AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 43

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 43
ormu fjórum hurðum sem gefur möguleika á að nota bakgarðinn sem hluta af húsinu. Glerþak er sett yfir hurðirnar tii að hlífa þeim við ryki og stöku rigningu. Flest allir milliveggir í gamla húsinu voru teknir niður og einungis útveggir skildir eftir með arninum sem látinn var standa frítt í miðju húsinu. Á arninum má sjá lög af málningu og veggfóðri sem notað hefur verið síðan húsið var byggt. Þegar upp er staðið passar arininn nokkuð vel við listaverk eigandans. Allt húsið er opnað eins og hæft er. Hjónaherbergið og eldhúsið eru opin og hluti af stofunni sem gerir það að hægt er að nota allt húsið þegar eigandinn heldur samkvæmi, sem hann gerir oft. Gluggar eru settir hátt til að ramma himininn, loftgluggum bætt við til að leyfa náttúru- legu Ijósi að flæða inn. Sterkir litir sem njóta sín sérstaklega vel í veðurfarinu í LA eru notaðir til að leggja áherslu á ákveðna hluti og gefa rýminu sérstaka eiginleika. Frá rúmi eigandans má sjá allt húsið, eða eins og hann sagði sjálfur: „Stund- um, þegar ég ligg í rúminu þá get ég fylgst með flugumferð eða hreyfingu stjarna og tunglsins í gegnum hinar ýmsu stærðir af gluggaopum sem er að finna í kringum rúmið. „it's like living in a lighthouse." ■ ^°rft á glugga, sem hannaður er til að sitja í, (190cm x190cm) til esturs eða til að njóta útsýnisins. Stigi á að vera á veggnum til að °rnast upp í gluggann. Listaverk: mynd eftir LA listamann John ltl' stóll og skúlptúr eftir Seattle listamann Mike De Voe. Elevation 01 3 lOfeet Horft á eldhúsið. Innréttingar úr gulum „Fyn-Plywood“, smíöaöur af eiganda.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.