AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Qupperneq 51
LANDSSKIPULAG
D
Aukin gæði og gæðastjórnun eru hugtök
sem eru í brennidepli í umhverfismálum
eins og annars staðar. Stöðugt er verið
að leita leiða til að bæta umhverfi. Enn
er þó langt í land og algengustu áhyggjuefni fólks í
vestrænum samfélögum, ef marka má kannanir, eru
glæpir og ágangur á óendurnýjanlegar náttúruauð-
lindir. Með öðrum orðum, áhyggjuefnin eru rýrnun á
félagslegum og eðlisrænum gæðum í umhverfi fólks.
Eðlilegt er að fólk spyrji hvað sé til ráða og skipulags-
aðilar velti fyrir sér hlutverki sínu í aðgerðum til að
auka gæði umhverfisins. Allar ákvarðanir um nýtingu
umhverfisins eru teknar af til þess kjörnum fulltrúum
á þingi og í sveitarstjórnum. Þeim til aðstoðar og ráð-
gjafar er fagfólk í skipulagsmálum.
f samræmi við auknar kröfur um endurheimt, viðhald
og aukningu gæða umhverfisins hljóta að verða
áherslubreytingar í skipulagsmálum. Hér á landi er
skipulagslöggjöf til eðlisræns skipulags en tengsl
þess við ákvarðanir á sviði félagsmála, menningar-
mála og hagrænna ákvarðana eru ótvíræð. Áhersla
á aukin gæði í hinu eðlisræna umhverfi hefur því
einnig áhrif á flest önnur svið þjóðlífsins. Því er
nauðsynlegt að skipulagsyfirvöld aðstoði sveitarfélög
við að taka ábyrgar ákvarðanir í skipulagsmálum og
að yfirmarkmið þeirra ákvarðana verði virðing fyrir
náttúrlegu jafnt sem byggðu umhverfi og heildar-
samræmi í landnotkun og landnýtingu á landinu öllu.
ÁHERSLUBREYTINGAR í SKIPULAGS-
MÁLUM
Þessar áherslubreytingar hafa smám saman verið
að koma í Ijós í skipulagsmálum sveitarfélaga.
í þéttbýlinu hafa þessar breytingar aðallega verið
fólgnar í því að eftir því, sem aðalskipulag sveitarfé-
laganna hefur verið að komast í þokkalegt horf og
þörf fyrir ný vaxtarsvæði verið að minnka hefur áhug-
inn á endurnýjun eldri hverfa verið að aukast. Minni
þensla hefur gefið sveitarstjórnarmönnum betri
möguleika á því að huga að því sem fyrir er. Farið er
að horfa meira inn á við og virða og meta þau gæði
sem eru fólgin í gömlu byggðinni. Húsakannanir eru
ofarlega á baugi og þá með þeirri breytingu að auk
þess að kanna sögulegar heimildir og byggingar-
listrænt gildi er litið á verndun húsa í meiri tengslum
við aðra þætti umhverfisins. Landfræðilegar aðstæð-
ur eru skoðaðar og sjónmat er meira notað við skil-
greiningu svæða eða heilda. Þannig getur tiltekin
götumynd eða hverfishluti haft mikið verndunargildi
þótt einstök hús á sama svæði hafi það ekki. Horft
er til þess að auka nýtingu í gömlum hverfum, fjölga
íbúðum, breyta notkun bygginga, bæta útivistar-
svæði og byggja nýtt þar sem það á við.
í strjálbýlinu hefur mikilvægi hinnar hefðbundnu land-
búnaðarframleiðslu verið að minnka og íbúum að
fækka. Bættar samgöngur, nýjar boðveitur og auknar
frístundir hafa hins vegar gert það að verkum að
sveitarstjórnir og einstakir landeigendur hafa getað
mætt breyttum aðstæðum með auknu framboði á
svæðum fyrir frístundabyggð ýmiss konar og skapað
þannig ný atvinnutækifæri.
SVÆÐISSKIPULAG
Til að koma til móts við þessar breyttu aðstæður hefur
Skipulag ríkisins hvatt sveitarstjórnir og samtök þeirra
til að gera svæðsskipulag sem nær þá til fleiri sveitar-
félaga í senn. í svæðisskipulagi sem unnið er af sam-
vinnunefnd viðkomandi sveitarfélaga er sjónum fyrst
og fremst beint að landnotkun á svæðum utan þétt-
býlis og mörkuð stefna í samgöngumálum, náttúru-
vernd, landbúnaði, ferðamálum, orkumálum og at-
vinnumálum almennt. í þessum viðamiklu málaflokk-
um er mikilvægt að sveitarstjórnir í landshlutum eða
landsvæðum reyni að samræma stefnumörkun sína
til að auðvelda alla ákvarðanatöku um landnotkun
og framkvæmdir.Til slíkrar samræmingar hefur svæð-
isskipulag sýnt sig að vera gott verkfæri og stjórn-
tæki. Hvert sveitarfélag getur að sjálfsögðu haft sín
séreinkenni sem full ástæða er til að hlúa að innan
þess grófa ramma sem samkomulag um svæðis-
skipulag setur.
Farsælast er að skipulagsmál séu leyst heima í héraði
þar sem öruggt er að bæði staðþekking og virðing
fyrir umhverfinu fara saman. Ákvarðanir f aðalskipu-
49
SALVOR JONSDOTTIR SKIPULAGSFRÆÐINGUR, STEFANTHORS SKIPULAGSSTJORI RIKISINS