AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Blaðsíða 60
ANDÓF GEGN AÐALSKIPULAGI
Áriö 1988, þegar staöfesting aöalskipulags
Reykjavíkur 1984-2004 stóö fyrir dyrum, reyndu
Þorsteinn Magnússon og undirritaöur aö vekja
athygli ráöamanna á mikilvægi landfyllingar viö
Akurey og á legu nýrrar stofnbrautar yfir hafnar-
mynniö í staö vafasamrar útfærslu Geirsgötu í
núverandi mynd. Af því tilefni kom fulltrúi þýska
stálfyrirtækisins Thyssen AG til Reykjavíkur.
Fyrirtækið geröi frumtilboð í smíöi vindubrúar yfir
hafnarmynniö. Áhugi ráöamanna var enginn.
VALKOSTUR í BYGGÐARPRÓUN
Miöborgarsamtökin, Sigurður Kolbeinsson arki-
tekt og undirritaður geröu á s.l. ári rökstuddar
athugasemdir viö tvö atriöi í aðalskipulagi Reykja-
víkur 1996-2016, m.a. til að vekja athygli ráöa-
manna á þeirri háskalegu þróun sem hér er um
rætt. Fyrri athugasemdin sneri aö þeirri ákvöröun
ráðamanna aö festa Reykjavíkurflugvöll í sessi
um ókomin ár í Vatnsmýrinni og sú síðari aö
ákvörðun um aö efla uppbyggingu olíuhafnar í
Örfirisey. Samhliða athugasemdunum lögöu
þessir aðilar fram tillögu aö byggingu nýrrar
aðstööu fyrir Reykjavíkurflugvöll á landfyllingu á
Lönguskerjum í Skerjafirði, tillögu þess efnis
aö skipulagt veröi íbúðar-, útivistar- og
miöborgarsvæöi á núverandi flugvallarsvæöi
í Vatnsmýri og aö lögö verði drög aö upp-
byggingu íbúðar- og miöborgarsvæöis á
landfyllingum viö Hólma og Akurey.
TILLÖGUR
í einstökum atriöum eru þessar tillögur ekki
nýjar af nálinni. Áriö 1975 lögöu Trausti
Valson arkitekt og aörir fram tillögu að nýjum
flugvelli í Skerjafirði og um svipaö leyti lögöu
forsvarsmenn Björgunar hf. fram hugmynd
aö landfyllingu norövestan Örfiriseyjar. Áriö
1996 vann Siguröur I. Kolbeinsson tillögu aö
alþjóölegum flugvelli í Skerjafirði í lokaverk-
efni sínu frá arkitektaháskólanum í Vín.
Listamaðurinn Þóröur Ben og fleiri hafa m.a.
varpaö fram hugmynd aö vegtengingu frá
Reykjavík yfir Skerjafjörö aö Álftanesi. Sú
staðreynd aö mætir menn hafa fengið svipaöar
hugmyndir styrkir okkur í þeirri trú aö þær séu
athugunarverðar. Það sem viö teljum aö sé nýtt er
samtenging einstakra þátta og aölögun aö
núverandi borgarmynd.
Aöstandendur þessara tillagna hafa sett sér þaö
markmið aö miöborgin veröi aftur og um ókomna
tíð verðug miöstöö íslands í menningu, stjórn-
sýslu og viðskiptum og jafnframt aö Reykjavík
veröi höfuöborg Noröur-Atlantshafsins. Til þess
aö svo megi veröa þarf aö umbylta stefnu ráöa-
manna í skipulagsmálum. Tilgangur með þessum
tillögum er aö sporna gegn hálfrar aldar öfug-
þróun í byggðarmálum höfuöborgarinnar, aö
sporna gegn því að miðborgarsvæðið koöni niður
og að stuðla að uppbyggingu miöborgar meö
góðum þróunarmöguleikum til allra átta.
Meginforsenda tillaganna er aö mestöll byggöar-
þróun Reykjavíkur næstu áratugi eigi sér staö
vestast í borginni. Gert er ráö fyrir verulega þéttri
miðborgarbyggð á landfyllingum viö Akurey og
Hólma. Landfyllingarnar mynda ásamt strand-
lengju Seltjarnarneskaupstaðar hringlaga lón eöa
höfn, sem er um 1200 m aö þvermáli. í jaöri lóns-
ins í um 100 m fjarlægð frá landi er reiknað meö
6 - 8 eins hektara eyjum meö mjög þéttri og vand-
aöri byggö, t.d. í formi háhýsa eða skýjakljúfa.
Markmiðið er að sem flestir geti notið þeirra gæöa
aö búa meö útsýni viö sjávarströnd.
Gert er ráö fyrir sambærilegu fyrirkomulagi norö-
an við Sæbraut. og í Vatnsmýri. Að auki er lagt til
aö öll gamla höfnin veröi
felld inn í miðborgar-
svæöiö og hafin þar upp-
bygging íbúöarsvæöa og
miðborgarstarfsemi í
nánu sambýli viö áfram-
haldandi hafnarstarf-
semi, sem meö ári hverj-
u verður stööugt þrifa-
legri.
í kjölfar athugasemda viö
aöalskipulag Reykjavíkur
1996-2016 hafa miö-
borgarsamtökin og undir-
ritaður lagt fram allítar-
legar tillögur aö upp-
byggingu og þróun í
Kvosinni, umhverfis
Laugaveg og á aðliggj-
andi svæöum. Þessar
tillögur lúta aö bættum samgöngum aö og frá
miöborgarsvæöinu, fjölgun bílageymsluhúsa á
jöörum þess, nýju kerfi almenningssamgangna
innan þess, umfangsmikilli uppbyggingu íbúöar-
og atvinnuhúsnæðis á lykilstöðum víöa á svæöinu
og breyttri landnotkun á neöri hæöum eldri bygg-
inga. ■
Tilgangur með þess-
um tillögum er að
sporna gegn hálfrar
aldar öfugþróun i
byggðarmálum
höfuðborgarinnar,
að sporna gegn því
að miðborgar-
svœðið koðni niður
og að stuðla að
uppbyggingu
miðborgar með
góðum þróunar-
möguleikum til allra
átta.
58