AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 21
aðilum og stofnunum, sem með málaflokkinn fara, kleift að rækja hlutverk sitt betur en ella. Það hef- ur og sýnt sig, þrátt fyrir nálægðina við höfuðborg- ina, sem er óumdeilt miðstöð lista- og menningar- lífs í landinu, að sjálfstætt og blómlegt lista- og menningarlíf hefur getað þrifist í Kópavogi. Lista- og menningarráð Kópavogs fer með málefni menningar og lista í umboði sveitarstjórnar. Sér- staklega sér ráðið um málefni Lista- og menning- arsjóðs, Bókasafns, Náttúrufræðistofu og Lista- safns. Jafnframt sér lista- og menningarráð um ýmsar uppákomur og hátíðarhöld á vegum bæjar- ins. Á 10 ára afmæli bæjarins, árið 1965, samþykkti bæjarstjórn stofnun lista- og menningarsjóðs og lagði til hans með reglugerð fast framlag úr bæjar- sjóði árlega til listskreytinga í bænum, listaverka- kaupa og varðveislu þeirra, svo og til að styðja við alls kyns lista- og menningarstarfsemi í bænum. Á þeim árum sem sjóðurinn hefur starfað hefur hann keypt mikið af listaverkum, aðallega málverkum og á bærinn gott safn af listaverkum eftir marga bestu listamenn þjóðarinnar, eldri og yngri. Listaverka- blómstra í síðustu árum hefur menningarlíf í Kópavogi staðið með miklum blóma. Kemur þar margt til, en þó fyrst og fremst að bæjaryfirvöld hafa gert átak í að hlúa að þessum málaflokki og þar með gert þeim eign er nú komin á sjötta hundraðið. Á því er eng- inn vafi að fast framlag bæjarins til sjóðsins, sem ekki var breytt eða eytt í annað á erfiðum tímum, ásamt markvissu starfi stjórnar safnsins, hefur ekki bara stuðlað að því að bærinn hefur eignast góðan stofn listaverka heldur og stuðlað að því að 19 BJORN ÞORSTEINSSON, FRAMKVSTJ. FRÆÐSLU- OG MENNINGARSVIÐS

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.