AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Síða 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Síða 19
sund nýta margir sér þá möguleika sem staðsetn- ing laugarinnar hefur í för með sér. Þaðan liggja göngu-, hlaupa- og hjólareiðastígar í flestar áttir. FERÐIN HAFIN Leiðin liggur niður í Kópavoginn eftir Urðarbraut sem er greiðfær öllum þeim sem ætla í göngu- hlaupa- eða hjólareiðartúra. Er komið er niður í voginn liggur leiðin til vinstri, inn í Kópavogsdalinn. Angan af þangi leggur um vit og sjávarbáran gutl- ar við hlein. Kópavogsleiran liggur í botni vogsins einstök náttúrugersemi. Hún er umlukin þangfjöru með fjölskrúðugu lífríki sem dregur að sér fjöl- breytt fuglalíf. Inn dalinn liggur malbikaður stígur sem teygir anga sína í allar áttir. Nú höldum við undir Hafnarfjarðarveg og inn með Kópavogslæk að norðan. HLÍÐARGARÐUR Skömmu eftir að við komum undir Hafnarfjarðar- veg liggur stígur til vinstri upp í Hlíðargarðinn. Hann er staðsettur milli íbúðarhúsa við Hlíðar- hvamm og Lindarhvamm. Hann er eini eiginlegi skrúðgarðurinn í Kópavogi og var á sínum tíma skipulagður í stíl evrópskra hallargarða. Garður- inn er mjög skjólsæll sökum skjólbeltis sem plan- tað hefur verið allt í kringum hann. KÓPAVOGSDALUR Þá blasir við okkur á hægri hönd stórt og glæsilegt íþrótta- og útivistarsvæði sem býður upp á fjöl- marga möguleika á iðkun íþrótta og annarrar hollr- ar útivistar fyrir almenning. Þar er að finna Kópa- vogsvöll með upphituðum hlaupabrautum lögðum gerviefni, Smárann, hið glæsilega íþróttahús á félagssvæði Breiðabliks ásamt gervigrasvelli og æfingasvæðum. Norðan Kópavogsvallar er Tenn- ishöllin ásamt þremur útivöllum. Skammt innan hennar er Smárahvammsvöllur sem lengi vel var eina grasæfingasvæðið fyrir knattspyrnumenn í bænum. Á leiðinni inn dalinn liggur göngustígurinn þétt með Kópavogslæknum. Frá öllum þvergötum í Hvömmum sem og úr Smárahverfi liggja göngu- stígar að þessum stíg. Er innar dregur komum við að Digraneskirkju en fram hjá henni liggur stíg- urinn um þéttvaxið skógarbelti. Undir Digranes- veginn inn í Hjallahverfið hlykkjast stígurinn inn dalinn alveg inn í Mjódd. Skömmu eftir að komið er í Hjallahverfið liggur stígur beint upp Digranes- hlíðarnar alveg upp á Víghólinn þar sem staðsett er útsýnisskífa. Þaðan er mjög víðsýnt. Við rætur Digranesshlíðanna gegnt uppgöngustígnum er Bakki, félagssvæði Skátanna í bænum. YFIR HÁLSINN Er inn í Mjódd er komið liggur stígurinn upp Digra- neshálsinn eftir Stórahjalla og undir Nýbýlaveg á móts við Kjarrhólma. Úr Kjarrhólma liggur góð skíða- og sleðabrekka niður í austurhluta Foss- vogsdalsins. Við rætur brekkunnnar liðast stígur inn vestur eftir dalnum og tengist göngustígakerfi Reykjavíkur með fjölda þverstíga. FOSSVOGSDALUR Fossvogsdalurinn er mjög gróðursæll og skjólgóð- ur. í báðum endum hans er mikil trjárækt en þar á milli þekur graslendi meginhluta dalsins. Foss- vogsdalurinn er eitt best nýtta útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu enda aðstaðan mjög góð. Þéttriðið kerfi göngu- og hjólreiðastíga er um dalinn þveran og endilangan og þaðan liggja stíg- ar upp í Elliðaárdalinn í Reykjavík. Áfram er haldið vestur Fossvogsdalinn og komið að Snælandi. Þar er félagssvæði Handknattleiks- félags Kópavogs, Fagrilundur sem bíður upp á ýmsa möguleika vor, sumar og haust,en á veturna eru lagðar gönguskíðabrautir eftir dalnum. Frá Snælandshverfinu liggur ein greiðfærasta leiðin meðfram Skógræktinni að göngubrúnni yfir Kringlumýrarbraut og þaðan niður í Sæbólshverfi. FOSSVOGUR AÐ HÖFNINNI Er komið er í Sæbólshverfi verða nokkur rof á göngustígnum þar sem halda þarf ofar í hverfið í neðstu götur til að hægt sé að halda ferðinni áfram. í Vesturvör er aðstaða Siglingafélagins Ýmis en þar geta bæjarbúar stundað siglingar á sumrin með því að leigja sér skútur og báta. Er út á nesið er komið tekur Kópavogshöfn við. Frá höfninni liggur göngustígurinn alveg með sjónum inn Kópavoginn en í fyrstu er hann einungis lagður möl og grús. Þessi stutta leið frá höfninni að Urðarbrautinni þangað sem ferðin hófst er alveg eintök. Nálægð sjávar og hið fagra útsýni á þess- um hluta leiðarinnar er punkturinn yfir i-ið á þess- ari útivistarferð okkar umhverfis bæinn. INNI í BÆNUM Auk hinna fjölmörgu svæða sem tæpt hefur verið á í þessari hringferð er fjöldi útivistarsvæða uppi á hálsunum tveim, Kársness og Digraness. Helst ber þar að nefna allar skóla- og leikskólalóðirnar, 17

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.