AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Page 33
það í huga að geta leitt hinn almenna borgara að þröskuldi þessa menningarheims og þar með gera þessar stofnanir að eðlilegum og beintengdum þætti hversdagslífsins. Menningarmiðstöðin skyldi vera nytjahús, uppspretta menningar og listsköp- unar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi fyrstu skref voru stigin.Vinnuferlið hefur ekki verið sam- fellt og áherslur hafa breyst. Skiptistöð er til dæmis ekki lengur í myndinni né heldur myndlistarskóli. Fjölnotasalur sem rúma átti ca. 100 manns á flötu gólfi með lausa stóla hefur þróast í fullkominn 300 manna tónlistarsal þar sem megináhersla er lögð á hljómburð og hljómgæði. Hugmyndina að þess- um sal á Jónas Ingimundarson píanóleikari og tón- listarráðunautur Kópavogs. Salurinn er fyrst og fremst hugsaður fyrir flytjendur frá sólistum til 5-6 manna sveita, auk tónleika og kennslu fyrir Tón- listarskóla Kópavogs. Hér er sem sagt hvorki verið að byggja yfir Sinfóníuhljómsveitina né Óperuna. í fyrstu drögum var fjölnotasalurinn áðurnefndi hugsaður stakstæður en samtengdur meginbygg- ingu en eftir áðurnefnt þróunarferli er tónleikasal- urinn kominn inn í bygginguna sjálfa. Eins og fyrr segir er gengið út frá því að ákveðin listsköpun fari fram í „nytjahúsinu" andstætt Lista- safninu þar sem listinni er stillt til sýnis. Listasafnið hefur því hið fágaða yfirbragð sýningarhússins en Menningarmiðstöðin er grófari og hversdagslegri í efnisvali. Þó er salurinn sjálfur „spariklæddur“ því hann er líkt og Listasafnið orðinn að eins konar sýningarhúsi listar eftir fyrr lýst breytingarferli. Við hönnun byggingarinnar hefur verið tekið tillit til nálægðar við Listasafn Kópavogs og Kópavogs- kirkju sem og hins opna svæðis umhverfis, bæði hvað varðar staðsetningu og form sem og efnisval. 31

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.