AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Síða 66

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1995, Síða 66
Eitt gróðursælasta hverfi á höfuðborgarsvæðinu er í norðan verðum Kópavogsdal. Á skipulagskorti eru greinilega taldar upp þær breyt- ingar sem gerðar eru frá fyrra skipulagi og auðveldar það fólki mjög að fylgjast með stefnu bæjarins í skipulagsmálum. Nýtt skipulag og skipulagsbreyt- ingar geta haft afgerandi áhrif á gæði og verð fast- eigna og rekstrarmöguleika fyrirtækja og því skiptir máli að hlutaðeigandi aðilar geti auðveldlega fylgst með þeim breytingum sem verið er að gera á ytra umhverfi og starfsumhverfi þeirra. Skipulagið var unnið á Bæjarskipulagi Kópavogs af skipulagsstjóra bæjarins, Birgi H, Sigurðssyni, skipu- lagsfræðingi, undir yfirumsjón skipulagsnefndar Kópavogs, en auk þeirra tóku flestar nefndir bæjarins þátt í verkinu, auk bæjarráðs og bæjarstjórnar. í ávarpi Sigurðar Geirdals, bæjarstjóra Kópaavogs, kemur greinilega fram eðli og tilgangur skipulagsins; þ.e. að „skipulagið sé stjórntæki við markvissa uppbyggingu öflugs og farsæls mannlífs í Kópavogi framtíðarinnar." Þessu er fylgt eftir með staðfestingu á greinargerð sem fylgir skipulaginu þar sem tekinn er af allur vafi um stefnu bæjaryfirvalda í öllum helstu málaflokkum. Hér er um mikla framför að ræða í skipulagsmálum hér á landi þar sem staðfesting skipulags nær oft eingöngu til skipulagsuppdráttar og greinargerð er lítið annað en óljósar vangaveltu þar sem hugur kjörinna fulltrúa fylgir ekki máli. í greinargerð kemur líka fram skilningur á því a£ skipulagsmál séu í eðli sínu af „pólitískum" toga og því eðlilegt að skipulag sé endurskoðað eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar, sérstaklega ef breytingar verða á meirihluta. Þessi háttur hefur víða verið tekinn upp erlendis og hefur þótt gefast vel þar sem skipu- lag verður þannig virkara stjórntæki. Árin 1992-'93 var sú nýbreytni tekin upp að vinna hverfaskipulag í Kópavogi og var þá unnið hverfa- skipulag fyrir vesturbæ Kópavogs. Síðastliðið ár var einnig lokið við hverfaskipulag fyrir austurbæ Kópa- vogs. Hverfaskipulag er nákvæmara skipulag ein- stakra bæjarhverfa sem unnið er í kjölfar aðalskipu- lags. í hverfaskipulagi er gerð fyllri grein fyrir því hvar breytinga sé að vænta í umhverfi fólks og fyrirtækja og í hverju þær séu fólgnar. Hverfaskipulag verður síðan leiðandi fyrir frekara deiliskipulag og fram- kvæmdaáætlanir sveitarfélagsins. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa sett sér það markmið að þær framkvæmdir sem eru sýndar í hverfaskipu- lagi séu framkvæmdar næstu 3-5 árin. Til þess að auðvelda fólki að setja sig inn (þau mál sem verið er að fjalla um í hverfaskipulaginu og hvetja það til þátt- Forsíða af hverfaskipulagi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.