AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Síða 59
Talið er að árlegur heildarkostnaður íslendinga af
einkabílaumferð sé á annað hundrað milljarða-
króna.
Annar vítahringur sem minna er talað um er til
kominn vegna mikillar stækkunar hins opinbera
rýmis innan borgarmarkanna. Á bak við hvern
hektara af akbrautum, gangstéttum, bílastæðum,
aðlögunarsvæðum og þess háttar eru stöðugt
færri borgarbúar. Þannig hefur fjármagn og tími til
nauðsynlegs viðhalds, endurbóta og þrifa í opin-
bera rýminu minnkað ár frá ári áratugum saman.
Umhverfisgæðin minnka hægt og sígandi. Þetta
leiðir til minnkandi virðingar borgaranna fyrir hinu
byggða umhverfi og stuðiar að stöðugt meiri
sóðaskap og hirðuleysi á almannafæri.
Um þetta leyti árs er dapurlegt um að litast í men-
ningarborginni 2000. Þar er allt á kafi í rusli hvert
sem litið er og yfir öllu er þykkt lag af asfaltryki því
að auki er allt yfirborð gatnakerfisins ein
rjúkandi rúst eftir enn einn vetur gegndarlausrar
misnotkunar á nagladekkjum.
HNINGNUN MIÐBORGARINNAR
Splundrun á miðborgarstarfsemi er vel þekkt í
Reykjavík. Strax eftir seinna stríð stöðvaðist öll
þróun á miðborgarsvæðinu. Það hætti að taka við
nýrri og aukinni miðborgarstarfsemi stækkandi
byggðar og á áratugunum síðan hefur miðborg-
arstarfsemi dreifst á óskipulegan og óskilvirkan
hátt út um alla byggðina með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. Ráðamenn hafa á s.l. 50 árum ekki
tekist á við skipulagsvanda eldri borgarhluta í
Reykjavík. Því eru þessi svæði án nothæfrar for-
sagnar um nauðsynlega endurnýjun og uppbygg-
ingu. Þar ríkir því stöðnun og niðurníðsla.
í umræðum um vanda þessara svæða myndaðist
fljótt tómarúm vegna þagnar ráðamanna og fag-
aðila um raunveruleg úrræði til framtíðar. í þessu
tómarúmi hafa verndunarsinnar haslað sér völl
með tillögum um meiriháttar varðveislu húsa,
húsaraða og heilla reita í „upprunalegu“ horfi.
í öllum eldri borgarhlutum býr fjöldi Reykvíkinga
við eins konar átthagafjötra því eignir þeirra eru
illseljanlegar vegna ástands í skipulagsmálum
svæðanna. Og þó ættu þessar eignir sannarlega
að vera verðmætari en ella vegna legu sinnar í
borginni, ef allt væri með felldu.
Rekstrarskilyrði almenningssamgangna munu
halda áfram að versna. í dag er reynt að halda
uppi ódýru kerfi með mjög lágri ferðatíðni sem
nær einungis þjónar börnum og öldruðum en
Byggðarþróun í vesturborginni: miöborgarbyggö
viö Akurey, stórskipahöfn viö Engeyjarsund, lysti-
lón viö Seltjarnarnes, miöborgarbyggö í Vatnsmýri
og nýr flugvöllur á Skerjafirði.
þessi þjónusta virðist fjarlægjast óðfluga það
markmið að ná til ört stækkandi hóps ökumanna
einkabíla.
Þétt byggö noröan Sæbrautar, Sæbraut noröan gömlu hafnar-
innar og miöborgarbyggö viö Akurey í fjarska. Horft til vesturs.
..- ---C-—-_
57