AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Page 65

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Page 65
mengunarbótaregluna. Svæði sem eru vel stæð efna- hagslega eiga auðveldara með að útloka mengandi fyrirtæki en verr sett svæði. Þess vegna er hætt við að greiðsla fyrir mengun geti enn frekar ýtt undir ójöfnuð milli svæða. Mat á umhverfisröskun er flókið, en að meta röskun- ina til fjár er enn flóknara. Bæði mat á umhverfinu sjálfu og spár um umhverfisáhrif eru háð siðfræðilegu og pólitísku viðhorfi þeirra sem framkvæma matið. Vegna þessa er afar mikilvægt að þeir sem marka opinbera stefnu í umhverfismálum setji ákveðin við- mið sem hægt er að nota við þetta erfiða mat. Þessi viðmið þarf að kynna almenningi og hagsmuna- aðilum þannig að sem flestir fái að taka þátt í mótun þeirra. Notkun slíkra viðmiða hlýtur alltaf að verða umdeilanleg en hún er samt sem áður sú aðferð sem vænlegust er til að leysa vandasamt verkefni. MENGUN TIL SÖLU Samkvæmt mengunarbótareglunni er greitt fyrir mengun og þar með fyrir réttinn til að menga að ákveðnu marki. Þessi mengunarréttur hefursíðarorð- ið verslunarvara og aukið enn á fjölbreytni kapitalísks hagkerfis. í Bandaríkjunum eru mengunarviðskipti hafin og í stuttu máli gerast mengunarkaupin þannig: Sérhvert fyrirtæki er flokkað samkvæmt ákveðnum mengunarstaðli og er síðan úthlutað ákveðnum mengunarkvóta. Venjulega er kvótinn byggður á und- angenginni notkun. Síðan er gert ráð fyrir að fyrirtæk- ið haldi sig innan þess kvóta sem því var úthlutað, að viðlögðum sektum. Ef fyrirtæki fullnýtir ekki meng- unarkvóta sinn má það selja umframkvóta sinn í árs- lok. Þannig verður von um kvótasölu hvatning til þess að draga úr mengun. Ekki hafaverið sett nein skilyrði um hámarkskvótakaup en við framleiðslu mega fyrir- tæki þó ekki fara fram úr lögbundnum mengunar- stöðlum. Mengunarkvótasölu hefur verið vel tekið bæði af umhverfissinnum og atvinnurekendum. Um- hverfissinnar sjá sér leik að borði og kaupa upp mengunarkvóta og fyrirtæki sjá aukatekjur í kvóta- sölu. Hugmyndin er að markaðsöflin komi því þannig fyrir, að þau fyrirtæki sem menga minnst lifi lengst. Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna hélt sitt fyrsta mengunaruppboð 1993. Uppboðin eiga að auðvelda fyrirtækjum að verðleggja kvóta sinn og hvetja til viðskipta með kvóta. Þeir sem hins vegar gagnrýna verslun með meng- unarkvóta hafa einkum bent á þrennt. í fyrsta lagi er Ef við kaupum þetta fyrirtæki fylgir þá ekki mengunai'- kvótinn með? kvóta útdeilt samkvæmt mengunarhefð og þannig fá gömul fyrirtæki kvóta á silfurfati. Nær sé að halda uppboð á mengunarkvóta og úthluta honum þannig. En slík uppboð væru þó einnig háð því hversu margir væru um hituna og fjárhagsstöðu þeirra. í öðru lagi geta kvótaviðskipti haft áhrif á samkeppnisaðstöðu fyrirtækja. Öflugri fyrirtæki geta keypt upp mengunar- réttindi og þannig útílokað smærri fyrirtæki frá sam- keppni. Þetta kann svo að hafa frekari áhrif á atvinnu á viðkomandi svæði. í þriðja lagi hefur því verið hald- ið fram, frá umhverfis-siðfræðilegu sjónarmiði, að mengunarkvótar séu lakari kostur en gjöld eða skattar til að vernda umhverfið því að með kvótunum sé mengun viðurkennd. Viðskipti með mengunarkvóta eru á frumstigi og áhrif þeirra ekki orðin merkjanleg. Samt sem áður er vert að minna á að allar tilraunir með mengun og óendurnýjanlegar auðlindir verður að framkvæma með fyllstu varúð. MENGUNARBÓTAREGLAN Á ÍSLANDI Mengunarvandamál íslendinga kunna að virðast fremur smá í samanburði við aðrar þjóðir en líklegast er vandi íslendinga þó engu minni ef stærð þjóðar og bolmagn eru höfð í huga. Ríkisstjórn íslands hefur sett fram markmið sín um sjálfbæra þróun og vernd- un umhverfisins. Jafnframt hefur hún lýst þeirri skoð- un að ein af meginreglunum til að framfylgja hug- myndafræði sjálfbærrar þróunar sé mengunarbótar- eglan. Hvernig þessari reglu skal framfylgt hefur hins vegar ekki verið lýst. fslensk stjórnvöld höfðu tækifæri til að beita meng- unarbótareglunni fyrir sig, á alþjóðlegum vettvangi, fyrr á þessu ári. f umræðum um kjarnorkustöðina í 63

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.