AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Qupperneq 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Qupperneq 19
sund nýta margir sér þá möguleika sem staðsetn- ing laugarinnar hefur í för með sér. Þaðan liggja göngu-, hlaupa- og hjólareiðastígar í flestar áttir. FERÐIN HAFIN Leiðin liggur niður í Kópavoginn eftir Urðarbraut sem er greiðfær öllum þeim sem ætla í göngu- hlaupa- eða hjólareiðartúra. Er komið er niður í voginn liggur leiðin til vinstri, inn í Kópavogsdalinn. Angan af þangi leggur um vit og sjávarbáran gutl- ar við hlein. Kópavogsleiran liggur í botni vogsins einstök náttúrugersemi. Hún er umlukin þangfjöru með fjölskrúðugu lífríki sem dregur að sér fjöl- breytt fuglalíf. Inn dalinn liggur malbikaður stígur sem teygir anga sína í allar áttir. Nú höldum við undir Hafnarfjarðarveg og inn með Kópavogslæk að norðan. HLÍÐARGARÐUR Skömmu eftir að við komum undir Hafnarfjarðar- veg liggur stígur til vinstri upp í Hlíðargarðinn. Hann er staðsettur milli íbúðarhúsa við Hlíðar- hvamm og Lindarhvamm. Hann er eini eiginlegi skrúðgarðurinn í Kópavogi og var á sínum tíma skipulagður í stíl evrópskra hallargarða. Garður- inn er mjög skjólsæll sökum skjólbeltis sem plan- tað hefur verið allt í kringum hann. KÓPAVOGSDALUR Þá blasir við okkur á hægri hönd stórt og glæsilegt íþrótta- og útivistarsvæði sem býður upp á fjöl- marga möguleika á iðkun íþrótta og annarrar hollr- ar útivistar fyrir almenning. Þar er að finna Kópa- vogsvöll með upphituðum hlaupabrautum lögðum gerviefni, Smárann, hið glæsilega íþróttahús á félagssvæði Breiðabliks ásamt gervigrasvelli og æfingasvæðum. Norðan Kópavogsvallar er Tenn- ishöllin ásamt þremur útivöllum. Skammt innan hennar er Smárahvammsvöllur sem lengi vel var eina grasæfingasvæðið fyrir knattspyrnumenn í bænum. Á leiðinni inn dalinn liggur göngustígurinn þétt með Kópavogslæknum. Frá öllum þvergötum í Hvömmum sem og úr Smárahverfi liggja göngu- stígar að þessum stíg. Er innar dregur komum við að Digraneskirkju en fram hjá henni liggur stíg- urinn um þéttvaxið skógarbelti. Undir Digranes- veginn inn í Hjallahverfið hlykkjast stígurinn inn dalinn alveg inn í Mjódd. Skömmu eftir að komið er í Hjallahverfið liggur stígur beint upp Digranes- hlíðarnar alveg upp á Víghólinn þar sem staðsett er útsýnisskífa. Þaðan er mjög víðsýnt. Við rætur Digranesshlíðanna gegnt uppgöngustígnum er Bakki, félagssvæði Skátanna í bænum. YFIR HÁLSINN Er inn í Mjódd er komið liggur stígurinn upp Digra- neshálsinn eftir Stórahjalla og undir Nýbýlaveg á móts við Kjarrhólma. Úr Kjarrhólma liggur góð skíða- og sleðabrekka niður í austurhluta Foss- vogsdalsins. Við rætur brekkunnnar liðast stígur inn vestur eftir dalnum og tengist göngustígakerfi Reykjavíkur með fjölda þverstíga. FOSSVOGSDALUR Fossvogsdalurinn er mjög gróðursæll og skjólgóð- ur. í báðum endum hans er mikil trjárækt en þar á milli þekur graslendi meginhluta dalsins. Foss- vogsdalurinn er eitt best nýtta útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu enda aðstaðan mjög góð. Þéttriðið kerfi göngu- og hjólreiðastíga er um dalinn þveran og endilangan og þaðan liggja stíg- ar upp í Elliðaárdalinn í Reykjavík. Áfram er haldið vestur Fossvogsdalinn og komið að Snælandi. Þar er félagssvæði Handknattleiks- félags Kópavogs, Fagrilundur sem bíður upp á ýmsa möguleika vor, sumar og haust,en á veturna eru lagðar gönguskíðabrautir eftir dalnum. Frá Snælandshverfinu liggur ein greiðfærasta leiðin meðfram Skógræktinni að göngubrúnni yfir Kringlumýrarbraut og þaðan niður í Sæbólshverfi. FOSSVOGUR AÐ HÖFNINNI Er komið er í Sæbólshverfi verða nokkur rof á göngustígnum þar sem halda þarf ofar í hverfið í neðstu götur til að hægt sé að halda ferðinni áfram. í Vesturvör er aðstaða Siglingafélagins Ýmis en þar geta bæjarbúar stundað siglingar á sumrin með því að leigja sér skútur og báta. Er út á nesið er komið tekur Kópavogshöfn við. Frá höfninni liggur göngustígurinn alveg með sjónum inn Kópavoginn en í fyrstu er hann einungis lagður möl og grús. Þessi stutta leið frá höfninni að Urðarbrautinni þangað sem ferðin hófst er alveg eintök. Nálægð sjávar og hið fagra útsýni á þess- um hluta leiðarinnar er punkturinn yfir i-ið á þess- ari útivistarferð okkar umhverfis bæinn. INNI í BÆNUM Auk hinna fjölmörgu svæða sem tæpt hefur verið á í þessari hringferð er fjöldi útivistarsvæða uppi á hálsunum tveim, Kársness og Digraness. Helst ber þar að nefna allar skóla- og leikskólalóðirnar, 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.