AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Page 66

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Page 66
Eitt gróðursælasta hverfi á höfuðborgarsvæðinu er í norðan verðum Kópavogsdal. Á skipulagskorti eru greinilega taldar upp þær breyt- ingar sem gerðar eru frá fyrra skipulagi og auðveldar það fólki mjög að fylgjast með stefnu bæjarins í skipulagsmálum. Nýtt skipulag og skipulagsbreyt- ingar geta haft afgerandi áhrif á gæði og verð fast- eigna og rekstrarmöguleika fyrirtækja og því skiptir máli að hlutaðeigandi aðilar geti auðveldlega fylgst með þeim breytingum sem verið er að gera á ytra umhverfi og starfsumhverfi þeirra. Skipulagið var unnið á Bæjarskipulagi Kópavogs af skipulagsstjóra bæjarins, Birgi H, Sigurðssyni, skipu- lagsfræðingi, undir yfirumsjón skipulagsnefndar Kópavogs, en auk þeirra tóku flestar nefndir bæjarins þátt í verkinu, auk bæjarráðs og bæjarstjórnar. í ávarpi Sigurðar Geirdals, bæjarstjóra Kópaavogs, kemur greinilega fram eðli og tilgangur skipulagsins; þ.e. að „skipulagið sé stjórntæki við markvissa uppbyggingu öflugs og farsæls mannlífs í Kópavogi framtíðarinnar." Þessu er fylgt eftir með staðfestingu á greinargerð sem fylgir skipulaginu þar sem tekinn er af allur vafi um stefnu bæjaryfirvalda í öllum helstu málaflokkum. Hér er um mikla framför að ræða í skipulagsmálum hér á landi þar sem staðfesting skipulags nær oft eingöngu til skipulagsuppdráttar og greinargerð er lítið annað en óljósar vangaveltu þar sem hugur kjörinna fulltrúa fylgir ekki máli. í greinargerð kemur líka fram skilningur á því a£ skipulagsmál séu í eðli sínu af „pólitískum" toga og því eðlilegt að skipulag sé endurskoðað eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar, sérstaklega ef breytingar verða á meirihluta. Þessi háttur hefur víða verið tekinn upp erlendis og hefur þótt gefast vel þar sem skipu- lag verður þannig virkara stjórntæki. Árin 1992-'93 var sú nýbreytni tekin upp að vinna hverfaskipulag í Kópavogi og var þá unnið hverfa- skipulag fyrir vesturbæ Kópavogs. Síðastliðið ár var einnig lokið við hverfaskipulag fyrir austurbæ Kópa- vogs. Hverfaskipulag er nákvæmara skipulag ein- stakra bæjarhverfa sem unnið er í kjölfar aðalskipu- lags. í hverfaskipulagi er gerð fyllri grein fyrir því hvar breytinga sé að vænta í umhverfi fólks og fyrirtækja og í hverju þær séu fólgnar. Hverfaskipulag verður síðan leiðandi fyrir frekara deiliskipulag og fram- kvæmdaáætlanir sveitarfélagsins. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa sett sér það markmið að þær framkvæmdir sem eru sýndar í hverfaskipu- lagi séu framkvæmdar næstu 3-5 árin. Til þess að auðvelda fólki að setja sig inn (þau mál sem verið er að fjalla um í hverfaskipulaginu og hvetja það til þátt- Forsíða af hverfaskipulagi.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.