AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Síða 18

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Síða 18
c_ O z o > T1 c JJ O Þegar talað er um útivist koma upp í hugann hugtök eins og hreinleiki, holl- usta og vellíðan. Útivera og holl hreyf- ing eru mikilvæg heilsu manna. Það að vera úti við, að stunda göngur, ganga á fjöll, fara í sund með fjölskylduna, í hjólreiðatúra, viðra hundinn sinn, eða að skokka úti og margt fleira er hægt að skilgreina sem útivist. Þó fer það eftir hverjum og einum hvernig hann skilgreinir hugtakið. En einu er þó hægt að halda fram með nokkurri vissu að stöðugt fleiri kjósa að vera úti í náttúrunni og anda að sér fers- ku heilnæmu lofti með angan af gróðri, söltum sæ og nánasta umhverfi og upplifa „andartakið". Því er mikilvægt að fólki gefist kostur á að njóta nátt- úrunnar hvar sem er. Því er góð aðstaða til útivist- ar nauðsynleg okkur öllum. ÚTIVISTARSVÆÐI Útisvistarsvæði eru af ýmsum toga. Á undanförn- um árum hefur verið unnið ötullega að því í Kópa- vogi að bæta aðstöðu og aðgang bæjarbúa til úti- vistar á ákveðnum svæðum í bænum. Sum þeirra eru smá og önnur stór og víðfeðm. Flest svæðin sem eru innan bæjarmarkanna eru hönnuð á þann hátt að þau henta vel ákveðnum þáttum útivistar. Sama má segja um þau íþróttamannvirki sem byggð hafa verið á þessum tíma. Þau hafa verið í ríkari mæli hönnuð með hagsmuni og notkun hins almenna bæjarbúa í huga. Svo eru útivistarsvæði utan bæjarmarkanna sem eru nær því ósnert, eins og náttúran skóp þau í fyllingu tímans, og eru vin- sæl til útivistar svo sem Heiðmörk og Bláfjalla- fólkvangur. Þá eru Kópavogs- og Fossvogsdalur sem liggja beggja vegna bæjarins hvor um sig al- veg einstakar náttúruperlur. MIÐSTÖÐ HOLLRAR HREYFINGAR Nú skulum við bregða okkur í útivistarferð um Kópavoginn. Við hefjum ferðina við miðstöð al- menningsíþróttanna í bænum, Sundlaug Kópa- vogs. Sundlaug Kópavogs stendurá Rútstúni. Það er eina græna svæðið í vesturbæ Kópavogs. Það var rétt fyrir 1960 sem það var gert að fyrsta al- menningsgarðinum í vesturbænum. Undanfarin ár hefur staðið yfir endurbygging svæðisins og er þar nú opið nýtt leiksvæði, púttvöllur og sleðabrekka. Sundlaug Kópavogs er útivistarperla sem stöðugt fleiri bæjarbúar sækja að staðaldri. Sund er iðkað að mestum hluta í útilaugum á íslandi og eingöngu hér í Kópavogi. Því vel ég að skilgreina það sem útivist í þessari grein. Jafnframt því að stunda 16

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.