AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Side 57
og byggð tók að þróast hratt og óskipulega til
austurs. Við lok 20. aldar nær hún að mörkum
Mosfellsbæjar í norðri, að mörkum Kópavogs í
suðri og í austri að náttúrulegum mörkum heiða-
landa og vatnasvæða. Við lestur eldri aðalskipu-
lagstillagna fyrir höfuðborgina verður Ijóst að það
er bókstaflega hluti af stefnu ráðamanna á undan-
förnum áratugum að þynna byggðina. Samkvæmt
aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2016 er gert
ráð fyrir að byggilegt land innan marka Reykja-
víkur verði að fullu nýtt á skipulagstímabilinu.
í stríðslok sneru ráðamenn borgarinnar baki við
vandamálum eldri borgarhluta og skildu þá eftir
án nothæfrar forsagnar um endurnýjun og upp-
byggingu. í staðinn tóku þeir til við að sólunda dýr-
mætu byggingarlandi Reykjavíkur á báðar hendur
í ábyrgðarlausum skipulagsleik upp í heiðarlönd-
in. Og viðbrögð núverandi ráðamanna við yfirvof-
andi landleysi höfuðborgarinnar er innlimun Kjal-
arneshrepps til að leysa bráðavanda Reykvíkinga
varðandi byggingarlóðir.
í skipulagsákafa undangenginna áratuga hafa
ráðamenn slegið um sig með dulmögnuðum nýt-
ingartölum sem þeir telja að sé sjálfkrafa ávísun á
góða byggð. í skipulagsvinnunni hefur það of oft
verið formsatriði eitt fyrir fagmennina að fylla út í
byggingarlandið með stimplum þeirra þriggja eða
fjögurra byggingarforma sem gjaldgeng eru á ís-
landi í þeim hlutföllum sem byggingarverktakar
telja að séu besta söluvaran á fasteignamarkaði
hverju sinni.
FLUGVÖLLUR
Flugvöllurinn í Vatnsmýri gengur eins og fleygur
djúpt inn í borgina á viðkvæmasta stað og nær yfir
rúmlega helming nessins. Svæðið innan flugvall-
argirðingar er 142,5 ha og ámóta stórt svæði utan
girðingar fer forgörðum vegna nálægðar við hann.
Flugvöllurinn var sá fleygur sem klauf Kópavog
frá Seltjarnarneshreppi 1948 og leiddi þannig til
uppbyggingar þriggja kaupstaða á litlu svæði í
stað eins.
Flugvöllurinn hindrar nauðsynlega uppbyggingu
stofnbrautakerfisins vestur nesið. Hann tekur upp
verðmætasta landið innan borgarmarkanna fyrir
íbúðabyggð, útivist og miðborgarstarfsemi.
Slysahætta og mikil hávaðamengun frá honum
hafa frá upphafi rýrt gildi miðborgarsvæðisins
verulega, dregið úr eftirspurn eftir aðstöðu fyrir
miðborgarstarfsemi, leitt til lægra fasteignaverðs
og almennt stuðlað að hnignun svæðisins.
Hæðartakmörk mannvirkja í aðflugslínum hefta
uppbyggingu t.d. í Kvosinni. Loftmengun er veru-
leg og sérlega áberandi við flugtak frá norðurenda
NS brautar þegar útblástur berst beint niður í
Kvosina um Hljómskálagarðinn og tjarnarsvæðið.
Slysahætta og mengun af Reykjavíkurflugvelli
hafa rýrt mjög gildi stórra íbúðarsvæða og stuðlað
að lægra fasteignaverði þúsunda eigna í Skerja-
firði, Vesturbæ, Kvos, Þingholtum, Hlíðum, Foss-
vogi og Vesturbæ Kópavogs.
Sjónmengun af flugvellinum og mannvirkjum við
hann hefur neikvæð áhrif á allt umhverfi á veru-
legum hluta borgarlandsins vestan Elliðaáa.
Hávaðamengun við aðflugslínur flugvallarins rýrir
verulega gildi allflestra útivistarsvæða.
Allt frá því að flugvöllurinn var afhentur íslend-
ingum til eignar árið 1946 hefur hann verið hluti af
heildarrekstri Flugmálastjórnar.
Reykjavíkurflugvöllur er ekki lögaðili og hefur því
ekki eigin kennitölu. Hann hefur ekki flugvallar-
stjóra, blaðafulltrúa, yfirmann öryggismála né
nokkurn annan starfsmann í fullu starfi. Hann
hefur ekki skráð símanúmer. Á þennan hátt hefur
flugvöllurinn verið ósnertanlegur öllum þeim þús-
undum, sem daglega finna fyrir neikvæðum áhrif-
um af nábýli við hann.
Vitað er að áður en varir verður hafist handa um
að einkavæða rekstur flugvalla hér á landi enda
umræða um slíkt þegar hafin. Ljóst er að frá
fyrsta degi verður enginn friður um einkarekstur
55