AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 32

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 32
JAKOB E. LÍNDAL/KRISTJÁN ÁSGEIRSSON, ARKITEKT MENNINGARMIÐSTÖÐ KOPAVOGS Útlitsmynd, séö frá tjörn. Tölvugrafík Onno ehf. ugmynd aö Menningarmiðstöð í Kópavogi kviknaði árið 1993. Arki- tektastofunni var falið að gera rýmis- áætlun fyrir tónlistarskóla, bókasafn, myndlistarskóla, náttúrufræðistofu og skiptistöð fyrir almenningsvagna. Útgangspunktur okkar var að kanna samnýtingar- möguleika þessara stofnana. Það sem þær eiga sameiginlegt er m.a. að: I vera tengdar menningarstarfsemi I geta auðgast á nálægð hver við aðra I gefa aukinn möguleika á samvinnu og blöndun sviða á milli Meginmarkmið varð síðan það að sýna fram á að stofnanir þessar gætu sparað sér rými á nálægð- inni hver við aðra. Bókasafnið og Náttúrufræði- stofa eiga t.d. það sameiginlegt að vera söfn með svipaðan opnunartíma, uppbyggingu og afgreiðslu og sýningarpláss þeirra og geymslur geta fallið saman að einhverju leyti. Tónlistar- og myndlistar- skólinn áttu að geta samnýtt kennsluherbergi auk þess að vinna saman þverfaglega. Báðar hafa þessar stofnanir þörf fyrir stóran sal og báðar njóta góðs af nálægð við bókasafn og náttúrufræðistofu. Þannig getur nettórými hverrar stofnunar fyrir sig orðið stærra hlutfallslega heldur en ef hver þeirra væri sér í húsnæði og þannig getur brúttóstærð þessara stofnana verið minni með sömu nýtingu. Niðurstaða okkar var því sú að með þessu sam- krulli menningarstofnana fengist: I þverfagleg samvinna I aukin fjölbreytni I minni brúttóstærð byggingar I meiri nettóstærð stofnana Samtenging þessara stofnana átti að vera um yfir- byggða skiptistöð almenningsvagna einmitt með 30

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.