jarðvegi inn í sig að framan, flutt
til og losað þar sem hentar. Stórvirkar jarðýtur, flutn-
ingavagna og margs konar fljótvirkar vélar þekkja
menn nú og sjá notuð við vegagerð, allt eftir stað-
háttum og efnisnotkun.
FISKVEIÐAR OG FISKVERKUN
Fyrir 50 árum voru fiskveiðar stundaðar á mörgum
smáum trillum, vertíðarbátum og nokkrum öflugum
síðutogurum. Þorskur og síld voru aðalfisktegund-
irnar. Sneitt var hjá ófríðari fiskum eða þeim kastað í
sjóinn enda þeir ekki taldir ætir né nokkurt efni í sölu-
42
Ljósm: Snorri Snorrason.