AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Síða 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Síða 24
Mat á skipulagstillögum fyrir ný ibúðahverfi - MST. / Mat á skipulagi Blikastaðalands. Dr. Bjarni Reynarsson, land- og skipulagsfræöingur Lengi skal manninn reyna. Því hefur verið kastað fram bæði í gamni og alvöru að skipulag byggð- ar væri alltof mikilvægt til að láta það alfarið eftir sérfræðingum. Þetta má til sanns vegar færa, bæði vegna þess að almenningur lætur sig skip- ulag byggðar sífellt meira varða og eins vegna þess, að skipulagsfræði og þar með skipulag þyggðar eru fjölvísindi sem þyggjð eru á víðtækri þekkingu, þar á meðal á daglegu lífi fólks í íþúðahverfum borganna. Samfélagið verður stöðugt fjöl- breyttara og þar með þarfir fólks til húsnæðis og búsetu. Eðli málsins samkvæmt er það fólkið sjálft sem er færast um að gera grein fyrir þörfum sínum og eins viðhorfum til þess hvað sé gott borgarumhverfi til búsetu. Öll sveitarfélög hér á landi hafa það á stefnuskrá sinni að sam- ráð við íbúa um skipulag verði sem best og víðtækast. Þrátt fyrir það koma stöðugt fram hér á höfuðborg- arsvæðinu hörð mótmæli fólks við skipulagstillögum sem komast hefði mátt hjá ef haft hefði verið nægilegt samráð við íbúana á vinnslustigi til- lagnanna. í þessari grein er kynnt aðferðafræði sem ætti að draga úr líkum á því að til slíkra átaka komi og minnka líkur á mistökum í skipu- lagi. Rannsókn á húsnæð- is- og búsetuóskum borgarbúa 2003. Á málþingi Reykjavíkurborgar „skiþu- lag íbúðahverfa” 28. nóvember 2003 var kynnt viðamikil rannsókn á hús- næðis- og búsetuóskum borgarbúa sem greinarhöfundur stjórnaði. Þar kom m.a. fram álit um 900 borg- arbúa á æskilegu nærumhverfi í borginni, þ.m.t. hvernig húsnæði og hverfi borgarbúar vilja búa í. Unnið var með þrenns konar aðferðir til að fá fram viðhorf fólks: sþurningar, Ijósmyndir og umræður í rýnihópum. Þessi rannsókn er að mörgu leyti brautryðjandastarf því lítið hefur farið fyrir rannsóknum á húsnæðis- og búsetuóskum fólks í þéttbýli hér á landi. Sérstaklega á það við vinnubr- ögðin að nota myndir og rýnihóþa til að fá fram viðhorf fólks í þessum efnum. Fram kom bæði hjá hópnum sem vann að undirbúningi rannsóknarinn- ar og eins hjá því fjölmarga fagfólki sem sótti málþingið, að æskilegt væri að fylgja þessari stóru könnun eftir á hagnýtan hátt við skipulag þéttbýlis hér á landi. Hagnýting og eftirfylgni var einmitt eitt af mark- miðum rannsóknarinnar og voru í greinargerð undirritaðs „Húsnæðis- og búsetuóskir Reykvíkinga" bent á nokkra kosti um hvernig fylgja mætti rannsókninni eftir bæði hvað varðar mat á nýjum skipulagstillögum og eins mat íbúa á búsetuskilyrðum í bæði nýlegum og eldri hverfum. (Greinargerðina er að finna á heima- síðu Reykjavíkurborgar undir skýrslur og kannanir). Mat á skipulagstillög- um - MST. Eins og fram kom hér að ofan var eitt af meginmarkmiðum með rann- sókninni á húsnæðis- og búset- uóskum Reykvíkinga að móta á grunni hennar hagnýtar aðferðir sem nýta mætti til að meta tillögur að skipulagi nýrra hverfa í borginni. Greinarhöfundur vann sl. vetur við að þróa áfram þá aðferðafræði sem unnið var með í ofangreindri rann- sókn. (Sjá vinnulíkan). Megináhersla vinnunnar er að fá fram viðhorf fyrirfram valinna rýni- hópa á skipulagstillögum á vinnslu- stigi. Ýmsir aðferðir eru við að velja í slíka hópa, t.d; eftir aldri, efnahag, nágrannar, líklegir íbúar á svæðinu, markhópar fyrir tilteknar húsagerðir o.s.frv. Æskilegur fjöldi í hverjum hóp eru 8 til 12 manns. Hver fundur tekur um einn til tvo tíma og skiptist hann í tvo hluta: A) Einstaklingsþáttur: Þátttakendur svara sþurningalista sem unnin hefur verið í samvinnu við skipu- lagsyfirvöld þar sem áhersla er lögð á að fá fram upplýsingar um núverandi húsnæðisaðstæð- ur, húsnæðis- og búsetuóskir almennt og afstöðu til æskilegs skipulags reitsins eða svæðis og jafnvel mismunandi kosta um skipulag og húsagerðir. B) Umræðuþáttur: Þessi þáttur hefst á umræðu um gæði íbúðahverfa almennt. Þá er kynning á skipu- lagstillögu og að lokum umræður (rökræður) um tillöguna eða tillög- urnar ef fjallað er um mismunandi kosti. Notuð eru nýsigögn: Ijós- myndir, loftmyndir og uppdrættir sem þátttakendur geta nýtt sér til að meta skipulagstillöguna. Eftir fundinn tekur sá sem stjórnar fundinum saman greinargerð þar sem fram koma meginatriðin í svör- um hvers hóps við spurningalista sem og ábendingar úr umræðum. Þessar uþþlýsingar eru einnig dregn- ar saman fyrir alla hópana í heild og helstu ábendingar um æskilegar breytingar á skipulagstillögunum. í flestum tilfellum ætti að nægja að 24 avs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.