AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Síða 7

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Síða 7
íbúðir / Housing Gestur Ólafsson, ritstjóri / editor Fyrir 12 árum tók þetta tímarit til sérstakrar umfjöllunar byggingarkostnað íbúða á íslandi (AÐ BYGGJA ÓDÝRT). Þar var m.a. bent á leiðir til þess að lækka byggingar- kostnað, auka framleiðni í þessari grein og nýta margs- konar tækniframfarir, til þess jafnframt að bjóða kaup- endum betra og manneskjulegra húsnæði. Fátt skiptir fólk meira máli en það húsnæði sem það býr í og því ættu þessi mál líka að skipta miklu í stefnumótun stjórn- málaflokka og sveitarstjórna, sem geta haft afgerandi áhrif í þessum efnum. Flér er mönnum nokkur vandi á höndum þar sem svo tíl engar grundvallarrannsóknir eru nú stundaðar á þessu sviði hér á landi. Svipuðu máli gegnir um það regluverk sem myndar ytri ramma bygg- ingarstarfsemi, sem er oftar en ekki smíðað á grundvelli úreltrar norrænnar löggjafar. Þetta kann að reynast okkur dýrkeypt þegar litið er til lengri tíma. Bæði er það, að mjög miklar framfarir eru stöðugt að eiga sér stað í byggingariðnaði víða um heim og eins er þjóðfélagið á stöðugri breytingu. Sama máli gegnir um, hvernig við viljum nota það rými sem við búum í. Nútíma lifnaðarhættir kalla á mun meiri fjölbreytni en við höfum vanist til þessa. Ný tækni er líka stöðugt að koma til sögunnar og sá dagur kann að vera, ekki svo ýkja langt undan, þegar við kaupum bara lítið hátíðnitæki frá Sony sem við hengjum inn í skáp þar sem fötin okkar eru þvegin,, í staðinn fyrir núverandi meðferð í þvottavél og jourrkara. Ólíklegt verður að telja að íslenskur byggingariðnaður njóti um langa framtíð þeirrar fjarlægðarverndar sem hann nýtur í dag. í grundvallaratriðum er hér því um tvær leiðir að velja. Annar kosturinn er sá að láta eins og heimurinn muni standa í stað og bíða eftir því að erlend fyrirtæki bjóði neytendum verulega hentugra og ódýrara húsnæði. Hinn er sá að fyrirtæki á þessu sviði, og opin- berir aðilar sem mynda umhverfi þessarar starfsgreinar, taki sig á og sæki fram bæði hér á landi og erlendis. Það sem hér um ræðir er ekki bara „stæll og tíska" í útliti heldur grundvallarbreytingar á því hvernig húsnæði er skipulagt, hannað, byggt, breytt, haldið við, rekið og endurnýjað. Okkar er valið. Twelve years ago this magazine published an issue on the building costs of housing in lceland (BUILDING CHEARLY). In that issue possible reduction in building costs was discussed, as well as greater productivity and technical innovations and how we could at the same time provide customers with better and more human surroundings. There is not much that is more import- ant for people than their accommodation and therefore housing should be a central issue in policy making of all political parties and local authorities whose actions can have a crucial impact in this field. This is however som- ewhat problematic as almost no basic research is done in this field in lceland. The same applies to the legal framework for the construction industry which is more often than not adapted from outdated Scandinavian precedent. This can however prove to be very costly in the long run. Much progress is being made in the building ind- ustry in many countries and modern society is constant- ly changing. The same goes for how we would like to use our living space. Modern living calls for much greater diversity than what we have been used to. New technology is constantly appearing and the day may not be too far away when we hang a small high-frequency gadget from Sony in our wardrobe to clean our clothes instead of the traditional washing and drying. The continued distance-protection of the lcelandic building industry is not very likely. Basically it is faced with two choices. One is to pretend that the world will stand still and wait for foreign companies to offer cons- umers much better and cheaper housing. The other is that companies in this field and public bodies that create the operative space of this industry take a radical look at the situation and look for future possibilities both at home and abroad. What is at stake is not just superficial “style and fashion” but basic change in the way housing is planned, designed, built, altered, maintained, manag- ed and renewed. Ours is the choice. avs 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.