AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Qupperneq 17

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Qupperneq 17
hefur verið keypt, styrkir veittir eða annar beinn eða óbeinn stuðningur. í litlu sveitarfélögunum úti um land er stöðug umræða um léttan iðnað til að auka fjölbreytni atvinnulífsins, en tilraunirnar sem gerðar hafa verið með slíkan iðnað hafa flestar endað illa. Erfiðleikarnir í sjávarútvegi á síðasta áratug léku mörg sveitarfélög grátt. Lausleg athug- un greinarhöfundar leiddi í Ijós að Ólafsfjarðarbær hefur tapað að meðaltali 10 milljónum króna á ári, síðustu tuttugu árin, vegna beinnar fyrirgreiðslu við einstök atvinnufyrirtæki í bænum. Þar eru efst á blaði útgerð og fiskvinnsla, fiskeldi, kavíarvinnsla og leirmunagerð. í þessum rúmlega þúsund manna kaupstað er þetta mikil blóðtaka og sveit- arfélagið er mjög skuldsett og engin teikn á lofti um batnandi tíma. Minni sveitarfélögin hafa nákvæmlega enga möguleika á að leysa vanda atvinnulífsins á krepputímum. Þar við bætist að þekking á lögmálum atvinnulífsins er oft ekki til staðar, sveitarstjórnarmenn einblína á framleiðslu og framleiðslutækni en átta sig ekki á því að það er markaðssetning og sala sem meginmáli skiptir. HVERT Á HLUTVERKIÐ AÐ VERA? Almennt er nú viðurkennt að opinberir aðilar eigi ekki að stunda atvinnurekstur þar sem möguleikar eru á að nýta kosti frjálsrar samkeppni. Engu að síður hafa sveitarfélög mikilvægt hlutverk í at- vinnulífinu. Þeirra hlutverk er að veita margvíslega þjónustu og fyrirgreiðslu almenns eðlis. Þjónustu- framboð sveitarfélaganna á þessu sviði er með ýmsum hætti. Algengt er að þau reki atvinnuþróun- arfélög, ýmist ein eða í félagi við aðra og stærri sveitarfélögin reka skrifstofur sem sinna atvinnu- málum, ferðamálum og annarri þjónustu við at- vinnulífið. Menn eru að læra af reynslu undan- farinna ára og hafa smámsaman verið að taka upp ný vinnubrögð. ÞJÓNUSTA KÓPAVOGSBÆJAR VIÐ ATVINNU- LÍFIÐ Fyrir rúmum tveimur árum gerði Atvinnumálanefnd Kópavogs tillögur að breyttu skipulagi atvinnu- málastarfs hjá Kópavogsbæ. í kjölfarið hætti bær- inn þátttöku í Iðnþróunarfélagi Kópavogs, sem var sjálfstætt félag með aðild Kópavogsbæjar, en setti í staðinn á fót markaðsskrifstofu sem starfar innan bæjarkerfisins. Hlutverk hinnar nýju markaðsskrif- stofu var skilgreint þannig: Kynning á nýjum atvinnusvæðum og frekari þróun eldri atvinnusvæða í samvinnu við fyrirtæk- in; Kynning á Kópavogi og búsetumöguleikum þar; Ráðgjöf og aðstoð við fyrirtæki. Starfsemi markaðsskrifstofunnar hefur síðan verið að mótast. Efnt hefur verið til átaksverkefna í fél- agi við atvinnurekendur, haldin ráðstefna um fjár- festingar í nýju atvinnuhúsnæði, nýjum fyrirtækjum veitt aðstoð við skráningu og stofnskjöl, fyrir- tækjum sem flytja vilja í Kópavog veitt aðstoð við leit og útvegun á húsnæði og minni fyrirtæki hafa fengið rekstrar- og markaðsráðgjöf og aðstoð við öflun viðskiptasambanda. Á kynningarsviðinu má nefna útgáfu fréttabréfs, upplýsingavef fyrir Kópa- vog á Internetinu og Kópavogsdaga sem hafa þann tilgang að kynna nýjum íbúum þjónustuna sem í boði er í þessum ört vaxandi bæ. Þá hefur markaðsskrifstofan unnið úttektir og hagkvæmni- athuganir, m.a. vegna endurvinnslu á sorpi. Atvinnumálanefnd Kópavogs hefur undanfarinn áratug haft frumkvæði að stórum matvælasýning- um í Kópavogi. Markaðsskrifstofan annast sýning- arhaldið og hefur um það samvinnu við fagfélögin í matvælaiðnum, Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi og Ferðamálasamtök höfuðborgar- svæðisins. Fleiri sýningar eru á dagskrá, m.a. ís- lenska sjávarútvegssýningin sem hefur verið flutt í Kópavog. NÝIR TÍMAR Margir halda því fram að stjórnmál og atvinnu- rekstur fari ekki saman. Það er rétt að því leyti, að atvinnurekstur sem lýtur lögmálum markaðarins þrífst oft illa á pólitískum forsendum. Það staðfesta dæmin sem ég nefndi hér í upphafi og fjöldi ann- arra dæma sem allir þekkja. Að hinu leytinu er full- yrðingin röng því að hlutverk stjórnmálanna er að skapa skilyrði fyrir heilbrigðan rekstur og liðka til þannig að gangverk atvinnulífsins geti gengið snurðulaust. Nýir tímar eru að renna upp. Opið þjóðfélag með greiðum aðgangi að hverskyns upplýsingum og sífellt aukinni samkeppni fyrir- tækja, er veruleikinn sem við búum við í dag. Það eru ekki einungis þjóðlöndin sem etja kappi um íbúa og atvinnu. Borgir og jafnvel borgarhlutar keppa um atvinnutækifærin og velmegun íbúanna er undir árangri stjórnendanna komin. Þessum nýju tímum verður að mæta með nýjum vinnubrögðum og menn þurfa að læra að vinna saman. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.