AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Blaðsíða 25

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Blaðsíða 25
FÉLAGSLEG AÐSTAÐA e dri borgara í Kópavogi élagsstarf eldri borgara í Kópavogi byggir á traustum grunni sem lagður var fyrir hart nær þrjátíu árum. Þó má segja að brotið hafi verið blað í sögu félags- starfsins með opnun fyrsta félagsheim- ilisins, Gjábakka, sem sérstaklega var ætlað eldri borgurum. Gjábakki var opnaður á vor- dögum 1993 og um leið var félagsstarfið endur- skoðað, starfsemin stokkuð upp og færð í það horf sem hún er í dag. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og það má í raun segja, að öðrum bæjar- félögum ólöstuðum, að Kópavogsbær hefur verið frumkvöðull í nýjum áherslum og viðhorfum í félags- og tómstundastarfi aldraðra enda hafa önnur sveitarfélög sótt margt í smiðju Kópavogs- bæjar hvað það varðar. Það má segja að breyting- in frá því sem verið hafði hafi einkennst af því að virkja eldri borgara meira en verið hafði og láta þá hafa meira um starfseminna að segja. Kallað var eftir þeirra hugmyndum um skipulagningu og fram- boð og þeir hvattir til að sýna frumkvæði. Það er skemmst frá því að segja að það tókst vonum framar og það leið ekki á löngu þar til Gjábakki var orðinn of lítill fyrir starfsemina sem þar fór fram. Því var það að ráðist var í að byggja annað félags- heimili í Gullsmára og var það opnað í desember 1997. Samtals er því um að ræða um 1300 fm gólfrými sem ætlað er fyrir félags- og tómstunda- starf eldri borgara. Félagsheimilin eru bæði vel útbúin tækjum og þar er boðið upp á margvísleg námskeið auk leikfimi og handmenntar. Að meðal- tali er boðið upp á um 20 námskeið í það heila vikulega og er fjöldi þeirra sem þau sækja um 120 manns að meðaltali. Ávallt hefur verið lögð mikil áhersla á mikilvægi hreyfingar fyrir eldri borgara og er boðið upp á leik- fimi í báðum félagsheimilunum. Auk þess stendur eldri borgurum í Kópavogi til boða að sækja sund- laug Kópavogs endurgjaldslaust. Þar hefur félag eldri borgara í Kópavogi komið inn starfsemi og bjóða þeir upp á sundleikfimi þrisvar í viku. í framhjáhlaupi má líka nefna að Kópavogsbær er eina sveitarfélagið á landinu sem greiðir fyrir sjúkraþjálfun ellilífeyrisþega. Eins og áður segir hafa eldri borgarar í Kópavogi verið hvattir til að koma hugmyndum og óskum sínum á framfæri og koma þeim í framkvæmd, gjarnan með aðstoð starfsmanna félagsheimil- anna. Nú hafa um tuttugu sjálfsprottnir áhuga- mannahópar aðstöðu í félagsheimilunum auk félags eldri borgara og frístundahópsins Hana-nú. Frístundahópurinn Hana-nú, en þar geta allir tekið þátt sem náð hafa 50 ára aldri, hefur tekið sér margvísleg verkefni fyrir hendur. Hér má nefna starf gönguhóps, bókmenntaklúbbs, heimsóknir á margar menningarstofnanir, ferðir í leikhús og ótal- margt annað sem allt of langt mál er að telja upp hér. í Hana-nú höfuðáherslan á frumkvæði aldr- aðra sjálfra og hefur starfsemin allt frá upphafi verið mjög blómleg enda hefur hróður þeirra spurst út víða um og æ fleiri sækja hugmyndir til Hana-nú þegar kemur að því að útfæra hug- 23 BRYNHILDUR BARÐADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.